Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 49
Formaðitr HFÍ, Sigþrúður Ingimundardóttir kynnir fána félagsins.
Sl. ár var unnið að gerð félagsfána. Var hann settur upp í fyrsta skipti á fulltrúafundinum 1985. Sigríður Ingvarsdóttir hannaði og vann
fánann sem vakti almenna áiiœgju félagsmanna.
eyjadeild til spetember 1984, en þá
tók við Ragnheiður Alfonsdóttir,
Emilía Guðjónsdóttir,- Suðurnesja-
deild. Varagjaldkeri í framkvæmda-
stjórn er Oddný Ragnarsdóttir.
Varaformenn svæðisdeilda eru vara-
menn viðkomandi formanns í félags-
stjórn.
Frá fulltrúafundi 1984 hafa verið
haldnir 4 fundir í félagsstjórn og 17
fundir í framkvæmdastjórn. í verk-
falli BSRB frá 4. október til 30.
október 1984 hélt framkvæmda-
stjórn, kjaramálanefnd og verkfalls-
nefnd 4 fundi.
Yerkfall BSRB og
tengd málefni
Þegar aðalkjarasamningur við ríkið
var undirritaður s.l. haust höfðu flest
félög innan BSRB verið í fjögurra
vikna verkfalli. Hjúkrunarfélag
íslands lagði fram í upphafi verk-
fallsáætlun þar sem lagt var til að
starfsemi stoðdeilda yrði skert en
ekki legudeilda. Bráðaþjónustu yrði
allri sinnt, og starfsemi heilsugæslu-
stöðva út um land yrði óskert. Kjara-
deilunefnd hafnaði verkfallsáætlun
HFÍ og úrskurðaði alla þá hjúkrun-
arfræðinga til starfa sem beiðnir bár-
ust um, en 46 hjúkrunarfræðingar
voru úrskurðaðir í verkfall. Þátttaka
HFÍ í verkfalli BSRB hlaut því að
miðast við þær aðstæður að flestir
félagar væru vinnandi og vinnuálag
mikið, því verulega var dregið úr
aukavöktum.
Upplýsingavakt var sett upp að
Grettisgötu 89 og fengum við
aðstöðu hjá Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar. Verkfallsnefnd
var skipuð úr röðum framkvæmda-
stjórnar, kjaramálanefndar og trún-
aðarmanna. Jón Karlsson fyrrv.
form. Reykj avíkurdeildar stóð þar í
forsvari. Gekk vel að manna upplýs-
ingavaktina, auk þess sem margir
hjúkrunarfræðingar stóðu verkfall-
svaktir.
Verkfallsfréttir HFÍ voru gefnar út.
Fulltrúar í verkfallsstjórn BSRB
voru: Formaður Þórdís Sigurðar-
dóttir, Kristín Pálsdóttir og Áslaug
Björnsdóttir. Útifundur á vegum
heilbrigðisstétta innan BSRB var
fjölmennur, og flutti formaður HFÍ
þar ræðu.
Einstök samstaða náðist meðal
hjúkrunarfræðinga, er lögðu fram
vinnu í verkfallinu og kann ég þeim
bestu þakkir fyrir. Ákveðið var að
innheimta eitt þúsund krónur af
hverjum starfandi hjúkrunarfræð-
ingi í verkfallssjóð, var það gert sam-
kvæmt samþykkt fulltrúafundar frá
árinu 1978 um verkfallssjóð HFÍ svo-
hljóðandi:
„Fulltrúafundurinn samþykkir að
veita stjórn HFÍ heimild til að inn-
heimta gjöld í sjóðinn ef nauðsyn
krefur, en telur ekki nauðsyn á að
halda uppi föstum greiðslum í
sjóðinn."
Launagreiðendur sáu um innheimtu
nema Reykjavíkurborg er taldi að
innheimtan stangaðist á við reglur
borgarinnar um innheimtu.
Trúnaðarmenn HFÍ hjá Reykja-
víkurborg sáu um það. Misjafnlega
mæltist fyrir hjá hjúkrunar-
fræðingum að þessi innheimta œtti sér
stað og full ástœða til að ræða þau
HJÚKRUN -’-Vfc-61. árgangur 43