Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 52
RÉTTARSTAÐA
STARFSMANNA LANDAKOTSSPÍTALA
VIÐ SAMRUNA í SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR
1. Starfsmenn St. Jósepsspítala, Landa-
koti, í aðildarfélögum Bandalags
háskólamanna eru í Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Félagi íslenskra
náttúrufræðinga, Kjarafélagi
bókasafnsfræðinga, Kjarafélagi iðju-
þjálfa, Meinatæknafélagi íslands,
Röntgentæknafélagi Islands, Stéttar-
félagi íslenskra félagsráðgjafa og
Stéttarfélagi sjúkraþjálfara.
2. Félagsmenn þessara félaga skulu
njóta sömu réttinda og bera sömu
skyldur samkvæmt ákvæðum (kjara)-
samnings og starfsmenn ríkisins (á
grundvelli beinnar tilvísunar í lög nr.
38/1954), þ.e. bafa m.a. sömu
ráðningarfestu og rétt til biðlauna ef
vinnuveitandi ákveður að leggja stöð-
ur þeirra niður.
3. Þegar St. Jósepsspítali, Landakoti
verður lagður niður 31.12.1995 (eða
fyrr), verða öll störf lögð niður í
merkingu laga nr. 38/1954 og eiga þá
starfsmenn rétt á biðlaunum (nema
að vinnuveitandinn, St. Jósepsspítali,
Landakoti, bjóði þeim sambærileg
störf að nýju á St. Jósepsspítala,
Landakoti, sem ekki er mögulegt
samkvæmt samningi um stofnun
Sjúkrahúss Reykjavíkur).
4. Þegar Sjúkrahús Reykjavíkur tekur
til starfa, hefur það heitið því að taka
við öllum réttindum og skyldum St.
Jósepsspítala, Landakoti, gagnvart
starfsmönnum í skilningi laga um
aðilaskipti að fyrirtækjum. Þeir sem
eru í barnsburðar- eða veikindaleyfi,
þegar aðilaskiptin eiga sér stað, halda
algerlega óbreyttum réttindum.
5. Þetta felur í sér að Sjúkrahús
Reykjavíkur ætlar að ráða núverandi
starfsmenn St. Jósepsspítala, Landa-
koti, m.a. á grundvelli kjara-
samningsákvæða um réttindi og
skyldur (sbr. 2 að ofan).
6. Með þessu er starfsmönnum ekki
boðin algerlega hliðstæð réttindi og
þeir hafa nú: (I) Starfsmenn fá nýjan
vinnuveitenda og jafnvel nýja vinnu-
stöð og /eða verkefni og staða þeirra í
stjórnskipulagi breytist, (II) Reykja-
víkurborg er þekkt að því að túlka
þrengra heimildarákvæði kjara-
samninga (t.d. um leyfi) en St.
Jósepsspílali, Landakoti, (III) fyrir-
beitin um ól>reytt réttindi gilda á
grundvelli laga um aðilaskipti „þar til
samningi verður sagt upp eða að
hann rennur út eða þar til annar
kjarasamningur öðlast gildi eða kem-
ur til framkvæmda”, (IV) hætti
starfsmaður hjá Sjúkrahúsi Reykja-
víkur og þar með í Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins fær hann ekki
aðild að þeim lífeyrisjóði aftur (eins
og nú er), þó að hann hefji aftur störf
hjá Sjúkrahúsi lleykjavíkur.
7. Þessi kjarasamningsákvæði eru upp-
segjanleg eins og önnur efnisákvæði
kjarasamnings hvers félags en gilda
efnislega uns nýr kjarasamningur er
gerður með þeim breytingum sem um
kann að semjast á milli aðila, sbr. 12.
grein laga nr. 94/1986.
8. Lögin um aðilaskipti eru samin út frá
réttarstöðu starfsmanna einkafyrir-
tækja og kunna að geta tryggt þeim
óbreytt réttindi en geta ekki tryggt
opinberum starfsmönnum fyllsta rétt.
Bandalag
háskólamanna
Breyting á
kiarasamninai
hjúkrunarfræáinga
Kjarasamningur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga sem undirritaður var
30. maí 1994 gildir til ársloka 1995. í
samningnum er ákvæði þess efnis að
„verði samið um almennar Iaunabreyt-
ingar hjá helstu launþegasamtökum á
samningstímahilinu, skulu aðilar samn-
ings þessa taka hann til endurskoðunar
með það fyrir augum að gera á honum
sambærilegar breytingar“ (grein 14.1.2).
1 samræmi við framangreint var 28.
júlí sl. undirritað samkomulag milli
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
annars vegar og fjármálaráðherra og
annarra viðsemjenda hins vegar um
breytingar á kjarasamningi aðila.
Helstu hreytingar á kjarasamn-
ingnuin skv. sainkomulaginu eru eftir-
farandi:
1. Mánaðarlaun hækka uin 3% og kemur
sú hækkun á launatöfluna frá 1. júlí
1995.
2. Byrjunarlaunaflokkur hjúkrunar-
í'ræðings verður lfl. 204 í stað lfl. 203
áður og hækkar hann í launaflokk 205
eftir 3 mánuði í stað 6 mánuði áður.
3. Hjúkrunarstjórnendur (fró aðstoðar-
deildarstjóra og upp úr) og stoð-
hjúkrunarfræðingar hækka um 1
launaflokk frá 1. júlí 1995.
4. Hjúkrunarforstjórar og hjúkrunar-
framkvæmdastjórar hækka um einn
launaflokk til viðbótar 1. október
1995.
5. Launaflokkaviðmiðun í sainkomulagi
um mat á viðhótarmenntun, fylgiskjal
2 með kjarasamningi hjúkrunar-
fræðinga breytist í samræmi við þessar
hreytingar.
Eins og fram kemur hér að framan
gildir samkomulagið frá l.júlí 1995, en
gildistími kjarasamnings félagsins er
óbreyttur eða til 31. desember 1995.
Hækkunin er metin 4,5% sem er í sain-
ræmi við almennar launabreytingar hjá
helstu launþegasamtökum sem koma til
framkvæmda á órinu 1995, þ.e. á samn-
ingstímabili kjarasamnings hjúkrunar-
fræðinga.
Samkomulagið verður hirt í heild
sinni í næsta töluhlaði Tímarits
hjú krunarfræðinga.
ÁM
100
TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. l<J9f,