Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 11
eða kannski til að fá uppörvun eða faðmlag, einhverja huggun, og náttúrlega líka til að hugga aðra — þetta varð hálfgerð stoppistöð. Að auki var töluvert um að hjálpar- og björgunarmenn kæmu til að fá áfallahjálp og umferð fréttamanna var mikil þó að aðgengi þeirra væri tak- markað.“ Frábært starfsfólk Hörður er stoltur og þakklátur starfsfólki sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar fyrir störf þess þessa erfiðu daga. „Allir lögðu sitt af mörkum eins og þeim var unnt,“ segir hann. „Vinnutími margra var frekar talinn í sólar- hringum en klukkustundum og ekkert verkefni var þeim óviðkomandi. Hér var allt á hvolfi í hálfan mánuð en enginn kvartaði undan álagi. Þvert á móti var frekar heðið um íleiri verkefni. Starfsfólkið var í einu orði sagt frábært. Svona ástand verður hins vegar ekki þolað á neinum spítala til lengdar. Utanaðkomandi hjálp er nauðsynleg. Það þarf aðstoð fólks með fagþekkingu við hæfi og afleysingafólk til að yfirkeyrt starfsfólk geti fengið hvíld.“ Hörður telur sig eftir á að hyggja ekki hafa staðið nógu vel að afleysingum eftir að mesta álagstímanum lauk. „ Starfsfólkið hér vildi fá að klára sitt verk, var ófúst að draga sig til baka og gerði sér vart grein fyrir hvenær nóg var komið,“ segir hann. „Það hefði ég átt að sjá og gera viðeigandi ráðstafanir. Ef til vill villti það mér sýn að allt gekk svo vel að ég leit á örþreytt starfsfólkið sem ofurmenni.“ Þá segir Hörður að það hafið verið mikilvægt að finna hvað það voru margir sem hugsuðu til þeirra meðan á erfiðleikunum stóð. „Það var gott að heyra frá öllum þarna syðra, frá Félagi íslensltra hjúkrunarfræðinga og fjölda annarra sem hringdu og spurðu hvernig okkur liði og hvort það væri eitthvað hægt að gera fyrir okkur. Það var ófært á landi, sjó og lofti og við fundum vissulega til einangrunar á tímahili. Það var því notalegt að fá )>ennan stuðning.“ Engir græningjar A FSÍ eru nokkrir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar við störf. Hörður segir að sér hafi lengi fundist hjúkrunar- nemar við Háskóla Islands vera aldir upp í þeirri trú að eftir 4 ára háskólnám þurfi að leiða þá lengi áður en óhætt sé að sleppa þeim lausum í sjálfstæðri vinnu. „Mín reynsla af nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum er, að við ýmsar krefjandi aðstæður, þar sem hefur þurft að taka mjög sjálfstæðar ákvarðanir, hafa þeir staðið sig með sóma,“ segir hann. „Eg hef ekki fundið að viðfangsefnin hafi verið þeim ofvaxin. Eg er mjög ánægður með þá nýútskrifuðu hjúkrunarfræðinga sem ég hef haft reynslu af hérna á FSI. Birna og Þóra, sem fóru til Súðavíkur, stóðu sig t.d. eins og hetjur. Sömu sögu má segja um reyndari kollega þeirra, Ingibjörgu Olafsdóttur, sem var nýorðin deildarstjóri á legudeild þegar slysið varð.“ Sjúkrahús á landsbygg&inni Hörður segir að forsenda fyrir rekstri bráðasjúkrahúss á landsbyggðinni sé þörfin fyrir slíka þjónustu allan ársins hring. FSÍ er langt frá sérfræðisjúkrahúsum og J)arf að búa við takmarkaða ófærð á stundum, sérstaklega á veturna. „Það þarf að vera hægt að reiða sig á þá þekk- ingu og aðbúnað sem er til staðar til að veita fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita,“ segir hann og heldur áfram: „Til þess þarf nauð- synleg fagþekking að vera á staðnum, því þó að sími sé þarfaþing þá er ekki alltaf hægt að lækna í gegnum hann. Eg legg áherslu á að uppbygging sjúkrahússins miðist við þessar þarfir. Ef hægt er að leggja bráðaþjónustu niður tímabundið á sjúkrahúsi, til sparnaðar eða annars og beina henni annað, er spurning hvort hún sé ekki óþörf restina af árinu. FSI hefur ekki farið varhluta af niðurskurði og sparnaði. Þó að þjónustan á undanförnum árum hafi vaxið hröðum skrefum þá hefur hún, hvað sértekjur varðar, náð hámarki miðað við núverandi mannafla. Arið 1995 er spítalanum ætlað að ná um 16% af rekstrarfram- lagi inn með sértekjum, eða tæpum 33 milljónum, þó sýnt sé að hámarki var náð árið 1993 með lækkun sértekna um 6 inilljónir króna. Þetta setur spítalann í mikinn vanda og er ekki útséð með hvernig það dæmi gengur upp. Að vísu gæti FSI þjónað stærra svæði, því fáir skjól- stæðingar koma sunnan Dýrafjarðar. Vesturbyggð gæti hæglega nýtt sér þjónustu okkar og ekki er ólíklegt að það breytist með batnandi samgöngum. FSI er byggt sem fjórðungssjúkrahús og getur fylhlega staðið undir því nafni,“ segir Hörður að lokum. Þ.R. Fjórbungssjúkrahúsib á ísafirbi Hjúkrunarfrædingar FSl óskar að ráða í 2 stöður hjúkrunarfrœðinga á legudeildir (bráðadeild og öldrunardeild) frá 1. september nk. og 2 til viðbótar frá 1. október. Um er að rœða fjölbreytt og spennandi störf við framúrskarandi vinnuaðstœður. Framundan er vinna við frekari uppbyggingu á hjúkrunarferli og að koma áfastri sjúklingaflokkun. Upplýsingar um störfm, launakjör, húsnœði og hugsanlega kynnisferðir til ísafjarðar veitir hjúkrunarforstjóri FSI í síma 456 4500 eða heimasíma 456 4228. TIMARIT HJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.