Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 34
Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Einstaklingshæfð hjúkrun Á hún erindi til okkar? ✓ A undanförnum árum hefur verið nokkur um- rœða um einstaklings- hœfða hjúkrun innan s Landspítalans. Eg hef fengið að taka þátt í þeirri umrœðu og undir- búið og starfað við ein- staklingshœfða hjúkrun á tveimur deildum spítal- ans. Mig langar í þessari grein að fjalla nokkuð um hvað einstaklings- hœfð hjúkrun er og reynslu mína við að koma á og vinna við ein- staklingshœfða hjúkrun á bœklunarlœkningadeild 13-G og undirbúninginn að einstaklingshœfðri hjúkrun á öldrunarlœkn- ingadeild 3. Einstaklingshæfð hjúkrun eða einstaklingsbundin hjúkrun er þýðing á enska heitinu primary nursing. Þessi hugtök eru ekki alveg ný innan hjúkrunarfræð- innar, en hafa náð ótrúlega lítilli fótfestu innan hjúkrunar hér. Upphaf einstaklingshæfðrar hjúkrunar er rakið til áranna eftir 1960 er Marie Manthey kom fram með kenningar þar um í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hugmyndafræði einstaklings- hæfðrar hjúkrunar breiðst út og þróast. Fyrsta raunverulega tilraunin til einstaklingshæfðrar hjúkrunar hér á landi var gerð um 1982 af Bryndísi Konráðsdóttur, þáver- andi deildarstjóra á deild 1B á Landakoti. Síðan hafa ýmsar deildir og stofnanir reynt að koma á og vinna samkvæmt hugmyndum einstaklingshæfðr- ar hjúkrunar, sem þó hefur enn ekki orðið til þess að festa þetta form hjúkrunar í sessi meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga almennt. Hvað er einstaklings- hœfð hjúkrun og á hún eitthvert erindi til okkar? Einstaklingshæfð hjúkrun byggir í stórum dráttum á því, að hjúkrun hvers sjúklings er á ábyrgð ákveðins hjúkrunarfræð- ings allt frá því að hann leggst inn á deildina og þar til hann fer af deildinni eða stofnuninni. Hjúkrunarfræðingur sjúkl- ingsins ber ábyrgð á hjúkrun hans allan sólarhringinn hvort sem hann er á vakt eða eigi, allt frá innlögn til brottfarar. Hjúkrunarfræðingurinn hefur vald og sjálfstæði varðandi hjúkrun sjúklingsins. Það þýðir að hjúkrunaráætlun þeirri og meðferð sem hjúkrunarfræð- ingurinn hefur lagt fyrir skal ekki breyta án samþykkis hans, nema ástand eða aðstæður sjúkl- ingsins breytist skyndilega. Sjálfstæði gefur tækifæri til frumkvæðis og frumleika og þess að vera skapandi í starfi. í einstaklingshæfðri hjúkrun er öll umönnun sjúklingsins í höndum þeirra sem skipuleggja og bera ábyrgð á hjúkrun hans og næst þannig samfella og heild. Öll tjáskipti eru bein milli þeirra sem koma að hjúkrun og velferð sjúklingsins, en aldrei í gegnum þriðja aðila, hvort sem um er að ræða samskipti við aðstandendur, lækni sjúklings eða annað starfsfólk. En hvernig má þetta takast? Góð samvinna og góður starfs- andi eru lykilatriði í allri hjúkrun ef árangur á að nást. Virðing og traust. Að virða vinnu og skoðanir hvers annars og mega treysta því að hjúkr- unarfyrirmælum sé framfylgt og að látið sé vita ef eitthvað má betur fara í hjúkruninni. Gagn- kvæmt traust milli starfsfólksins. Það sé öruggt að allir geri vel og virði hjúkrunaráætlunina. Hjúkrunarferlið er mikilvægt hjálpartæki og þarf því að vera vel unnið og aðgengilegt. Hjúkr- unarfræðingur sjúklings er ábyrgur fyrir því að þar komi fram þær upplýsingar sem máli 34 HJÚKRUN *'^/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.