Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 20
Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur Fósturlát Margar orsakir eru fyrir því að ég skrifa um fósturlát. Mér hefur alltaf fundist lítill skilningur á afleiðingum þeirra. Aðalkveikjunni varð égþófyrir erég, fyrir skömmu, lenti í hlutverki sjúklingsins. Fannst mér ég þá verða lítið vör við stuðning og frœðslu tilþeirra kvenna sem annaðhvort voru nýbúnar að missafóstur eða voru með yfirvof- andi fósturlát. Síðan kom það á daginn að ég hafði réttfyrir mér í þeim efnum. Rifjuðust þá uppfyrir mér mín fósturlát, með allri þeirri vanlíðan og sorg sem þeim fylgdu. En sú aðstoð sem égfékk var aðallega íformi róandi lyfja. Er ég fór síðan í fagbókasafn Kvennadeildar Landspítalans, til að kanna heimildir, var mér tjáð að enginn hefði sýntþessu efni áhuga, né spurt um bœkurþví viðkomandi. Aðöllu þessu samanlögðu fannst mér tímabært að afla þessara heimilda. Skilgreining Þegar talað er um fósturlát er átt við sjálfkrafa fósturlát, fóstureyð- ingu og sjúklegt fósturlát s.s. vegna utanlegsfósturs. í grein þessari verður eingöngu fjallað um sjálfkrafa fósturlát. Fósturlát er þegar þungun rofnar og fæðing verður áður en fóstrið verður lífvænlegt.2,5 Hugmyndir um hvenær fóstrið er talið lífvænlegt hafa breyst undan- farin ár. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með þeirri skil- greiningu að fóstur teljist lífvæn- legt ef það vegur 500 gr. eða meira, eða meðgöngulengdin nær 20 vikum.“6,blsI Á íslandi telst það fósturlát ef fóstrið fæðist andvana og vegur 1000 gr. eða minna. Það sam- svarar 28 vikna meðgöngu. Orsakir Margar ástæður eru fyrir fóstur- látum, en ekki eru allar kunnar. Miklir litningagallar í egginu eða sæðisfrumunni orsaka ca. 25% fósturláta. „Fyrir þær konur sem þetta bitnar á er meirihluti slíkra fósturláta lán í óláni. Ef náttúran hefði ekki gætt konuna innbyggðum útbúnaði til að skola burt gölluðu fóstri myndu miklu fleiri börn fæðast með áskapaða fæðingagalla.“5,bls 293 75-80% fósturláta sem verða fyrir 8 vikna meðgöngu eru af þessum orsökum. Aðrar ástæður eru t.d. vegna þess að heilbrigt egg getur ekki hreiðrað um sig, ónóg horm- óna- eða næringarstreymi til fóst- ursins, eða végna sjúkdóma hjá móðurinni. Tíðni síendurtekinna fósturláta er 2-4/1000 þungunum. Á fyrstu 14 vikunum er orsök þeirra ókunn í 60-65% tilfella. Á seinni hluta meðgöngu (frá 14.-28. viku) má rekja þau til sjúkdóma í legi og/ eða leghálsbilunar. Tíðni Um það vil 10-15% af þungunum lýkur með fósturláti. Talið er að hin raunverulega tíðni fósturláta sé mun meiri, eða um 25-30%. Þá eru meðtalin þau tilfelli þung- unar sem lýkur áður en þungunar- einkenni koma fram. Tíðni fóstur- láta eykst með hækkuðum aldri konunnar. 15-24 ára er tíðnin 4% en 40-44 ára 33%2 80% fósturláta verða fyrir 14 vikna meðgöngu en 20% á 14.-28. viku. Áhrif fósturláts Konan Hjá flestum konum er fósturlát erfið upplifun. „Jafnvel eitt fósturlát getur skilið eftir tilfinningaleg ör, sem varað geta allt lífið.“1,bls 18 Fyrir sumar konur getur fósturlát verið léttir. T.d. ef konan er mjög ung eða á mörg börn fyrir. Þessar konur finna oft fyrir sektarkennd því þær óskuðu ekki eftir þungun og hugleiða e.t.v. hvort þær hafi átt einhvern þátt í fósturlátinu. Áður en getnaðarvarnir og frj álsar fóstureyðingar urðu algengar, létti margri konunni er hún missti fóstur. Þær eignuðust samt fleiri börn en þær ætluðu sér. í dag er líf flestra kvenna skipulagt. Skóla- ganga, atvinna sem og barneignir. 18 HJÚKRUN J--4/fc-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.