Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 41
Hin fagra moska, „Dome of the Rock" helgistaður múhameðstrúarmanna á Moriafjalli, þar sem musteri Salomons stóð á sínum tíma. Fremst á myndinni er Grátmúrinn, helgasti staður gyðinga. Svœðið fyrir framan grátmúrinn, sem gyðingar kalla nú Vesturvegginn, var áður íbúðahverfi araba, en var hreinsað eftir 6 daga stríðið 1967. Hœgra megin við Moriafjall, nokkru utar er Via Dolorosa, gata krossins. Ljósm. Sigríður Gísladóttir. á hversu miklu fé er varið til heil- brigðismála. í velferðarþjóðfé- lögum er kostnaður ríkisins hlut- fallslega hærri miðað við hvern einstakling en hjá þeim þjóðum sem búa við efnahagslega erfið- leika. Heilsuhagfræði er tiltölu- lega ung sérgrein, sem leggur áherslu á aukið aðhald, hag- kvæmni og arðsemi í rekstri heil- brigðiskerfisins. Eingöngu er hægt að meta áhrif kostnaðar með rann- sóknum og þannig er hægt að fá nauðsynlegar upplýsingar til að vinna úr fyrir þá sem marka stefn- una. Stjórnendur heilbrigðismála um heim allan eru uggandi vegna þess hve bilið milli aukinnar þarfar fyrir heilsugæslu og aðstöðu og fjármagns, sem til hennar fæst, hefur aukist á undanförnum árum. Þegar stjórnendur hjúkrunar fara að nota rannsóknir og kenningar sem stjórntæki, mun það móta skoðanir samfélagsins og framboð og eftirspurn í heilsugæslu, sem síðan kemur til með að hafa áhrif á efnahagslíf þjóða okkar og alls heimsins. Þinginu var slitið við hátíðlega athöfn hinn 20. júní. Þar flutti fráfarandi forseti lokaræðuna og hinn nýkjörni forseti, Nelly Gar- zon frá Columbíu, flutti stutt ávarp og tilkynnti einkunnarorðið fyrir næstu fjögur árin 1985-1989, en það er: RÉTTLÆTI. Pórunn Pálsdóttir Þuríður Ingimundardóttir. ísrael var hið fyrirheitna land okkar 11 íslendinga sem fórum í júní s.l. á þing alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga. Þetta land sem á sér svo langa og merkilega sögu heilsaði okkur með heitri golu þegar við komum til Tel Aviv - og verkfalli leigubílstjóra. Þetta var e.t.v. táknrænt fyrir landið með sitt sífellda sólskin og félags- lega erfiðleika. ísrael er ungt ríki þar sem stríð og átök hafa verið og eru nánast daglegt brauð og setur það víða svip á umhverfið. Það var því margt framandi að sjá, her- menn með vélbyssur, vopnaleit í veskjum við samkomuhús og stærri verslanir - og aðvaranir um að fara varlega. En þrátt fyrir þetta og e.t.v. vegna þess arna þá fundum við til ákveðins öryggis, þarna eru t.d. glæpir á götum borga sjaldséðir enda eiturlyfja- vandamál nær engin. Kvöld- og næturrölt í notalegri veðurblíðu var því óspart iðkað. Mannlífið er mjög forvitnilegt og margbreyti- legt. ísraelar eru samtíningur fólks úr öllum heimsálfum og afkomendur þeirra, það sem sam- einar þá er trúin og hebreskan, sem ásamt ensku eru aðaltungu- málin. Það var ný reynsla að geta ekki lesið og ekki einu sinni stafað orð t.d. á vegvísum fyrir utan það að sjá fólk skrifa hebreskuna „aftur á bak“ þ.e. frá hægri til vinstri nema e.t.v. í miðri setningu þegar skrifa þurfti tölur þá fóru þeir að skrifa í „rétta“ átt. HJÚKRUN 3-_4/fo - 61. árgangur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.