Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 17

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 17
Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur Fyrir-tíða spenna (Pre-menstrual syndrome) Hvað er fyrir-tíða spenna Flestar konur hafa blæðingar mán- aðarlega frá um 13/14 ára til 45/55 ára, eða þar um bil. „í nútíma fjölskyldum með tvö börn, getur eðlileg kona átt von á a.m.k. 300tíðablæðingum áðuren breytingaskeiðið gengur yfir.a2, bls- 16 „Margar konur hafa lítil eða engin óþægindi samfara tíðablæðingum og viðurkenna þær sem hluta af kvenleika sínum, en aðrar fá lík- amleg og andleg óþægindi nægi- lega mikil til að trufla líf þeirra og skapa mikla streitu.“3 bls-101 Fyrirtíðaspenna er hugtak, „—notað til að ná yfir öll einkenni og kvartanir sem koma reglulega, fyrir eða á meðan á tíðablæðing- um stendur en eru ekki til staðar á öðrum tíma tíðahringsins.“2,bls-26 Orsakir Nauðsynlegt er að útskýra tíða hringinn lítillega, til að gera sér grein fyrir mikilvægi samspils hormona tíðahringsins og að þeir séu til staðar í blóðinu í nægilegu magni. Tíðahringurinn er mjög flókið fyrirbæri, stjórnað af hormonum, F.S.H. (Follicle-stimulating hormon) og L.H. (Luteinizing hormon), frá undirstúku (hypo- thalamus) í heila. Pessi hormon (aðallega F.S.H.) örva myndun eggbús (Follicle og þar með Á síðustu árum hefur um- rœða um fyrir-tíða spennu (Pre-menstrual synd- rome) aukist mikið erl- endis og margt verið skrif- að um satna efni. Fyrir- tíða spenna hefur ekki ein- ungis áhrif á konuna sjálfa, heldur einnig fjöl- skyldu hennar og þjóðfé- lagið í heild. En samt hef- ur málið ekki verið nœgi- lega vel kynnt og konurfá oft ekki þá aðstoð sem hœgt er að veita, því, „—eins ogflest vandamál kvenna, hefur þessu verið vísaðfrá og vanrækt. hls'47 Hér verður notast við orð- ið fyrir-tíða spenna, þó það sé ekki orð sem tekur alveg yfir hugtakið Pre- menstrual syndrome. þroska eggs) sem framleiðir horm- onið ostrogen. Magn ostrogens í blóði eykst um leið og eggbúið stækkar og þessi aukning orsakar aukna losun á L.H. hormoni. Snögg aukning á L.H. í blóði (24. klst. fyrir egglos) orsakar að egg- búið springur og egglos verður. L.H. lækkar jafnsnögglega aftur. Eftir egglos breytist eggbúið í gulbú (corpus luteum) og þá hefst losun progesterons út í blóðið. Magn þess eykst þar til gulbúið fer að rýrna og fellur um leið og gul- búið hefur lokið starfsemi sinni. Ostrogen magnið í blóði er nokk- uð hátt á sama tíma og fellur um leið og progesteronið. Meðan magn þessara tveggja hormona helst hátt í blóði, verður engin los- un á L.H. og F.S.H. en um leið og það fellur koma tíðablæðingar og hömlun á losun L.H. og F.S.H. lýkur, þar með hefst hringurinn að nýju.4,bls-491-502 Allir þættir í tíðahringnum eru jafn mikilvægir og hafa áhrif hver á annan, ýmist hamlandi eða örv- andi. Orsakir fyrir-tíða spennu eru ekki til fullnustu þekktar og margar HJÚKRUN 3 -4/<t5-61. árgangur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.