Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 40
Atvinna Heilsugæslustöb Þingeyrar Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast á Heilsugœslustöð Þingeyrar frá 1. september 1995. Upplýsingar gefur Guðrún Jóhanns- dóttir, hjákrunarforstjóri, í síma 456-8183. Cen tralsygeh uset i Holbæk i Danmörku vantar hjúkrunarfrœðinga til starfa. Sjúkrahúsið í Holbœk rúmar u.þ.b. 370 sjúklinga og þar er starfsemi á öllum helstu sérsviðum lœknisfrœði. Hjúkrunarfrœðingar, se?n hafa áhuga á að vinna á lyflœkninga-, kviðarhols- og bœklunarskurðlœkningasviði, eiga mikla möguleika á aðfá afleysinga- stöður í lengri eða skemmri tíma. Starfshlutfall er hœgt að semja um og sjúkrahúsið getur útvegað herbergi til íbúðar. Holbœk er aðlaðandi bœr og vel í sveit settur. Lestarferð til Kaupmanna- liafnar tekur innan við klukkustund. I nágrenninu er lsefjord sem gefur möguleika á iðkun sunds og siglinga. Efþú vilt takast á við verkefni í öðru landi þá hafðu samband við okkur. Frekari upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkona, Janne Larsen, í síma 00 45 534 33201, lokal 2111. Fax 00 45 594 44601. Umsóknir sendist til Centralsygehuset i Holbœk, Personalekontoret, Gl. Ringstedvej 1, 4300 IJolbœk, Danmark. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINCA 2.-3. tbl. 71 árj-. Minning Ragnheiður Hulda Þorkelsdóttir Ragnheiður Ilulda Þorkelsdóttir fæddist í Furubrekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi 1. febrúar 1919. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans 22. mars sl. Hún leiddi mig fyrstu skrefin inn í hjúkrunarstarfið. Það var mikið lán að fá að njóta leiðsagnar slíkrar konu. Leiðir okkar Ragnbeiðar Þorkels- dóttur, hjúkrunarkonu, Iágu fyrst saman er ég kom í starfsnám á lyf- laikningadeild Landspítalans aðeins nokkrum mánuðum eftir að bjúkrun- arnám mitt hófst. Reynsla og þekking, sem einstaklingar afla sér í upphafs- skrefum inn í framtíðarstarfið, verður um inargt svo eftirminnileg og markar ýmislegt sem á eftir fylgir. Umhyggja Ragnheiðar, leiðsagnar- hæfni og stuðningur voru einstök. Kynnin hófust þannig að ég var hjúkrunarnemi á næturvakt á deild sem Ragnheiður hafði uinsjón með. í þá daga voru næturvaktir sjö daga í röð og höfðu hjúkrunarl'ræðingar umsjón með tveimur deildum, sainan- lagt um fimmtíu sjúklingum. Sér til aðstoðar liöfðu þeir einn starfsmann á hvorri deild, jafnvel reynslulausan hjúkrunarnema eins og þarna, inig. Þú voru ekki sérstakar hráðamót- tökudeildir, ekki gjörgæsludeildir eða sérhæfðar hjartadeildir og því mikið um fárveika sjúklinga ú þessuin deild- um. Þessar nætur með Ragnheiði eru mér minnisstæðar. Hún virtist valda þessu öllu svo vel og hún treysti mér fyrir flóknum vandamálum. Um- hyggja hennar og kærleikur lýsti af henni við hverja hennar athöfn. Það voru spor sem ég vildi gjarnan fylgja. Síðar í starfsnámi í hjúkrunarnámi var ég á |»eirri deild er Ragnheiður starfaði þá á. A þá deild réð ég mig líka fyrst til starfa sem hjúkrunar- fræðingur. Þar svaraði hún mörgum spurningum óreynds hjúkrunar- fræðings og var fyrirmynd í þeirri umhyggju og kærleika sem hún sýndi sjúklingunum. Tæpum áratug síðar lágu starfsleiðir okkar saman á ný. Þá hafði liiin valið að hjúkra öldruðu fólki á öldrunarlækningadeild Land- spítalans. Það var komið að starfs- lokum hennar en hún var vandvirk og hlý að venju. Síðar urðu það örlög hennar að þurfa að njóta hjúkrunar á þeirri sömu deild. Hún hefur án efa kunnað að meta þá lijálp sem hún fékk þar. Með innilegu þakklæti og virðingu kveð ég hér kæran leiðbeinanda og samstarfsmann. Ég votta Teddu, Friðrik, Högna, Ragnheiði, Eggert, Bergþóru svo og Gunnari eiginmanni hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð hlessi minningu Ragnheiðar Þorkelsdóttur, hjúkrunarkonu. Vilborg Ingólfsdóttir 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.