Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 43
Félagið veitti uinsögn til Alþingis um ýmis frumvörp sem varða heilbrigðismál s.s. um frumvarp til breytingar á lyfjalögum, lögum um sjúkraliða, beilbrigðisþjónustu (þ.á m. um héraðslækna og béraðshjúkrunarfræðinga) og um trúnaðarmenn sjúklinga og einnig þingsályktun um kennslu í iðjuþjálfun. Siðanefnd félagsins var falið að gefa umsagnir f.h. stjórnar um drög að reglum um aðgang heil- brigðisstétta að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna, um sáttmála um lífsiðfræði á vegum Evrópuráðsins, frumvarp til laga um tæknifrjóvgun og um skriflegt samþykki sjúk- lings. Félagið veitti einnig umsögn um frumvarp til laga um reynslusveitarfélög í samvinnu við BHMR og frum- varp til laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá vann félagið skýrslu að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um áhrif verkfalls sjúkraliða á starfsálag og starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga. Fulltrúar félagsins voru starfandi í ýmsum nefndum á vegum heilbrigðisráðuneytisins á starfsárinu: Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í starfshópi um málefni aldraðra. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri: Nefnd sem á að gera drög að reglum um meðferð landlæknis á tilkynningamálum vegna vanrækslu eða mistaka lækna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna, shr. 3. mgr. 18.gr. læknalaga. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga: Nefnd sem á að vinna að tillögum um fram- tíðarþróun íslenska heilbrigðiskerfisins og í nefnd til að yfirfara frumvarp til laga um sjúkraliða. Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri: Nefnd um réttindi sjúklinga. Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga: Nefnd um útflutning á heil- brigðisþj ónustu. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, á sæti f.h. hjúkrunarfræðinga í siðaráði landlæknis og tók hún sæti dr. Kristínar Björnsdóttur, dósents, í ágúst 1994. Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá land- læknisemhættinu er fulltrúi félagins í hjúkrunarráði. • Samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur átt gott sam- starf við heilbrigðisstéttir á starfstímahilinu. Sérstaklega hafa tengsl við heilbrigðishópa sem eiga aðild að Banda- lagi háskólamanna, styrkst. • Samstarf við hóskólamenn ó vettvangi BHM Á árinu 1994 voru félagsgjöld til BHM tæpar 5 milljónir króna. Fjölmargir félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga gegna trúnaðarstörfum hjá Bandalagi háskóla- manna (BHM) og er Lilja Stefánsdóttir, 2. varaformaður félagsins, ritari stjórnar BHM. í miðstjórn samtakanna eiga sæti Ásta Möller og Elínborg Stefánsdóttir sem aðal- fulltrúar en Hildur Einarsdóttir er varafulltrúi. Lilja Stefánsdóttir situr einnig miðstjórnarfundi sem stjórnar- maður í BHM og Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, hefur setið miðstjórnarfundi í vetur sem áheyrnarfulltrúi vegna starfa sinna fyrir félagið. Edda Jóna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, á sæti í starfsháttanefnd og Ásta Möller, formaður, og Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, eiga sæti í lífeyrisnefnd sam- takanna. Ásta Möller var formaður starfsháttanefndar sem starfandi var fyrir aðalfund BHMR vorið 1994, en nefndin hafði það hlutverk að gera tillögur um hreytta starfshætti samtakanna. Hún á nú sæti í stefnumótunar- nefnd handalagsins. Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, er fulltrúi samtakanna í nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins til að gera tillögur um notkun og framkvæmd starfsmats til að jafna launamun karla og kvenna. Samstarf við Bandalag háskólamanna hefur verið mjög gott og hefur félagið leitað til samtakanna og fengið aðstoð í ýmsum málum. Um 120 trúnaðarmenn félagsins sóttu námskeið á vegum samtakanna, en einnig stóðu samtökin fyrir ýmsum ráðstefnum sem félagsmenn sóttu, s.s um lífeyrissjóðsmál, samningamál og samningatækni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur leitað til laganefndar og lögfræðings samtakanna vegna ýmissa lagalegra álitamála sem félagsmenn hafa leitað með til félagsins. Alls hefur félagið sent 10 erindi til laganefndar BHM. BIJM hefur tekið að sér að reka 3 mál fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir dómsstólum, þ.á m. fyrir héraðsdómi um réttarstöðu konu í framlengdu barnsburðarleyfi, en það mál vannst. Fyrir félagsdómi voru rekin tvö mál, annars vegar mál vegna réttar til félagsaðildar og hins vegar vegna öryggishsta skv. 19. gr. laga urn kjarasaminga opinberra starfsmanna. Þá veitti BHM félaginu aðstoð í ýmsum málum bæði er varða gerð og frágang kjarasamninga, við gerð öryggis- Ráðstefnan Hjúkrun ‘94, Patricia Bentier í móttöku hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfrœðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.