Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 5
Frá vinstri: Sigríður Skúladóttir, Asa St. Atladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir og Rannveig Sigur- björnsdóttir. Núverandi ritstjórn ásamt Sigríði, skrifstofumanni HFÍ. auglýsa. Það er ekki fyrr en eftir 1935 að auglýsingar fara að birtast að einhverju ráði í blaðinu. Einn af brautryðjendunum, Sig- ríður Eiríksdóttir, er enn á lífi. Var blaðið vélritað og sett upp heima hjá henni árum saman. Þá var borðstofuborðið „kontorinn" þar sem allt flaut af blöðum og bókum, þar til bunkað var upp á kvöldin. Þetta þótti heldur óað- laðandi og óvenjulegt. í tilefni af 50 ára afmæli blaðsins árið 1975, spurðum við Sigríði hvað helst hefði verið skrifað um, fyrstu árin. Hún sagði þá m.a.: „Um launakjör var mikið rætt og ritað, enda laun okkar mjög léleg auk þess sem ætlast var til að hjúkrunarkonan væri alltaf reiðu- búin til vinnu, hvenær og hvar sem var. Ef við sáumst á götu „privat- klæddar“ mátti oft heyra: „Nei sko, hjúkrunarkonan á frí í dag.“ Um lífeyrissjóð var talsvert mikið ritað, en honum hafði þá þegar verið komið á, fyrir danskar hjúkr- unarkonur. Einnig þýddum við erindi úr erlendum tímaritum auk frétta af merkisatburðum á sviði hjúkrun- ar. Nokkrar greinar birtust frá hjúkr- unarkonum erlendis þar sem þær lýsa starfi sínu á hinum ýmsu stofnunum. Allar skýrslur Samvinnu hjúkrun- arkvenna á Norðurlöndum er að finna í blaðinu. Auglýsingar um lausar stöður og stöðuveitingar birtum við, en einnig var getið um utanferðir og heimkomur íslenskra hjúkrunarkvenna, en á þessum árum var ekki hægt að læra hjúkrun til fulls hér á landi. Með tilkomu Landspítalans og síðan Hjúkrunarskóla íslandsfær- ist námið hingað heim og tekur þá að fjölga hraðar í stéttinni. Ég get þess til gamans að þegar Hjúkrun- arskóli íslands tók inn nemendur, 10 stúlkur, annað eða þriðja árið sem hann starfaði, kallaði einn af þremur þáverandi prófessorum á Landspítalanum á mig og innti mig eftir því hvort við ætluðum strax að fara að skapa atvinnuleysi í stéttinni.“ Árið 1981 gaf Hjúkrunarfélag ís- lands út „Skrá yfir efni tímaritsins frá 1925-1979.“ Skrána vann Her- vör Hólmjárn, bókavörður. Er hér um að ræða merkt rit sem fáanlegt er á skrifstofu HFÍ. Ingibjörg Árnadóttir. HJÚKRUN 3-<A5-61. árgangur 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.