Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Síða 50
Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Sjálfsönnun FrœÖslu- og mennta- nefnd HFI og frœðslu- nefnd Fhh stóðu fyrir fræðsludegi um sjálfs- umönnun í mars sl. Grein þessi er byggð á erindi sem Sólfríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfrœðingur flutti um notkun sjálfsumömiun- arlíkans Dorotheu Orem í heilsugœsluhjúkrun. Hugtakið „self-care“ hefur verið þýtt sjálfsumönnun eða sjálfsbjörg á íslensku. Þegar leitað var álits hjá Orðabók Háskólans um þessar þýðingar var mér tjáð að báðar þýðingar- nar væru jafnréttar og mætti því nota þær jöfnum höndum. Baldur Jónsson hjá íslenskri málstöð taldi að nota mætti nýyrðin sjálfsönn eða sjálfs- önnun í þeirri merkingu sem „Self-Care“-líkan Orems leggur til grundvallar. Þessi orð venjast vel og ég hef kosið að nota hér orðið sjálfsönnun. Ég nota þetta tækifæri og hvet hjúkrunar- fræðinga til að leitast við að nota íslensk fagorð eða finna nýyrði. „Orðasafn í hjúkrun" var gefið út 1987 og er framhald af því væntanlegt frá orðanefnd hjúkr- unarfræðinga og munu þessar þýðingar verða lagðar fyrir nefn- dina. Hver er Dorothea Elizabeth Orem? Höfundur sjálfsönnunar- líkansins er Dorothea Elizabeth Orem. Hún fæddist í Baltimore árið 1914 og lauk hjúkrunarprófi snemma á þriðja áratug aldar- innar. Hún lauk BS námi í kennslufræði 1939 og meistara- gráðu í kennslufræði 1945. Starfsferill hennar hefur ein- kennst af hjúkrunarkennslu, ráðgjöf og ritstörfum. Fyrsta ritverk Orem var gefið út 1956. Hún hefur verið afkastamikill höfundur um 39 ára skeið. Þekktasta verk hennar er „Nur- sing: Concepts of Practice“ en þar var hugmyndafræði sjálfs- önnunar fyrst kynnt árið 1971. Verkið hefur verið í sífelldri endurskoðun og var gefið út í fjórða sinn árið 1992. Til að byrja með var líkanið mest notað fyrir fullorðna skjólstæð- inga, en við endurútgáfu bókar- innarl980 bætti Dorothea við kafla um sérþarfir bama. A ár- legri ráðstefnu heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga í maí 1984 gerði höfundurinn grein fyrir nýtingu líkansins við heilsu- gæsluhjúkrun sem hefur verið gefið út. Þegar bókin var endur- útgefin 1985 hafði hún bætt við þætti um hjúkrun fjölskyldna og hópa. Fram að þessu hafði líkan- ið verið gagnrýnt fyrir að henta illa hjúkrun „heilbrigðra" skjól- stæðinga. Aðdragandi að notkun sjá Ifs önnunarlíkans Orem við heilsugœslu í Vancouver Umfangsmikil endurskoðun fór fram á markmiðum og stjórnun heilsugæslunnar í Vancouver árið 1986. í kjölfarið voru gerðar áætlanir um markvissari heilsugæslu með virkari þátttöku skjólstæðinga sem voru hvattir til aukinnar ábyrgðar og sjálfsönnunar. Auk þess var gert verulegt átak í að skipuleggja forvamir og ákveða leiðir til að mæta markmiðinu „heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Hjúkrunarstjórnin gerði ná- kvæma sjálfsskoðun og setti fram spurninguna „er hjúkrun fagstétt eða ekki?“ og í fram- haldi af því var spurt „hvemig geta hjúkrunarfræðingar útskýrt fyrir öðrum hvað það er sem hjúkrunarfræðingar gera sem aðrar stéttir gera ekki?“ Sýnt var fram á að hjúkrunarkenning- ar og líkön hjálpa hjúkrunar- fræðingum til að lýsa og skil- greina hvað þeir em að gera og hvers vegna. Líkan Orems er 50 HJÚKRUN 1 "2/93 - 69. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.