Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 58

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 58
» FRETTIR « Hjúkrunarfræðingar ljúka meistaraprófi Sólfríður Guðmundsdóttir Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur lauk meistaragráðu í stjórnun og heilsuvernd frá háskólanum í Vancouver, British Columbia (U.B.C.) í Kanada á sl. ári. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1973. Eftir útskrift réðst hún til starfa við bækl- unarlækningadeild Landspítala. Síðan gegndi hún starfi héraðshjúkrunarfræðings á Kópaskeri og var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Borgar- spítala. Árið 1976 hóf hún sérskipulagt tveggja ára nám fyrir hjúkrunarfræðinga við Kennarháskóla íslands. Á sama tíma réði hún sig til starfa sem kennari í bamahjúkrun við Hjúkrunarskóla Islands þar sem hún starfaði óslitið til 1986 er skólinn var lagður niður. Vorið 1986 útskrifaðist hún úr Háskóla íslands með B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og hóf störf sem fræðslustjóri á Bamaspítala Hringsins, þar sem hún starfaði þar til hún fór út til framhaldsnáms haustið 1990. Hún segir að starf hennar með nemendum, for- eldrum og veikum börnum í fjórtán ár hafi verið hvatinn að því að hún fór út til framhaldsnáms, ákveðin í að leggja aðaláherslu á skipulagningu heilbrigðisfræðslu til foreldra og fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga frá ýmsum háskólum í Bandaríkjunum ákvað hún að sækja um í Vancouver í Kanada. Áhrifaþættir á staðarvalið voru margir þar sem þessi ferð var skipulögð sem þroskaverkefni fyrir sex manna fjöl- skyldu. Aðalþættimir voru húsnæðisaðstaða stúd- enta, þjóðfélagsandinn, lega borgarinnar (við sjó og fjöll), skipulag heilbrigðis- og menntakerfisins, sem allt reyndist hið ákjósanlegasta, enda segir hún að öllum í fjölskyldunni hafi liðið vel. Fyrir nám í U.B.C. þarf að ljúka TOEFL prófi (600 score) og fylkisprófi (RN) í hjúkrun. Fullt nám til meistaragráðu (46 eininga lágmark) tekur a.m.k. tvö ár og er lágmarksnámsárangur í hverri grein 70% til að ljúka meis- taragráðu. Námið er þannig uppbyggt að nemendur geta valið um þrjár mismunandi brautir, þ.e. hjúkrunarstjór- nun, kennslufræði eða klínísk sérfræðiréttindi í heilsuvemd, hjúkrun fullorðinna, barna eða fæðingahjúkrun. Skipulag námseininga (credit, unit) hafði verið í endur- skoðun undanfarin ár og kom sú breyting til framkvæmda á meðan á námsdvöl hennar stóð. Fyrsta árið taka nemendur kjarnanám (6 náms- greinar, 31 eining) sem er undanfari fyrir áður- nefndar brautir. í tengslum við val sérgreinar vinna nemendur ákveðin verkefni á vettvangi. Nemendur geta valið hvort þeir vilja ljúka námi sínu með lokaverkefni eða rannsókn. Þar sem hún vildi leggja sérstaka áherslu á stjórnun og skipulagningu heilbrigðisfræðslu og hvernig mætti byggja brú milli þjónustu sjúkra- stofnana og heilsugæslu var hún í vafa um hvort betra væri að taka heilsugæslu- eða stjórnunar- braut. Hún leitaði því ráða hjá námsráðgjafa til að afla frekari upplýsinga um innihald námskeiða og hvernig hún gæti skipulagt námstíma sinn sem best. Það er áríðandi að vanda val á röðun nám- skeiða þar sem ákveðinn undanfari er nauðsynlegur fyrir sumar námsgreinar. Með því að taka hámarks- einingafjölda á haust -, vor- og sumarönnum í tvö ár tókst henni að ljúka bæði heilsugæslu og stjóm- unamámi. Lokaverkefni hennar fólst í rannsókn á upplifun mæðra sem annast börn sín heima eftir að þau höfðu gengið í gegnum bráða aðgerð og sjúkrahús- legu. (Grein byggð á verkefninu er birt í blaðinu.) Magna F. Birnir Magna F. Bimir hjúkrunarfræðingur lauk meist- aragráðu frá háskólanum í Michigan á sl. ári. Ritstjórar komu að máli við hana. 58 HJÚKRUN 1 “2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.