Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 44
» FAGMÁL « árangur við að auka meðferðar- heldni, auka ánægju sjúklinga, minnka kvíða og auðvelda sjúkl- ingi að takast á við sjúkdóminn. Það þarf að hafa einfaldan upp- lýsingabækling sem hjúkrunar- fræðingur fer í gegnum með sjúklingi, eftir að sjúklingur hefur haft tækifæri til að lesa hann. Þá er hægt að fara yfir óvissuþætti og bæta við upplýs- ingum eftir þörfum hvers og eins. Hver frœðir? Sjúklingafræðsla er orðin nauðsynlegur þáttur innan heil- brigðiskerfisins og eitt af mikil- vægustu atriðum í heildrænni hjúkrun. Sameiginleg ábyrgð krefst þátttöku sjúklings í fræðsluferlinu og þarf hann því að vera sáttur við þann er fræðir. Sá sem veitir fræðsluna þarf að hafa kunnáttu og þjálfun til að fræða. Tengsl við sjúklinginn þ.e. sambandið milli hans og þess, sem veitir fræðsluna hefur einnig mikið að segja. Líki sjúklingi ekki við þann sem veitir fræðsluna er búið að fyrirgera náminu. Tónn raddar- innar, andlitstjáning, getur sagt sjúklingi meira en orðin sjálf (Thompson Fitzpatrick, 1984). Við þurfum að vera hreinskilin og bera virðingu fyrir sjúkl- ingnum. Nauðsynlegt er að skapist gagnkvæmt trúnaðar- traust milli sjúklings og fræðara (Stanton 1989). Það er einnig mikilvægt að það sé góð sam- vinna milli hjúkrunarfræðings og læknis um fræðslu til að hún beri árangur. Ýmsir fleiri aðilar geta þurft að koma inn í fræðsluna, en skipulagning hennar og efling námsins er á ábyrgð hjúkr- unarfræðinga (Boore, 1987). Hvenær er best að frœða? Áður voru sjúklingar lengur inni á sjúkrahúsunum fyrir aðgerð en nú tíðkast. Þegar legutími fyrir aðgerð hefur verið styttur eins og mögulegt er án þess að draga úr rannsóknar- undirbúningi, þá er minni tími eftir til að fræða sjúklinginn. Það er því enn mikilvægara að fræðslu sé markaður tími í undirbúningi. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að leita svara við hvenær veita skuli fræðsluna. Komið hefur fram að sjúkling- um þykir yfirleitt betra að fá upplýsingar heimsendar og ósk- uðu sérstaklega eftir því, einnig virtist það draga úr kvíða og er það því góður valkostur (Lars- son, 1988, Mikulaninec, 1987, Rothrock, 1989). Það má gera ráð fyrir því, að það spari tíma hjúkrunarfræðinga við innlögn, hafi sjúklingar fengið upplýsing- ar sendar heim. Það má jafnvel hugsa sér reit í bæklingi fyrir spumingar, sem sjúklingurinn er þá búinn að skrifa niður í róleg- heitum heima hjá sér. Einnig má gera ráð fyrir að aðstandendur hafi skoðað upplýsingamar með sjúklingnum. í heimsendar upp- lýsingar má t.d. setja atriði eins og mikilvægi heillar húðar, sérstaklega fyrir beinaaðgerðir. Það hefur alltof oft komið fyrir, að þurft hefur að hætta við aðgerð eftir að sjúklingur hefur verið lagður inn, vegna þess að húð hefur ekki verið heil og eru það mikil óþægindi og kostn- aður fyrir sjúklinginn jafnt og fyrir stofnunina. Hvar erfrœtt? Á sjúkrahúsum hérlendis er engin sérstök aðstaða ætluð til viðræðna við sjúklinga eða til fræðslu af hálfu hjúkrunarfræð- ings. Skoðunarherbergið er oftast nær upptekið. Hvar veit- um við þá fræðsluna? Inni á vaktstofu með símann hringj- andi og starfsfólkið gangandi inn og út eða inni á sjúkrastof- unni, þar sem aðrir sjúklingar hlusta á? Við þurfum að hafa ró og næði, sérherbergi, þar sem góð tengsl geta myndast og sjúklingur getur óþvingað opnað sig og spurt spuminga, sem hann gerði síður, ef aðrir hlusta á. Það hefur sýnt sig að hlýleg móttaka á skurðstofu vegur þungt hjá sjúkl- ingnum. 44 HJÚKRUN '-2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.