Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 30
alkóhólista er ekki minnst orði á að sjúklingurinn ætti við áfengisvandamál að stríða (Tweed, 1989). Augljóst er að þar sem skráning um sjúklinginn er ófullnægjandi minnka möguleikar hans á að fá rétta meðferð. I upplýs- ingum, sem fengnar voru frá finun deildarstjórum á bráðasjúkrahúsum í Reykjavík, kemur fram að þegar sjúklingur leggst inn á sjúkrahús og tekin er aí honum hjúkrunarskýrsla er hann spurður í einni opinni spurn- ingu um áfengisneyslu sína. I einni spurningu fást mjög takmarkaðar upplýsingar um sjúklinginn. Nokkuð algengt er að heilbrigðisstarfs- fólki finnist það vera að hnýsast í einkalíf sjúklingsins þegar nákvæmlega er spurt um neyslu áfengis eða annar- ra vímuefna. Prátt fyrir viðhorfsbreytingu til áfengissýki hin síðari ár er enn rík tilhneiging til halda þessum upp- lýsingum leyndum. I Bandaríkjunum segist heilbrigðis- starfsfólk einnig vera hrætt við að ,,merkja” sjúklinginn með ýtarlegri greiningu. Slíkt væri hægt að túlka sem rof á friðhelgi einkalífsins og gæti orðið tilefni til málaferla á hendur heilbrigðisþjónustunni (Pires, 1989; Anderson, 1990; Jack, 1990). Afleiðingar ófullnægjandi fræðslu til starfsfólks og lélegrar skráningar á upplýsingum um sjúldinginn geta orðið okkur dýrkeyptar. Á slysadeild í Skotlandi var gerð athugun á þeirri þjónustu sem þekktir vímuefna- neytendur, sem allir nevttu vímuefna í æð. fengu á deildinni. í ljós kom að 69% þessara einstaklinga voru útskrifaðir af deildinni án þess að þeim væri bent á freltari meðferð við sínum vanda. Þó hefur einmitt þessi hópur hæsta nýgengi HlV-smitaðra sjúklinga (Stone, Stone og MacGreggor, 1989). í óöryggi og skipulagsleysi þrífast fordómar best en þeir eiga eflaust sinn þátt í að þessum málum hefur lítill gaumur verið gefinn innan bráðaþjónustu heilbrigðiskerfisins. Patricia Long (1990) heldur því jafnvel fram að fordómar í garð áfengis- og vímuefnaneyslu hafi áhrif á getu hjúkrunarfræðings til þess að hjúkra þessum skjólstæðingum og þar með á gang sjúkdómsins í heild. Þegar leitað var álits deildarstjór- anna fimm á kenningu Long voru þeir allir sammála um að áfengis- og vímuefnaneytendur á bráðasjúkrahúsum á íslandi fengju oft ekki sömu þjónustu og aðrir sjúklingar og nefndu máli sínu til stuðnings meðferð við verkjum. Hræddir og óöruggir sjúklingar Eins og með aðra sjúklinga er mikilvægt að fyrstu kynni þessara einstaklinga af sjúkrahúsinu séu jákvæð því það getur skipt sköpum um hvernig til tekst með framhaldið (Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993; Brunner og Suddarth, 1986). Spurningum skal beint þannig að sjúklingnum að honum þyki eðlilegt og þægilegt að svara. Upplýsingar til sjúklings skulu vera auðskiljanlegar og hann skal hvattur til að spyrja frekar ef þörf krefur (Abraham og Shanley, 1992). Nákvæmar upplýsingar um neysluvenjur sjúklings eru mikilvægar og rétt er að út- skýra hvers vegna það er, eins og með tilliti til samverk- ana lyfja eða sýkingarhættu. Oftast hvílir miltil leynd yfir neyslunni og rétt er að gera ráð fyrir að flestir einstaklingar verji ástand sitt (Brunner og Suddarth, 1986). Áfengissýkin leiðir oft af sér brenglað hegðunarmynstur þar sem varnarhættir sjálfsins verða óeðlilega sterkir. Sjúklingurinn forðast að horfast í augu við þær afleiðingar sem hegðun hans hefur valdið og oft leitar hann sér ekki meðferðar sjálfur. Hann afneitar vandamálinu oft með kæruleysislegri hegðun og ósannindum. Sjúklingurinn getur verið árásargjarn eða hlutlaus (agressive / passive) en framkoma hans er oft ekki í samræmi við orð hans (Wing og Hammer-Higgins, 1993; Tweed, 1989; Pires, 1989; Barry, 1989). Viðmót sjúklingsins hefur oft áhrif á samvinnu hans við starfsfólk deildanna. Þessir einstaklingar þurfa oft mikinn tíma og algengt er að þeir beiti reiði og séu með uppsteyt til að hafa sitt fram. Mikilvægt er að starfsfólk sé samtaka innbyrðis og marki sltýrar línur um hvað sé leyft og hvað ekki í allri umönnum sjúkhngsins (Jack, 1989). I raun er sjálfsmynd þessara sjúklinga oft mjög brengluð og þeir eru bæði hræddir og óöruggir (Tweed, 1989). Til að koma til móts við þarfir þessara sjúklinga er árangursríkasta leiðin að gefa þeim góðan tíma þegar gert er nákvæmt líkamsmat og sjúkraskýrsla tekin. Oftast koma þá fram ákveðnar vísbendingar um hvernig neyslan er farin að hafa neikvæð áhrif á líf sjúklingsins og fjöl- skyldu hans. Það gæti orðið til þess að hann átti sig á stöðunni og íliugi í alvöru að fara í viðeigandi áfengis- meðferð (Anderson, 1990; Pires, 1989; Leiker, 1989). Ályktanir Eins og fram hefur komið hefur bráðaþjónusta heil- brigðiskerfisins lítið lagað sig að aukinni áfengis- og vímu- efnaneyslu. Ymislegt hindrar það að innan heilbrigðis- kerfisins sé unnið faglega og markvisst að þessum málum og að áfengis- og vímuefnaneytendur fái þá þjónustu sem þeim er nauðsynleg. Til úrbóta er mikilvægt að fræðsla, sem hjúkrunar- nemar fá í grunnnámi, verði aukin og gerð markvissari en verið hefur. Einnig að fræðsla um vímuefnavarnir, áhættuþætti og byrjunareinkenni áfengissýki tilheyri for- vörnum í heilsuvernd. Eg tel mikilvægt að sem flestir hjúkrunarnemar kynnist áfengissjúklingum í verklegu námi, þar sem tilgangurinn er að auka þekkingu og finna ný meðferðarúrræði í áfengis- og vímuefnahjúkrun. A bráðasjúkrahúsum er brýnt að marka ákveðna stefnu í meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda. Vænlegt til árang- urs er að hvetja til umræðu um einkenni og meðferð svo að hægt sé að bregðast við á faglegan og markvissan hátt. Víða á bráðasjúkrahúsum í Bandaríkjunum hafa hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu á áfengis- og vímuefnahjúkrun tekið að sér að skipuleggja og stýra fræðslu í byrjun. Síðan hafa verið mynduð teymi hjúkrunarfræðinga á hverri dedd sem núðla upplýsingum og eru tengiliðir deildarinnar út á við (Leiker, 1989). Á Beth Israel sjúkrahúsinu í Boston lögðu áhuga- samir hjúkrunarfræðingar verk Patriciu Benner til 78 TIMARIT 1I.IUKRUNARTRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árS. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.