Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 9
Kleppsspítalinn unnu hjá. Hún fékk lægri laun en starfssystir hennar á Landspítal- anum. Þegar ég krafðist hærri launa fyrir hjúkrunarkonurnar, við yfirmann spítalanna, brást hann hinn versti við og taldi mig vera að bregðast skyldu minni við spítalann, með því að auka útgjöld hans. Hjúkrunarkonur ættu helst að vinna kauplaust. Það fór þó svo að launin hækkuðu til samræmis við laun á Landspítal- anum. Vinnuálagið var gífurlegt. Það þykir sennilega saga til næsta bæjar, það herrans ár 1985, að deildahjúkrunarkonurnar höfðu ekki aðra aðstoð á dagvaktinni en eina eða tvær starfsstúlkur. A órólegu karladeildinni var ein stúlka og 2 starfsmenn. Ein stúlka var á næturvakt á hverri deild, riema karlmaður á órólegu karla- deildinni. en hjúkrunarkona leit eftir öllum deildunum. Það bjargaði miklu að þá gat maður valið úr.öndvegisstúlkum. Þá var ekki margra kosta völ um atvinnu fyrir stúlkur. Á spítölun- um fengu þær ákveðinn vinnutíma og launin talin góð. Eftir stríðið varð erfiðara með fólkshald, þó laun hækkuðu. Eftir því sem árin liðu varð algengt að hjúkrunarkonur giftust, sumar fluttu í bæinn, en aðrar komu með fjölskyldu. En þá vantaði barna- heimili. 15. júní 1958 var tekið eitt herbergi í sambýlishúsinu nr. 2 fyrir það. 1959 og 1960 varparhús- inu nr. 1 breytt í barnaheimili. Ég vona að hann Svenni litli - fyrsta barnið sem kom þangað, - hafi ekki liðið fyrir hið lélega húsnæði, þótt foreldrarnir séu fyrir löngu flutt af „Skaftinu“, er móðirin aftur komin til vinnu á Kleppi. Árið 1942 var ráðin aðstoðaryfir- hjúkrunarkona að Kleppsspítal- anum, Halldóra Þorláksdóttir. Létti það mjög mikið á störfum mínum, en vinnudagurinn hafði oft verið langur. Þegar Halldóra hætti vegna aldurs, tók Sólveig G. Halidórsdóttir við. Ég hafði fyrir löngu ákveðið að segja upp stöðu minni þegar ég yrði sextug, svo önnur yngri gæti tekið við. Yfirgaf ég því Klepps- spítalann með þakklátum huga í árslok 1963, eftir ánægjulegt æfi- starf. Þegar Guðríður Jónsdóttir lét af störfum sem forstöðukona Klepps- spítalans fór hún á eftirlaun sam- kvæmt 95 ára reglunni. En hún settist ekki niður með hendur í skauti, heldur tókst á hendur nýtt verkefni. Hún festi kaup á húseigninni Reynimel 55 í Reykjavík. Þar vildi hún skapa stökkpall út í lífið fyrir geðsjúklinga að lokinni spítala- vist. Því miður fékk hún ekki sjúk- linga í afturbata eins og hún hafði vænst, nema í örfáum tilfellum, heldur „kroniska“ sjúklinga. I 7 Vi ár rak hún heimili fyrir 9 dvalargesti og hafði aðeins eina af konunum til hjálpar við húsverk- in. Fólkinu kom hún til vinnu úti í bæ, daglangt eða hluta úr degi. Greiddi það sjálft fyrir sig fæði, húsnæði og þjónustu. Þegar Guðríður hætti störfum á heimilinu við Reynimel, komin á áttræðisaldur, gaf hún Kleppsspít- alanum húseignina með öllu inn- búi og stóð sjálf uppi eignalítil. Tók hún lán og festi kaup á lítilli íbúð við Ljósheima í Reykjavík og hefur búið sér þar vistlegt heimili, með útsýn til fjalla og sjávar, enda á 6. hæð. Það er bjart yfir heimili hennar, smekklegir litir og falleg húsgögn. Það er runnið mikið vatn til sjávar síðan Guðríður hóf hjúkrunar- nám fyrir 60 árum, og ótrúlegar breytingar á öllu fyrirkomulagi námsins. - Guðríður Jónsdóttir tengirþessa tvo heima. hvaða ráð vill hún gefa ungu fólki sem vill hefja nám í hjúkrun á níunda áratug aldarinn- ar? Ég vil ráða þeim til að hugsa vel ráð sitt, og spyrja sjálft sig hvort það muni hafa virkilegan áhuga á að hjálpa og hjúkra sjúkum. Að öðrum kosti er ekki hægt að vinna þetta starf sómasamlega. - Efþú værir ung og œttir að velja þérœfistarf yrði það hjúkrun? Ég veit ekki, en efast um það. Og þessi 82 ára unga kona bætir síðan við hlæjandi. „Ég gæti vel hugsað mér að verða garðyrkjumaður.“ Rannveig Sigurbjörnsdóttir HJÚKRUN ’ - 61. árgangur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.