Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 63

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 63
» FRÉTTIR « Matthildur Valfells kr. 100.000.-. Hún er ásamt tveimur hjúkrunarfræðingum að rannsaka lyfja- notkun aldraðra í heimahúsum. Margrét Tómasdóttir kr. 70.000.-. Hún er að rannsaka réttmæti mælitækis sem er útbúið fyrir annað þjóðfélag en okkar. Þetta mælitæki hefur verið notað við rannsókn á áhrifum barneigna á fjölskyldulíf t.d. í Bandaríkjunum og á íslandi og verið er að taka í notkun á hinum Norðurlönd- unum. 10 manna hópur hjúkrunarfræðinga hlaut kr. 100.000 til að skrá íslenska hjúkrunarsögu, en hópnum var komið á fót að tilhlutan Maríu Péturs- dóttur. í stjórn sjóðsins eru hjúkrunarfræðingarnir María Finnsdóttir formaður, Anna Bima Jensdóttir og Stefanía V. Sigurjónsdóttir meðstjómendur. Öndum léttar - ritdómur Reykjalundur Endurhæfingarmiðstöð hefur gefið út lítið kver sem nefnist ÖNDUM LÉTTAR. Á titilblaði er innihald þess kynnt sem fræðsla um lungnasjúkdóma, orsakir þeirra, meðferð, orku- sparnað, úthaldsþjálfun, ferðalög og fleira. Höf- undar þessa litla kvers em ellefu aðilar úr flestum þeirra heilbrigðisstétta sem hafa annast endurhæf- ingu lungnasjúkra á Reykjalundi undanfarin ár. Langvinnir Iungnasjúkdómar eru all algengir meðal íslendinga. Þetta er sjúkdómaflokkur sem yfirleitt er erfitt að lækna, en getur tekist að halda í skefjum, a.m.k. tímabundið, með góðri endurhæf- ingu. Sjálfsumhyggja, stuðningur frá umhverfi og aðrar ytri aðstæður skipta miklu máli við læknis- meðferð. Af langvinnum lungnasjúkdómum hlýst mikið vinnutap, skert starfsorka og/eða varanleg örorka. Rannsóknir benda til að þessi stóri hópur lang- vinnt lungnasjúkra eigi það sammerkt að eiga erfitt með að tjá daglega vanlíðan sína, lendi oft í heilsu- farskreppu og beri sífellt með sér dulinn beig af varanlegum heilsufarsbresti. Kverið bætir úr brýnni fræðsluþörf þessa stóra hóps sjúklinga, aðstandenda þeirra, samstarfs- manna, vinnuveitenda og annarra sem hafa við þá samskipti. Kverið er lítið um sig og létt í hendi, auðlesið og innihaldsríkt. í því er fjöldi teikninga sem eykur innsýn og dýpkar skilning á efninu. Þessi stóri sjúklingahópur virðist stundum eins og hálf- gleymdur í heilbrigðiskerfinu, hann vantar umfjöll- un og fræðslutilboð sem gætu leyst margan vanda. Þess vegna ber að fagna langþráðu riti. Ég hvet alla þá sem á einhvem hátt tengjast einstaklingum með langvinna lungnasjúkdóma til þess að verða sér úti um kverið, lesa það og eiga síðan til stuðnings sér og sínum. Verðið er viðráðanlegt. Hægt er að panta ÖNDUM LÉTTAR á skrifstofu Reykjalundar hjá Sigrúnu Ólafsdóttur. Æskilegt væri að kverið fengist á öllum heilsugæslustöðvum til að auðvelda almenningi að nálgast það. Höfundar hafa vandað sig og eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Ég óska þeim öllum velfamaðar og þrautseigju við áframhaldandi störf að endurhæf- ingu. Jóna Valg. Höskuldsdóttir. E.S.- Mér hefur lengi þótt langt að segja eða skrifa langvinnir lungnasjúkdómar eða langvinnt (cronical) lungnasjúkir og fleira í þeim dúr. Getum við ekki notað forskeytið þrá- að einhverju leyti og sagt t.d. þrásjúkir í lungum, eða annað því svipað? -JVH. SíJíMI líjíAjí HJÚKRUN '-2/93 - 69. árgangur 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.