Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 5
góðu störí'. Hanna hefur átt veg og vanda að uppbyggingu nýs trúnaðar- mannakerfis félagsins, átt stóran þátt í hve vel hefur tekist til með orlofs- sjóð, skipulagt heilsugæslu á HM á vegurn fólagsins og nú síðast starfsemi hjúkrunarfræðinga við almennings- hlaup í sumar. Þá hefur hún sinnt námsmati, annast bréfaskipti við hjúkrunarfræðinga, sem hafa viljað sækja landið heim, og erindi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga við hana hafa verið ótal tnörg. Sem betur fer ætlar Hanna ekki alveg að yfirgefa „skútuna“. Hún mun t.d. starfa áfram með orlofsnefnd félagsins og hafa umsjón með útgáfu upplýsinga- hókar og dagatals fyrir félagsmenn sem áætlað er að verði tilbúin fyrir næstu áramót. Aðrir starfsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru: Ásta Möller, formaður, 100% starf Anna Gunnarsdóttir, skrifstofu- maður, 50% starf Ingihjörg Gunnarsdóttir, bókari, 70% starf Soffía Sigurðardóttir, skrifstofu- maður, 100% starf Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, 100% starf Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri, 100% starf Skrifstofa félagsins að Suðurlandsbraut 22 er opin alla virka daga kl. 9 - 17. LeiSari Hjúkrunarfólk - læknalió - sjúkralióar Þegar greint erfrá björgunarstörfum, t.d. vegna náttúruhamfara, setn heilbrigðisstarfsfólk tekur þátt í er stundum óljóst hverjir eru að verki. Setningar eins og þessi eru nokkuð algengar: „Fjölmennt björgunarlið er á vettvangi ásamt hjúkrunarfólki.“ I stað „hjúkrunarfólks“ kemur stundum „lœknalið“ eða „sjúkraliðar“. Ekki er gott að lesa úr þessu orðum hvaða heilbrigðisstarfsmenn um ræðir. Það erfremur ólíklegt að það séu einungis hjúkrunarfrœðingar í hópi hjúkrunarfólksins eða lœknar í lœknaliðinu og hreint ekki víst að meðal sjúkra- liðanna séu sjúkraliðar íþeirri merkingu sem algengust er. Algengast er að heilbrigðisstarfsmenn sem taka þátt í björgunarstörfum séu lœknar, hjúkrunar- frœðingar og sérþjálfaðir sjúkraflutningamenn. Ekkert afframangreindum orðum lýsir alveg samsetningu þessa hóps. A ensku er orðið „para-meds“ notað yfirfólk sem ekki hefur fagmenntun á heilbrigðissviði en er sérþjálfað í að veita hjálp í viðlögum á vettvangi ýmissa hamfara líkt og sjúkraflutningamenn og hjálparsveitir liér á landi. „Medical aid“ er samheiti yfir þá slysa- og sjúkraaðstoð sem veitt er við slíkar aðstœður. Þar sem ekkert slíkt samheiti er til á íslensku eru notuð mismunandi orð til að lýsa sama fyrirbœrinu eins og aðframan greinir. Þegar verið er að lýsa sama atburðinum getur einn fjölmiðill því sagt að „hjúkrunarfólk“ sé á vettvangi, annar „lœknalið“ og sá þriðji „hópur sjúkraliða“. Það er alls ekki víst að allir átti sig á samsetningu slíkra hópa og því getur þetta valdið ruglingi. Hjúkrunarfrœðingar vilja t.d. að þeirra framlag fari ekki á milli mála. Þeir hafa brennt sig á því að ef annað hvort orðin „lœknalið“ eða „sjúkraliðar“ er notað heldur almenningur að hjúkrunarfrœðingar hafi hvergi komið nœrri. Sömuleiðis að þeir hafi setið einir að þar sem orðið „hjúkrunarfólk“ er notað. Ekki er ósennilegt að hinir faghóparnir hafi svipaða reynslu. I raun þarf því að finna gott íslenskt samheiti fyrir aðstoð heilbrigðisstarfs- fólks á vettvangi hamfara, sem leysir hin orðin af hólmi. Einu sinni var „sjúkra- lið“ gjarnan notað íþessu samhengi en nú er það tengt einum faghópi og því líklega úr leik. Þó að orð við hœji liggi kannski ekki í augum uppi sakar ekki að reyna að fmna það. Hér eru nokkrar hugmyndir til að byrja með: heilbrigðislið, heilsulið, viðlagalið, bráðahjálp, liamfarahjálp, sjúkralijálp. Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Þorgerður Ragnarsdóttir TIMARIT HJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 arg. 1995 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.