Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 32
» FAGMÁL « oftast haft samband vegna barna á fyrstu fimm árum ævinnar. Þess var að vænta að elsti ald- urshópurinn, 46 ára og eldri, ætti stærri hluta símasamskiptanna en þau 26% sem reyndust vera, en það gæti verið að þessi ald- urshópur noti aðrir leiðir, þ.e.a.s. heimilislækni og heimahjúkrun. Þetta er ólíkt niðurstöðu rann- sóknarinnar frá Kanada en þar átti þessi aldurshópur 45% af öllum símhringingum. Algengasta tilefnið er „ann- að“ og „veikindi". Símhring- ingar vegna slysa eru færri árið 1991 en 1990 og möguleg skýr- ing á því er að árið 1991 þekkja bæjarbúar betur slysaþjónustu heilsugæslustöðvarinnar og mæta því beint á vaktina með minniháttar slys. Urlausnir hafa breyst á milli ára. „Koma hingað“ hefur aukist um 27%, og ein skýring á því mun vera sú að nú eru lyfja- endurnýjanir ekki lengur af- greiddar á skyndivaktinni í geg- num síma, en fólki er bent á að hringja í símatíma heimilislækn- is eða koma á vaktina. í ágúst 1990 var birt könnun á símaviðtölum hjúkrunarfræð- inga á nokkrum heilsugæslu- stöðvum í Ontario, Kanada (6). Samtals voru 120 símtöl á viku í Hafnarfirði en 142 í Ontario. Það kemur ekki fram í kön- nuninni frá Kanada hvaða íbúa- fjöldi býr þar að baki en í Hafn- arfirði eru það um það bil 16.000 íbúar. í Hafnarfirði voru símtölin flest 35 á dag en fæst 10, en í Ontario flest 28 og fæst 3. Þetta er þó ekki alveg sam- bærilegt, því að í rannsókninni frá Kanada eru taldar með símhringingar þær sem hjúkr- unarfræðingar sjálfir gerðu, það er að segja höfðu frumkvæði að. I rannsókninni frá Kanada (6) var mest hringt á mánudögum, eða 28% af öllum símtölum. Voru símtölin í Hafnarfirði einn- ig flest mánudaga, 25%, auk föstudaga, 22%. I báðum rannsóknunum eru fæst símtöl á miðvikudögum; Ontario 16% og Hafnarfirði 15%. Aldursdreifingin er mikil; í Hafnarfirði var haft samband vegna allt frá 5 daga gamals bams til 82 ára, en í Ontario frá viku gamals til 93 ára. Svipaðar tölur fást varðandi úrlausnir vandamála, en í kana- dísku rannsókninni kemur fram að hjúkrunarfræðingar leysa ein- ar sér úr 67% símtala sem er mjög svipað og í rannsókn okkar. Marklund og félagar gerðu rannsókn á símaviðtölum hjúkr- unarfræðinga á heilsugæslu- stöðvum í Vánersborg, Svíþjóð (7) . Þar voru samtals skráð 855 símtöl, á þrem vikum. Um er að ræða um 25 símtöl á 16.000 íbúa og því svipað og í okkar könn- un. Það virðist því vera sama þörf fyrir símaþjónustu hjúkr- unarfræðinga á þessum tveim svæðum innan Norðurlanda. I Svíþjóð eru símtölin líka flest á mánudögum: 29%, í Hafnarfirði 24%. í Svíþjóð dreifast hin símtölin, milli 15- 22% á dag, dreift á hina virku dagana sem er svipað og í þess- ari rannsókn. 44% af símtölunum í Váners- borg voru hringingar vegna veikinda, en 40% í íslensku rannsókninni. Mesti munurinn í þessum tveim rannsóknum er skipting símtala eftir kyni. I Vánersborg eru 56% símhringinga frá kon- um en í Hafnarfirði er hlutfall kvenna 77%. Eins og er eru símtöl hjúkr- unarfræðinga á skyndivaktinni að jafnaði ekki skráð á kerfis- bundinn hátt. Tel ég það óheppi- legt. Það getur komið sér vel seinna fyrir aðra meðferðaraðila að hafa upplýsingar um sam- skipti og meðferð. Annað sem mælir með því að hefja skrán- ingu er lagalega hliðin. Símtölin eru orðin stór hluti af bráðaþjónustunni. Fyrir nóv- embermánuð voru þau 30% af öllum samskiptum á skyndivakt (8) . Eru það enn frekari rök fyrir því að skrá þau og sýna þannig fram á þessa vinnu sem hér er unnin og tekur umtalsverðan tíma. A meðan þessi vinna er óskráð er erfitt að meta hluta hennar af vinnuálagi hjúkrunar. 32 HJÚKRUN 1 "2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.