Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 32
Styrkþegi þarf að taka að sér öflun gagna og heimilda til undirbúnings fyrir þátttakendur og vera ráðgef- andi meðan á umræðum stendur. Styrkþegi þarf að hafa lokið undir- búningsvinnu fyrir 1. maí 1986. Styrkurinn er sérstaklega auglýst- ur í blaðinu. Næsti fulltrúafundur verður hald- inn í september 1986 á Vettre í Noregi. / lok fundarins leitaði blaðið álits nokkurra fulltrúa HFÍ, þeirra: Katrínar Pálsdóttur, Maríu Gísla- dóttur og Kristínar Pálsdóttur. Við íslensku fulltrúarnir hittumst í lok júlí, þá höfðum við fengið sent undirbúningsefni, sem í þetta sinn var útbúið af danskri konu, Ellu Abraham. Hún hafði safnað saman heilbrigðislögum land- anna, menntun hjúkrunarfræð- inga, þ.e. formenntun, grunn- menntun og framhaldsmenntun. í lokin gerði hún samanburð með löndunum og dró sínar ályktanir út frá þessum upplýsingum. Mjög fróðlegt var að lesa þetta efni, taka þátt í fundinum og skiptast á skoð- unum. Mjög skemmtilegt var að íslenski fyrirlesarinn, Vilborg Ingólfs- dóttir og Ingibjörg S. Guðmunds- dóttir, sem hafði innlegg í panel- umræður, stóðu sig frábærlega vel. Einnig var gaman að sjá hvað Norðmennirnir blómstra mikið núna. Einn þátttakandinn sagði, að áður fyrr hefðu það verið Sví- arnir sem bjuggu á dýrustu hótel- unum og töluðu mest, en Norð- mennirnir bjuggu á „pensionöt- um“ og komu í stígvélum og hlaupaskóm. Núna væri þetta gjörbreytt. Þeir eru greinilega ánægðir með það sem þeir eru að gera í menntun hjúkrunarfræð- inga. Undirbúningur fundarins gekk mjög vel, viljum við þakka Sig- þrúði, formanni og Pálínu, varaformanni það. Þaðerómetan- legt fyrir okkur sem aldrei höfum setið þessa fundi, að hafa þarna fulltrúa sem þekkja SSN svona vel. Skoðun okkar er sú að til þess að hafa fullt gagn af þessum fundum, megum við ekki skipta of oft um fulltrúa, hins vegar er það einnig nauðsynlegt að sem flestir geti kynnst þessu samstarfi af eigin raun. Við þurfum að finna rétta milliveginn þarna. Að lokum viljum við þakka fram- kvæmdanefnd SSN frábært starf. Framkvæmd hans var okkur til sóma. Opnunarhátíðin var mjög hátíðleg og kvöldverðurinn sem HFÍ bauð til í Eden í Hveragerði, mjög frumlegur og skemmtilegur. Eflirþingið varm.a. farið ískoðunarferð um Snœfellsnes oggist í Ólafsvík. Fulltrúunum varsýndnýog velbúin heilsugœslustöð sem var um það bil tilbúin til notkunar. Rómuðu hjúkrunarfrœðingarnir mjög þá aðstöðu sem þar verður. í miðjum hópnum er starfslið heilsugœslustöðvarinnar: Inga Kristinsdóttirsjúkraliði, Kristófer Þorleifsson lœknir og Hjördís Birgisdóttir hjúkrunarfrœðingur. 30 HJÚKRUN 3--4/fo-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.