Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 18
Bréf til blaðsins Tilefni hréfs þessa er grein Hildar Sigurðardóttur, Hrafnhildar Scheving, Irisar Rutar Hilniarsdóttur, Sveinlaug- ar Árnadóttur og Yildísar Bergþórs- dóttur, Þœttir á vökudeild er valda foreldrum streitu, í Tímariti hjúkr- unarfræðinga, 1. tbl. 71. árg. 1995. Vil ég hyrja á að þakka þeim áhugaverða og fræðandi grein. I um- fjöllun um niðurstöður benda þær stöllur á þrjá þætti sem hugsanlega gætu reynst hjálplegir í þeim tilgangi að minnka streitu foreldra sem eiga barn á vökudeild. Einn þessara þátta er að koina á sjálfshjálpar- eða stuðningshópum á meðal foreldra sem eiga eða hafa átt barn á vökudeild. Bent skal á að þegar eru til aðilar sem myndað hafa vísi að slíkum hópi. Tvær mæður fyrirhura, sem tilbúnar eru að veita stuðning, eru tilgreindar í upplýsingabæklingi vöku- deildar Landspítala til foreldra og Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, er í samvinnu við stuðnings- hóp foreldra fyrirbura, ásamt félögum og hópum foreldra barna með önnur heilsufarsvandamál. Innan skamms mun Umhyggja dreifa lista yfir stuðn- ingsforeldra til sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva og ætti það að auðvelda fólki að hafa upp á foreldrum með reynslu. Annar úrbótaþáttur sem nefndur er, er að boðið sé upp á sólarhringsað- stöðu fyrir foreldra og barn einum til tveimur dögum fyrir útskrift þannig að foreldrar geti öðlast aukið sjálfstraust og öryggi við umönnun barnsins fyrir útskrift heim. Á barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er starfrækt vökustofa þar sem fyrirburum og veik- um nýburum er sinnt. Komist barnið ekki til móður sinnar á sængurkvenna- deild áður en hún útskrifast dvelur móðirin með barninu á barnadeildinni 1-2 sólarhringa fyrir útskrift barnsins til þess einmitt að öðlast öryggi í að sinna því allan sólarhringinn. Með þökk fyrir birtinguna. Helga Bragadóttir, deildarstjóri á barnadeild FSA, lektor við Háskólann á Akureyri og meðstjórnandi í Um- hyggju, félagi til stuðnings sjúkum börnum. DOKTOR GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR Dr. Janet Hirsch afhendir doktorsgráðu Guðrúnar við athöfn í Eirbergi 24. júní sl. Guðrúnn Marteinsdóttur, dósent í hjúkrunarfræði, var veitl doktorsgráða frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum 22. maí sl. Guðrún lést í nóvember 1994, þá Iangt komin með doktorsritgerð sína sem félagar hennar luku síðan við að henni látinni. Dr. Janet Hirsch, prófessor við University of Rhode Island, afhenti fjöl- skyldu Guðrúnar pról'skírteini hennar við athöfn sem haldin var laugardaginn 24. júní sl. á vegum náms- brautar í hjúkrunarfræði. Ritgerð Guðrúnar fjallar um gildi sjálfsákvörðunar í heilsueílingu. Guðrún lagði fram mælitæki í þeim tilgangi að kanna hvað hvetur fólk til heilbrigðra lifnaðarhátta, sérstaklega reglulegrar líkamsþjálfunar. Foreldrar Guðrúnar eru Marteinu Friðriksson og Ragnlieiður Bjarman. Ilún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972, lauk BS prófi í hjúkrunar- fræði frá HÍ 1977, MS prófi í heilsugæslu frá Boston University í Bandaríkjunum 1980. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Haraldur Þór Skarphéðinsson, skrúð- garðyrkjumeistari, og áttu þau fimm börn. ÞR 66 TÍMARIT ItjflKHUNARFRÆDINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.