Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 50
Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Sjálfsönnun FrœÖslu- og mennta- nefnd HFI og frœðslu- nefnd Fhh stóðu fyrir fræðsludegi um sjálfs- umönnun í mars sl. Grein þessi er byggð á erindi sem Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfrœðingur flutti um notkun sjálfsumömiun- arlíkans Dorotheu Orem í heilsugœsluhjúkrun. Hugtakið „self-care“ hefur verið þýtt sjálfsumönnun eða sjálfsbjörg á íslensku. Þegar leitað var álits hjá Orðabók Háskólans um þessar þýðingar var mér tjáð að báðar þýðingar- nar væru jafnréttar og mætti því nota þær jöfnum höndum. Baldur Jónsson hjá íslenskri málstöð taldi að nota mætti nýyrðin sjálfsönn eða sjálfs- önnun í þeirri merkingu sem „Self-Care“-líkan Orems leggur til grundvallar. Þessi orð venjast vel og ég hef kosið að nota hér orðið sjálfsönnun. Ég nota þetta tækifæri og hvet hjúkrunar- fræðinga til að leitast við að nota íslensk fagorð eða finna nýyrði. „Orðasafn í hjúkrun" var gefið út 1987 og er framhald af því væntanlegt frá orðanefnd hjúkr- unarfræðinga og munu þessar þýðingar verða lagðar fyrir nefn- dina. Hver er Dorothea Elizabeth Orem? Höfundur sjálfsönnunar- líkansins er Dorothea Elizabeth Orem. Hún fæddist í Baltimore árið 1914 og lauk hjúkrunarprófi snemma á þriðja áratug aldar- innar. Hún lauk BS námi í kennslufræði 1939 og meistara- gráðu í kennslufræði 1945. Starfsferill hennar hefur ein- kennst af hjúkrunarkennslu, ráðgjöf og ritstörfum. Fyrsta ritverk Orem var gefið út 1956. Hún hefur verið afkastamikill höfundur um 39 ára skeið. Þekktasta verk hennar er „Nur- sing: Concepts of Practice“ en þar var hugmyndafræði sjálfs- önnunar fyrst kynnt árið 1971. Verkið hefur verið í sífelldri endurskoðun og var gefið út í fjórða sinn árið 1992. Til að byrja með var líkanið mest notað fyrir fullorðna skjólstæð- inga, en við endurútgáfu bókar- innarl980 bætti Dorothea við kafla um sérþarfir bama. A ár- legri ráðstefnu heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga í maí 1984 gerði höfundurinn grein fyrir nýtingu líkansins við heilsu- gæsluhjúkrun sem hefur verið gefið út. Þegar bókin var endur- útgefin 1985 hafði hún bætt við þætti um hjúkrun fjölskyldna og hópa. Fram að þessu hafði líkan- ið verið gagnrýnt fyrir að henta illa hjúkrun „heilbrigðra" skjól- stæðinga. Aðdragandi að notkun sjá Ifs önnunarlíkans Orem við heilsugœslu í Vancouver Umfangsmikil endurskoðun fór fram á markmiðum og stjórnun heilsugæslunnar í Vancouver árið 1986. í kjölfarið voru gerðar áætlanir um markvissari heilsugæslu með virkari þátttöku skjólstæðinga sem voru hvattir til aukinnar ábyrgðar og sjálfsönnunar. Auk þess var gert verulegt átak í að skipuleggja forvamir og ákveða leiðir til að mæta markmiðinu „heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Hjúkrunarstjórnin gerði ná- kvæma sjálfsskoðun og setti fram spurninguna „er hjúkrun fagstétt eða ekki?“ og í fram- haldi af því var spurt „hvemig geta hjúkrunarfræðingar útskýrt fyrir öðrum hvað það er sem hjúkrunarfræðingar gera sem aðrar stéttir gera ekki?“ Sýnt var fram á að hjúkrunarkenning- ar og líkön hjálpa hjúkrunar- fræðingum til að lýsa og skil- greina hvað þeir em að gera og hvers vegna. Líkan Orems er 50 HJÚKRUN 1 "2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.