Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 41
Hin fagra moska, „Dome of the Rock" helgistaður múhameðstrúarmanna á Moriafjalli, þar sem musteri Salomons stóð á sínum tíma.
Fremst á myndinni er Grátmúrinn, helgasti staður gyðinga. Svœðið fyrir framan grátmúrinn, sem gyðingar kalla nú Vesturvegginn, var
áður íbúðahverfi araba, en var hreinsað eftir 6 daga stríðið 1967. Hœgra megin við Moriafjall, nokkru utar er Via Dolorosa, gata
krossins. Ljósm. Sigríður Gísladóttir.
á hversu miklu fé er varið til heil-
brigðismála. í velferðarþjóðfé-
lögum er kostnaður ríkisins hlut-
fallslega hærri miðað við hvern
einstakling en hjá þeim þjóðum
sem búa við efnahagslega erfið-
leika. Heilsuhagfræði er tiltölu-
lega ung sérgrein, sem leggur
áherslu á aukið aðhald, hag-
kvæmni og arðsemi í rekstri heil-
brigðiskerfisins. Eingöngu er hægt
að meta áhrif kostnaðar með rann-
sóknum og þannig er hægt að fá
nauðsynlegar upplýsingar til að
vinna úr fyrir þá sem marka stefn-
una. Stjórnendur heilbrigðismála
um heim allan eru uggandi vegna
þess hve bilið milli aukinnar þarfar
fyrir heilsugæslu og aðstöðu og
fjármagns, sem til hennar fæst,
hefur aukist á undanförnum árum.
Þegar stjórnendur hjúkrunar fara
að nota rannsóknir og kenningar
sem stjórntæki, mun það móta
skoðanir samfélagsins og framboð
og eftirspurn í heilsugæslu, sem
síðan kemur til með að hafa áhrif
á efnahagslíf þjóða okkar og alls
heimsins.
Þinginu var slitið við hátíðlega
athöfn hinn 20. júní. Þar flutti
fráfarandi forseti lokaræðuna og
hinn nýkjörni forseti, Nelly Gar-
zon frá Columbíu, flutti stutt
ávarp og tilkynnti einkunnarorðið
fyrir næstu fjögur árin 1985-1989,
en það er: RÉTTLÆTI.
Pórunn Pálsdóttir
Þuríður Ingimundardóttir.
ísrael var hið fyrirheitna land
okkar 11 íslendinga sem fórum í
júní s.l. á þing alþjóðasamtaka
hjúkrunarfræðinga. Þetta land
sem á sér svo langa og merkilega
sögu heilsaði okkur með heitri
golu þegar við komum til Tel Aviv
- og verkfalli leigubílstjóra. Þetta
var e.t.v. táknrænt fyrir landið
með sitt sífellda sólskin og félags-
lega erfiðleika. ísrael er ungt ríki
þar sem stríð og átök hafa verið og
eru nánast daglegt brauð og setur
það víða svip á umhverfið. Það var
því margt framandi að sjá, her-
menn með vélbyssur, vopnaleit í
veskjum við samkomuhús og
stærri verslanir - og aðvaranir um
að fara varlega. En þrátt fyrir
þetta og e.t.v. vegna þess arna þá
fundum við til ákveðins öryggis,
þarna eru t.d. glæpir á götum
borga sjaldséðir enda eiturlyfja-
vandamál nær engin. Kvöld- og
næturrölt í notalegri veðurblíðu
var því óspart iðkað. Mannlífið er
mjög forvitnilegt og margbreyti-
legt. ísraelar eru samtíningur
fólks úr öllum heimsálfum og
afkomendur þeirra, það sem sam-
einar þá er trúin og hebreskan,
sem ásamt ensku eru aðaltungu-
málin. Það var ný reynsla að geta
ekki lesið og ekki einu sinni stafað
orð t.d. á vegvísum fyrir utan það
að sjá fólk skrifa hebreskuna
„aftur á bak“ þ.e. frá hægri til
vinstri nema e.t.v. í miðri setningu
þegar skrifa þurfti tölur þá fóru
þeir að skrifa í „rétta“ átt.
HJÚKRUN 3-_4/fo - 61. árgangur 35