Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 66

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 66
» FRÉTTIR « Phenylketonuria - PKU í daglegu tali - er líklega sá efnaskiptagalli sem mest er vitað um og mest hefur verið rannsakaður. I flestum löndum Evrópu fer fram kembileit (screening) hjá öllum nýburum fyrir PKU. Bretar standa mjög framarlega í rannsóknum, greiningu og meðferð á PKU. Einnig hafa þeir sýnt mikinn skilning á þörfum foreldra bama sem greinast með efnaskiptagalla. Truflun á efnaskiptum verður þegar gallað gen getur ekki gefið þær upplýsingar sem því er ætlað. Það leiðir til að efnahvata (enzým) vantar eða hann vinnur ekki rétt. Þetta leiðir annars vegar til mikill- ar hækkunar á efnum í blóðvökva sem brotna ekki eðlilega niður og hins vegar vöntunar á öðmm lífs- nauðsynlegum efnum vegna þess að efnahvarf hefur ekki átt sér stað. Meðfæddir efnaskiptagallar eru fjölmagir og stöðugt hafa verið að greinast ný afbrigði á undan- fömum árum. í dag em þekktir um 1300 alvarlegir efnaskiptagallar (metabolic genetic disorders) sem leiða til heilaskemmda og/eða lömunar og jafnvel dauða, ef ekkert er að gert. I sumum tilfellum er engin þekkt meðferð til ennþá, í öðrum tilfellum s.s. við phenylketonuriu ber ströng meðferð á próteinsnauðu fæði mjög góðan árangur. A þinginu greindu sérfræðingar í efnaskipta- sjúkdómum frá því nýjasta í rannsóknum, greiningu og meðferð á PKU. Einnig lýstu þau uppbyggingu heilsugæslunnar, hvernig hún er skipulögð í samvinnu við meðferðaraðila, þ.e. fyrr- nefnda sérfræðinga og svo foreldra barnanna. Þegar barn greinist þar með efnaskiptagalla er heilsugæsluhjúkrunarfræðingi (health visitor) í viðkomandi hverfi gert viðvart. Hann kemur síðan með foreldrum og bami í fyrsta viðtal á göngudeild og er stuðningsaðili við fjölskylduna upp frá því. Mjög aukinn áhugi er á PKU-rannsóknum þessi misserin. Nýir möguleikar í rannsóknartækni gefa áður óþekktar upplýsingar um áhrif hækkaðs phenylalanins í blóði, á heila og taugavef. MRI- scan af heila er gert árlega hjá PKU-einstaklingum 10 ára og eldri til að fylgjast með hvort breytingar verði á heilavef, en þær hafa sést hjá eldri einstakl- ingum. Einnig var ræddur möguleiki genaígræðslu til lækninga á PKU, en það er enn á rannsóknar- stigi. Sigurbjörg Olafsdóttir hjúkrunarfrœðingur og Ijósmóðir. Upplýsingar til greinahöfunda Tímaritið HJÚKRUN, tímarit Hjúkrunarfélags Islands, birtir greinar um hjúkrunarfrœði, rannsóknir eða efni sem á erindi til hjúkrunar- frœðinga á einn eða annan liátt, t.d. frœðsluefni og greinar um félags- og hagsmunamál hjúkrunarfrœðinga. Tímaritið er jafnframt vett- vangur skoðanaskipta. * Ritstjórn tímaritsins áskilur sér rétt til að taka grein til birtingar eða hafna henni og jafnframt leita umsagnar tveggja aðila sem ritnefnd velur til verksins hverju sinni. Umsögn þessara aðila fylgir ákvörðun um birtingu eða synjun. Ritstjórn áskilur sér rétt til að setja greinar upp og aðlaga að formi blaðsins. * Handrit: Höfundar eru vinsamlega beðnir að skila handritum vél- rituðum til ritstjórnar Hjúkrunar, Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík. Handritum skal skila á tölvudiskum ef mögulegt er, þau skulu vélrituð með tvöföldu línubili og góðri spássíu. Handrit eiga að vera á góðri íslensku. Leitast skal við að ís- lenska erlend orð og heiti. Ef um sjaldgœf orð eða nýyrði er að rœða skal rita enska þýðingu innan sviga fyrir aftan. Skammstafanir skulu útskýrðar í fyrsta skipti sem þœr koma fyrir í texta. Greinar skulu að jafnaði ekki vera lengri en 12-14 vélritaðar síður. Afyrstu síðu hand- rits skal vera: a) Titill greinar. Titill skal vera stuttur og lýsa vel inni- lialdi greinar. b) Nöfn greinarhöfunda og nýleg Ijósmynd. c) Starfs- heiti, vinnustaður og símanúmer greinarhöfundar. * Myndefni: Númera skal myndir, gröf, teikningar og Ijósmyndir með tölustöfum. Öllum myndum skulu fylgja textar sem eru skráðir á sérstakt blað og númeraðir eftir því sem við á. Forðast ber að endur- taka í texta upplýsingar sem koma fram í töflum. Töflur skal númera með tölustöfum og hver tafla skal prentuð á sérstakt blað. Koma skal fram hvar höfundur óskar að myndefni sé staðsett í texta. * Heimildalisti: Við gerð heimildalista skal fara eftir APA-stöðlum (Publication Manual of the American Psychological Association, 3rd ed., 1983). Bókin liggur frammi á skrifstofu HFl, víða á bókasöfnum ogfœst t.d. hjá Bóksölu stúdenta í Reykjavík. Heimildalista skal skila á sérstökum blöðum og skulu heimildir að jafnaði ekki verafleiri en 20. * Sé um rannsókn að ræða, skal koma fram útdráttur, tilgangur, nákvæm lýsing efnis, aðferðafrœði og niðurstöður. * Greinarhöfundar getafengið senda próförk til leiðréttingar af uppsett- um greinum ogfrágengnum til birtingar, sé þess óskað. Greinarhöfundar geta fengið sendar nánari leiðbeiningar, sé þess óskað. Ritstjórn HFÍ 66 HJÚKRUN 1 "2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.