Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 20
» FAGMÁL « þörfum framkvæmdu greinar- höfundur og hjúkrunarfræði- nemar við HI sem stunduðu nám í fæðingahjúkrun sameiginlega á meðan konumar dvöldu á sæng- urkvennadeildum. Tafla V sýnir hvemig konum var skipt í hópa eftir fræðslu- þörfum: U.þ.b. helmingur kvenna (N 85) reyndist ekki hafa þörf fyrir meiri fræðslu en þær höfðu fengið og aðstæður þeirra til að hafa barn á brjósti reyndust góðar. Þær fengu því enga viðbótarfræðslu. Hinar konurnar (N 82) reyndust hafa þörf fyrir aukna fræðslu, sem þeim var veitt af höfundi ásamt nemum í hjúkrunarfræði. Kon- unum var skipt í tvo hópa eftir fræðsluþörfum. Við úrvinnslu gagna var hópnum með auknar fræðsluþarfir aftur skipt (1. og 2.) eftir því hvort þær höfðu haft barn á brjósti >3 mánuði eða styttri tíma. í ljós kom að í hópi 1. voru fleiri konur með ófull- nægjandi þekkingu en nokkuð góðar aðstæður til að hafa bam á brjósti í samanburði við konur í 2. hóp. í 2. hóp voru konur sem skorti bæði þekkingu og/eða aðstæður þeirra voru erfiðar. Báðir hópar höfðu fengið reglu- bundin fræðslusímtöl skv. tillög- um um brjóstagjafafræðslu, sem er lýst nánar í brjóstagjafahand- bók fyrir heilbrigðiststéttir (Goldfarb & Tibbets 1980, bls. 152-154). Markmið fræðslunnar voru tvenns konar: I fyrsta lagi var konum hjálpað að læra meira um brjóstamjólk og -gjöf. í öðru lagi voru konur fræddar um hvernig þær gætu greint brjóstagjafavandamál og brugð- ist við þeim. Símafræðslan var veitt af greinarhöfundi. Samtölin voru skráð skv. hjúkrunarferli. Fjöldi símtala fór eftir þörfum hverrar konu. Konur í 1. hóf> fengu símafræðslu eingöngu. í 2. hóp voru konur einnig heim- sóttar af hjúkrunarfræðinemum sem höfðu metið fræðsluþarfir þeirra. Nemendur skráðu vitjanir sínar skv. hjúkrunarferli sem prófverkefni. Heimsóknir þeirra voru viðbót við reglulegar vitj- anir heilsuverndarhjúkrunar- fræðinga í heimahús og voru álitnar stuðningur fyrir konumar. Konur sem voru heimsóttar fengu engin símtöl. Ahrif aukinnar fræðslu voru metin með tilliti til ábótargjafar og tímalengdar brjóstagjafar og er sagt frá niðurstöðum hér: Hópur sem fékk enga fræðslu Það vekur athygli að allar mæður í hópnum sem fékk enga aukafræðslu gáfu bömum sínum ábót með brjóstamjólk, með einni undantekningu. Abótar- gjöfin dró ekki að neinu ráði úr tímalengd brjóstagjafar í þeim hópi, þar sem 89% barna voru >3 mánuði á brjósti, sem er 30% umfram meðaltímalengd árið 1983. Flestir þeir þættir, sem drógu úr líkum á brjóstagjöf >3mán. voru því rétt metnir í sængurlegu. 11% kvenna í þeim hópi, sem fékk enga fræðslu hættu brjóstagjöf fyrir 3. mánuð. Þær greindu frá eftirfarandi ófyrirsjáanlegum aðstæðum eftir útskrift: - vinna utan heimilis, próf- taka fyrir 3. mán., þungt heimili (N=5) - mikil magakveisa barns, greining á meðfæddum galla barns, ófullnægjandi þyngdar- auking bams (N=9) - ófullnægjandi mjólkurlosun mæðra (tengd jólahaldi) (N=4). Hópur 1 Símafræðslan virtist skila sér best til frumbyrja sem töldu sig ekki vita nóg um brjóstagjöfina. Eingöngu einni fjölbyrju af þremur með skemmri reynslu af brjóstagjöf en í þrjá mánuði tókst að víkja frá fyrri reynslu sinni og vera >3 mánuði. Helm- ingi kvennana tókst að örva mjólkurframleiðslu sína nægi- lega mikið til að komast hjá ábótargjöf fyrir 3. mánuð. Alyktað er að minni ábótargjöf fyrstu þrjá mánuði hafi aukið líkumar á viðhaldi brjóstagjafar >3 mánuði hjá konum, sem sko- rti aðallega stuðning frá sínum nánustu og þekkingu til að örva eigin mjólkurframleiðslu, en ekki hjá þeim sem höfðu nægi- lega þekkingu, eins og fram kom að framan. Fræðsla til kvenna í 1. hóp, sem skorti aðallega bók- lega/ fræðilega þekkingu og stuðning frá bamsföður, skilaði sér bæði til að draga úr ábótar- gjöf og til að viðhalda brjósta- gjöfinni >3 mánuði. í þeim hóp voru fleiri frumbyrjur, einstæðar mæður og konur, sem fengu tak- markaðan eða engan stuðning frá bamsföður en í 2. hóp. Því er ályktað að stuðningur frá hjúkrunarfræðingum geti að ein- hverju leyti komið í staðinn fyrir stuðning frá nákomnum varð- andi brjóstagjöf. Niðurstöðumar benda einnig til þess að frekar erfitt sé að breyta reynslu- þekkingu með aukinni fræðslu þótt það sé ekki algilt. Fyrsta rey nsla af brjóstagjöf- inni virðist v ara sá grundvöllur sem konur 1 >yggja á varðandi seinni börn. heilbrigðisste og aðstoð vi eingongu á\ barn, heldur seinna meir v Því er sá tírni, sem ttir verja í frœðslu ð frumbyrjur ekki inningur fyrir eitt margfaldast hann ið hvert barn. Hópur 2 í 2. hóp hættu allar við brjóstagjöfina fyrir 3. mánuð. Af 20 HJÚKRUN 1 "-/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.