Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 22
Ráðstefna heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, Mannveran í blíðu og stríðu, fór fram 12. - 13. júní sl. Ráðstefna á vegum heilbrigðis- deildarinnar er árlegur viðburður og að þessu sinni sóttu hana 175 manns víða að af landinu. Að sögn Sigríðar Halldórsdóttur, forstöðumanns heil- brigðisdeildarinnar, fer þátttakendum fjölgandi ár frá ári. Flestir fyrirlesar- arnir voru norðlenskir og segir hún að það hafi vakið athygli hve miklum mannauði Norðlendingar búa yfir. Hún segir að á hverju ári séu þátttak- endur beðnir um að láta álit sitt á ráð- stefnunni í ljós og að tillit sé tekið til athugasemda þeirra við undirbúning næstu ráðstefnu. Eitt af því sem ráðin hefur verið bót á er að gestir kvörtuðu undan því á fyrstu ráðstefnunum að fá ekki að vera nægilega virkir þátttak- endur. Núna var hvatt til umræðna eftir hvern fyrirlestur og var almenn ánægja með það fyrirkomulag. Sigríður segir að næsta ráðstefna verði væntanlega um siðfræði og að þá verði fengnir fyrirlesarar víða að. Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og söngkona, skemmti ráð- stefnugestum með söng. ÞR Rannsókna- og vísindasjó&ur h júkrunarfræóinga - STYRKVEITING í HAUST Rannsókna- og vísindasjóður hjúkrunarfrœðinga var stofnaður 1987 af Maríu Finnsdóttur, þáverandifrœðslustjóra Hjúkrunarfélags lslands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja hjúkrunarfrœðinga til rannsókna- og vísindastarfa í lijúkrunarf ræðum sem unnin eru hér á landi. Styrkveiting miðast við stuðning á öllum stigum rannsóknarvinnu. Ekki er veitt úr sjóðnum í tengslum við nám. 1 stjórn sjóðsins, sem skipuð er af stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga, á sœti María Fin nsdóttir, formaður, ásamt Onnu Birnu Jensdóttur og Stefaníu Sigurjónsdóttur, meðstjórnendum. Stjórn sjóðsins hefur á hendi ulla framkvœmd styrkveitinga og reikn ingsliald sjóðsins. Stofnfé sjóðsins var 100 þús. kr. og tekjur lians áœtluð frjáls framlög. Stjórn sjóðsins lét sl. ár útbúa lyklakippur með merki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og rennur úigóði af sölu þeirra til sjóðsins. Nœst verður veitt úr sjóðnum haustið 1995. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til 15. september 1995 og fást umsóknareyðublöð á skrifstofu Félags íslenskra hjúkmnarfrœðinga. FRA NORÐ-AUSTUR- LANDSDEILD Máljnng Norð-austurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldið 11. mars sl. að Hótel KEA á Akureyri. Yfirskrift jungsins var: Sið- frœði—samskipti— ákvarðanataka og var dagskráin fjölbreytt. Þóra Aka- dóttir, formaður deildarinnar, setti inálþingið og Jiví næst flutti Valgerður Valgarðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni við FSA, erindi um sálgæslu. Dr. Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur, forstöðumaður ráðgjafar- og greining- ardeildar Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, ræddi um sainskipti við aðstandendur fatlaðra. Þá komu Heiða Hringsdóttir, hjiikrunarforstjóri á Dal- bæ, Dalvík og Lilja Vilhjálmsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á sama stað, með erindi sem þær nefndu „Siðfrœði- leg umfjöllun tengd öldruðum: Réttur-samskipti—ákvarðanatakaií. Næst talaði Olafur H. Oddsson, héraðslæknir Norðurlands eystra, um samskipti heimilislæknisins og sjúkl- ingsins. Síðasta erindi ílutti dr. Vil- hjálmur Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla Islands, og fjallaði það um höfuðþætti siðferðilegra ákvarðana. í lokin voru pallhorðsumræður. Þátt- takendur voru um 50, lijúkrunarfræð- ingar og aðrir starfsmenn heilbrigðis- Jijónustunnar. Mikil ánægja var með ináljiingið og þótti dagurinn skemmti- legur og heilsteyptur. Frœðslunefndin 70 TIMAIiIT IIJUKRUNAKFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.