Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 13
Björg Einarsdóttir Kvennaævi Halldóra Guðmundsdóttir Olson (1854-1921) Lyfti Grettistaki í heilbrigðismálum Ævi og störfkvenna liggja oftast í láginniþegar skráð er sagaþjóða, svo er einnig um íslenskar konur. Hlutur þeirra í mótun samfélagsins og daglegum störfum er fyrirferðarlítill íalmennri sögu. Ítímans rás hafa konurþó sinntflestum verkþáttum sem á annað borð voru við lýði hverju sinni. Kunnáttufólki vœriþað verðugt verkefni að lyfta hulunni af því íhverju störf íslenskra kvenna hafa veriðfólgin oggirða með þvífyrir aðþúsunda ára starfssagaþeirra verði afgreidd stuttlega meðþvíaðþær hafi tekið ínál, eins og stundum hefur máttsœtta sig við. Á vettvangiheilbrigðismálahafa konur lyft Grettistökum ogforvitnilegt vœri að gera úttekt áþvíhverþeirra hlutur er íþeim grunni sem núverandi heilbrigðiskerfi landsmanna hvílir á. Hér verður ekki farið nánar út íþá sálma en leitast við að dragafram í dagsljósið útlínur í ævi ogstarfi íslenskrar konu sem fór til Vesturheims á síðustu öld. Þar gerðist hún brautryðjandi í sínu byggðarlagi á einu sviði heilbrigðismála svo eftir var tekið og „varpaði Ijóma á íslenskt þjóðerni“. Fá tækifœri á Fróni Eitt af því sem einkenndi þjóðlífið hér á landi á ofanverðri 20. öld voru hinir miklu mannflutningar úr landi til Vesturheims. Árlega fóru stórir hópar fólks héðan til fyrirheitna landsins í vestri og fæstir áttu þess kost að líta föður- land sitt aftur. Fyrri hluta sumars árið 1886 fór útflytjendaskip frá Stykkishólmi með stóran hóp vest- urfara innanborðs þar á meðal hjónin Halldóru Guðmundsdóttur og Siggeir Ólafsson ásamt sonum sínum tveimur, Finnboga sjö ára og Ólafi þriggja ára. Ekkert þeirra átti afturkvæmt til íslands. Hall- dóra og Siggeir voru á besta aldri er þetta var en höfðu orðið fyrir þeim raunum að missa sex af átta börnum sínum, efnahagur þeirra var bágur og heilsa Siggeirs ekki góð. Fór þeim sem fleirum að þykja tækifærin fá á Fróni og vildu freista gæfunnar í nýja heiminum. Hneigðist að hjúkrunar- og lœkningastörfum Af ætt og uppruna Halldóru er það að segja að hún fæddist 5. ágúst 1854 að Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Önnu Sigurðardóttur og Guð- mundar Stefánssonar sem þar bjuggu. Halldóra var þriðja í aldursröð átta systkina, en af þeim létust fjögur í bernsku. Móðir þeirra féll frá þegar Halldóra var aðeins átta ára gömul og skömmu síðar fluttist faðir hennar að Ferj- ukoti í Borgarhreppi. Eftir lát móðurinnar fóru systkinin Halldóra og Sveinn til uppfósturs hjá Porbjörgu Stefánsdóttur föð- ursystur þeirra og manns hennar Guðmundar Sigurðssonar, sem var móðurbróðir þeirra. Halldóra ólst upp við mikið ástríki fóstru sinnar á Elliða, sem var vel að sér til munns og handa og lét fóstur- dótturina njóta góðs af því. Lærði Halldóra öll venjuleg störf eins og þau tíðkuðust á góðu íslensku sveitaheimili á þessum tíma og einnig ýmsar kvenlegar listir sem kallaðar voru. Halldóra var bók- hneigð, hugur hennar hneigðist að hjúkrunar- og læknisstörfum og hún kynnti sér allt sem tök voru á um þau efni. Ekki var um auðugan garð að gresja um bókakost varð- andi þær greinar en vitað er að Halldóra á Elliða hafði undir höndum „Yfirsetukvennafræði“, handbók ljósmæðra á þeim tíma, las þá bók vandlega og varð vel að HJÚKRUN 3 -4/^5-61. árgangur 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.