Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 38
21. ÞING ICN Fyrsta heinisþing Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga (ICN) eftir samein- ingu íslenskra hjúkrunarfræðinga í eitt félag verður haldið í Vancouver, Kanada 15. - 20. júní 1997. Yfirskrift þingsins er „Sharing the Health Challenge“. Á síðasta þingi, sem var haldið í Madrid á Spáni 1993, var aðeins einn íslenskur hjúkrunarfræðingur með erindi. Allir hjúkrunarfræðingar sem eru að fást við rannsóknir geta freistað þess að komast með erindi um rannsóknir sínar á þingið. Hér fara á eftir fyrstu upplýsingar uin tilhögun þingsins. Kynningar á nýjum rannsóknum Félagsmenn aðildarfélaga Alþjóða- sambands hjúkrunarfræðinga geta sent útdrætti úr nýjum rannsóknum til kynn- ingar í fyrirlestri eða með veggspjöldum. Gert er ráð fyrir 20 mínútum fyrir hvert efni og verður það að tengjast eftir- farandi efnisþáttum: 1. Stjórnun heilbrigðismála með breyttar kröfur til heilbrigðis- kerfisins að leiðarljósi. 2. Betri hjúkrunarmenntun og þjónusta 3. Lög og reglur 4. Siðfræði og mannréttindi á líðandi stund 5. Menntun á tímamótum 6. Hjúkrunarrannsóknir eftir árið 2000 7. Flokkun hjúkrunarviðfangsefna og upplýsingatækni í hjúkrun 8. Klínisk hjúkrun á 21. öldinni, alþjóðleg þátttaka 9. Fjölbreytt menning og hjúkrun 10. Geðheilsa og hjúkrun 11. Heilhrigði kvenna: Forgangsröðun og framkvæmd 12. Heilbrigðishvatning: F ramtíðaráætlun 13. Að minnka áhættuhegðun: Stefnumörkun og íhlutun 14. Heilsusamfélög 15. Umhyggja fyrir þeim sem veita umönnun: Framtíðarsýn 16. Breytingar á framvindu starfsferils 17. Félög hjúlcrunarfræðinga að verki 18. Frumkvæði sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga Allir útdrættir verða metnir nafn- laust af þremur ritrýnum út frá skýr- leika, alþjóðlegu gildi þeirra, aðaláhersl- um þingsins, vísindalegu gildi og þekking- arlegu mikilvægi fyrir hjúkrun og/eða heilbrigði. Oskum um málfundi (symposium) um ákveðin málefni skal beint til Alþjóða- sambands hjúkrunarfræðinga sem fyrst. Máll’undirnir verða í tvær klukkustundir hver og munu þrír fyrirlesarar flytja framsöguerindi um sama efni frá mis- munandi sjónarhornum. Málfundirnir verða ákveðnir í þeirri röð sem óskir um þá berast. Skilafrestur fyrir útdrætti er tU 15.janúar 1996. Flytjendur erinda verða að vera félagar í aðildarfélagi samtakanna. Al- þjóðasamtökin greiða ekki þóknun fyrir erindi, eða kostnað vegna skráningar, ferða eða annars. Aðeins er tekið við útdráttum á ensku, frönsku eða spænsku. Skila þarf fruinriti að útdrætti erinda og fjórum afritum. Ekki er tekið við útdráttum um myndrita. Fyrir vegg- spjaldakynningu skal skilað einu frumriti af útdrætti og einu afriti. Eyðublað fyrir upplýsingar um höfunda þarí' að útfyUa fyrir alla höf- unda verkefnanna. Samskipti verða ein- ungis liöfð við fyrsta höfund. Einungis þrír höfundar verða skráð- ir í dagskrá og útdráttabók. Utdráttur þarf að rúmast á þar til gerðu blaði og letur má ekki vera minna en 8,5 punkta eða stærra en 9 punkta. Utdráttur sendist til: 21st ICN Quadrennial Congress Administrative Office SYMPORG S.A. 7, av. Pictet-de-Rochemont CH - 1207 GENEVA Switzerland Sími: 00 41 22 786 37 44 FRETTIR FRA VESTMANNAEYJADEILD Ilaldin var 2ja daga ráðstefna um hjúkr- un deyjandi sjúklinga í Vestmannaeyjum dagana 29. - 30. apríl. Fyrirlesarar voru Nanna Friðriksdóttir og Erna Haralds- dóttir. Fyrirlestrar þeirra voru vel undir- búnir og færum við þeirn okkar bestu þakkir fyrir. Þátttaka var mjög góð og allir voru mjög ánægðir með fyrirlestrana seni voru in.a. um hugmyndafræði hos- pice, hlutverk hjúkrunarfræðinga í líkn- andi hjúkrun, viðbrögð og þarfir fjöl- skyldu deyjandi sjúklinga, sorg og sorgar- viðbrögð og vonina og mikilvægi hennar. Hjúkrunarfræðingar frá Akranesi heimsóttu Vestmannaeyjar 12. - 14. maí 1995. Margt var liaft fyrir stafni til að gera þessa heimsókn sem ánægjulegasta fyrir alla. Siglt var um eyjarnar og snæddur kvöldverður í helli meðan á siglingunni stóð, ekið í rútu um eyjarnar og keppt uin þrenn verðlaun á golfmótinu Florence Open við mikinn fögnuð við- staddra. Að lokum var haldin skemmtileg kvöldskemintun með mat og heimatilbún- um skemmtiatriðum. Þátttakendur virtust skeminta sér konunglega þessa helgi. Díana j. Svavarsdóttir, formaður Vestmannaeyjadeildar EFTIRLAUNAÞEGAR MEÐ VORFUND A vorfundi deildar eftirlaunaþega innan Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, við undirleik Jóns Stefáns- sonar, organista. Má ineð sanni segja að þau hafi með list sinni fært vorið inn í húsakynni félagsins þennan dag. Á dagskrá voru innlend og erlend lög sem niinntu á vorið - og sólin skein. 86 TlMAIilT IIJUKRUNARFltÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.