Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 45
» FAGMÁL « Hjúkrun á skurðstofu Hvað getum við gert á skurðstofum til að auka vellíðan sjúklinga? Aðalatriðið er að full- nægja grundvallarþörfum sjúkl- inga, þegar aðgerð er undirbúin. Hjúkrunarfræðingur á skurð- stofu þarf að afla upplýsinga um líkamlegt og andlegt ástand sjúklings svo hægt sé að haga hjúkrun eftir því, bæði fyrir, í og eftir aðgerð. Heimsóknir til sjúklinga Heimsóknir til sjúklinga á sjúkradeild fyrir aðgerð fela meðal annars í sér að gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri til að safna mikilsverðum upplýs- ingum, sem starfslið skurðstofu getur notfært sér. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingurinn veki traust sjúklings með framkomu sinni. Forðast ber að tala sem yfirboðari, en koma á tengslum með hlýlegri og öruggri fram- komu. Tilgangur þessara heim- sókna er meðal annars að kynna sjúklingi væntanlegt umhverfi, hvenær eigi að framkvæma aðgerðina, hve langan tíma hún taki og hve lengi hann verði á vöknun eða gjörgærslu, hvenær megi heimsækja hann og hvenær hann komi aftur á deildina. Þetta ætti að vera hægt að gera í gróf- um dráttum með fyrirvara. Enn- fremur skal gefa sjúklingi ýmsar aðrar upplýsingar, sem við eiga í hverju tilfelli. Allt þetta eykur öryggi, dregur úr kvíða og er jafnvel áhrifameira en forlyf (Atkinson & Kohn, 1986). Umhyggja Þegar sjúklingur yfirgefur sjúkradeildina er ábyrgð um- önnunar hans komin á herðar starfsfólks skurðstofu. Þessi tími er mjög kvíðvænlegur fyrir sjúkling. Þess vegna er mikil- vægt að staðið sé vel að móttöku hans. Hlýlegt bros getur skipt sköpum fyrir hann. Hjúkrunr- fræðingar eiga að gefa sjúklingi tilfinningalegan stuðning frá því þeir taka á móti honum og þar til hann er sofnaður. Velferð sjúklings er aðalatriði í meðferð á öllum skurðstofum. Skurð- og svæfingarhjúkrunar- fræðingar hafa tiltölulega stuttan tíma til að ná trausti sjúklings og veita honum öryggi. Hætturnar sem felast í aðgerðinni minnka ef sjúklingur er vongóður og treystir starfsfólkinu. Hjúkrunar- fræðingurinn er lykilpersónan í umönnun sjúklings og getur gert mikið til að draga úr ótta og kvíða og veita öryggi. Hjúkrunarfræðingur skurð- stofu þarf að hafa skipulagt fyrirfram alla framkomu sína við sjúkling. Hann þarf að nota öll tækifæri til að standa sem næst sjúklingi, fjarlægð gæti sjúkling- ur skoðað sem lítilsvirðingu. Hann ætti að horfa beint og hlý- lega á sjúkling og láta hann finna með fasi sínu og látbragði að ekkert skorti á fullkomið öryggi og starfsþekkingu. Hjúkr- unarfræðingur á að leitast við á allan hátt að láta sjúkling finna, að hann skilji og taki þátt í van- líðan hans, þörfum og óþægind- um. Forðast skal að særa blygð- unarkennd sjúklings með því að bera fleiri líkamshluta en þörf er á. Abreiða gegnir tvenns konar hlutverki, að vama blygðan og halda hita á líkamanum (Atkin- son & Kohn,1980). Bros hefur verið kallað alls- herjartungumál. Yfir maska geta augun sýnt bros og von. Það er hægt að lesa margt út úr and- litssvipnum. Andlitssvipur, augntengsl og líkamshreyfingar hafa annað hvort jákvæð eða neikvæð áhrif á sjúkling. Hlýja og hluttekning getur komið í ljós með viðkunnanlegri framkomu og augnsvip. Þegar sjúklingur er óttasleginn og á erfitt með að skilja, finnur hann fljótt, hvort honum er sýnd persónuleg umhyggja. Hlutverk hjúkrunar- fræðinga á skurðstofu er að tengja saman hæfni og um- hyggju. Ys og þys á skurðstofunni, lélegur undirbúningur og hávaði s.s. ósamkomulag hjá starfsfólki, glamur í áhöldum og tækjum, hávaði í sambandi við dauð- hreinsunarbúnað (autoclava) hefur slæm áhrif á sjúkling. Mikilvægt er að undirbúa komu sjúklings vel og forðast allan hávaða. Kvíði og kæruleysislyf draga úr hæfileika sjúklings til að skilja hlutina rétt. Sjúklingur getur tengt allt sem hann heyrir við sjálfan sig þó alls ekki sé verið að tala um hann. Skortur á ; skilningi getur eyðilagt traust sjúklings á starfsfólkinu. Hugs- unarlaus ummæli, sem hann heyrir, geta kallað fram óþægi- legar minningar og vakið ótta. Neikvæð reynsla getur valdið kvíða í svipuðum aðstæðum síðar í lífinu. Forðast ber að ræða neitt nálægt sjúklingi sem útilokar hann frá samræðunum. Samræður ættu því aðeins að tengjast því sem er verið að gera. Einnig ber að hafa hugfast að svæfing tryggir ekki, að sjúklingur viti ekki af sam- ræðum, þó hann virðist vera sofandi. Sjúklingur getur mis- skilið og brugðist óheppilega við, því heyrnin er það síðasta sem hann missir áður en hann verður meðvitundarlaus í svæf- ingu. Það er ekki vitað nákvæm- lega á hvaða augnabliki sjúkl- ingurinn getur ekki heyrt og skilið það sem sagt er. HJÚKRUN 1-2/93 - 69. árgangur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.