Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 16
AFALLAHJALP - SKIPULAG A. Borgarspítali B. Ríkisspítalar saman fjögurra manna hóp (þrír frá Borgarspítala, einn frá Landspítala) sem sigldi vestur með varðskipinu Tý skömmu eftir hádegi þennan óveðursdag. Sama dag voru tveir fjögurra manna hópar tilbúnir að fara fyrirvara- laust til aðstoðar. Annar hópur var sendur vestur þremur dögum síðar og leysti þann fyrsta af hólmi smám saman. Framkvæmdastjórn Borgarspítalans hefur nú skipað þriggja manna stýrihóp sem stjórnar öllu áfallahjálpar- starfi sem verður á vegum spítalans í framtíðinni. Stýrihópurinn hefur sett sér ramma að starfsreglum og skipulagi (sjá mynd), þar sem annars vegar er brugðist við útköllum vegna hópslysa í samstarfi við Almannavarnir og hins vegar beiðnum um áfallahjálp fyrir einstaklinga eða hópa. Afallahjálp verður að vera undirbúin og skipulögð þannig að útköllum sé unnt að sinna hratt og fumlaust. í finnskri grein um áfallahjálp, sent veitt var í kjölfar hins hörmulega slyss er ferjan Estonia sökk á leiðinni frá Tallin til Stokkhólms, eru lokaorðin þessi: “Ljóst er að þegar slys hefur orðið þá er enginn tími til undirbúnings. Við verðum að vera viðbúin” (Taiminen, Tuominen, Strandberg, Sourander, Salokangas, 1995, s. 64). Þann 4. apríl var opnað sérstakt símanúmer áfalla- hjálpar Borgarspítalans (569-6626) sem hjúkrunar- fræðingar slysadeildar svara í og koma beiðnum í réttan farveg. Þeir sem óska þessarar þjónustu greiða venjulegt göngudeildargjald en sé um einstök sveitarfélög eða fyrir- tæki að ræða er sá reikningur greiddur af viðlcomandi. Hjúkrunarfræðingar og áfaliahjólp I sögulegu samhengi rekja hjúkrunarfræðingar starfsvettvang sinn til ófriðar. 1 upphafi hjuggu þeir um sár víkinga og líknuðu stríðshrjáðum. Florence Nightingale er hklega frægust fyrir framgöngu sín í Krím- stríðinu, ekki síst fyrir þau áhrif sem hlý og örugg fram- konia hennar hafði á særða hermenn. Afallahjálp samtímans kallar á sömu viðbrögð í örlítið víðara samhengi. Hjúkrunarfræðingar hafa menntun og reynslu í mannlegum samskiptum sem hýr þá undir þau verkefni sem heyra undir áfallahjálp. Þeir hafa lengi bent á nauðsyn forvarnarstarfs sem lið í bættu heilsufari þjóðarinnar og sparnaðarleið í rekstri heilhrigðiskerfisins. Afallahjálp fellur beint undir starfs- svið hjúkrunarfræðinga enda hafa þeir frá upphafi verið dyggustu fylgjendur og stuðningsmenn shkrar aðstoðar. I samvinnu við aðrar heilhrigðisstéttir eiga hjúkrunar- fræðingar að hafa forystu um þetta brýna forvarnarstarf. Niðurlag Slysið í Súðavík var hörmulegt og eitt hið mannskæðasta hér á landi í nokkra áratugi. Björgunarsveitir unnu þrekvirki við erfiðustu aðstæður. Heimafólk lagði nótt við dag við að leysa erfið viðfangsefni og fagfólk kom margt um langan veg til aðstoðar. Þjóðin sameinaðist í sorg vegna miskunnarleysis náttúruaflanna og lagði rausnar- lega af mörkum til að hjálpa þeim sem misstu sína nánustu, eigur sínar og híbýli. Við búum í landi eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og sjóslysa auk annarra mannskæðra slysa, s.s. umferðar- slysa. Erfiðleikar draga fram bestu hliðar mannlegs eðlis. Þeir undirstrika að velferð annarra skiptir fólk máh. Við, sem tókum jjátt í hjálparstarfinu á Vestfjörðum, höf- um orðið þessara mannkosta vör, bæði hvað varðar skjól- stæðinga okkar og okkur sjálf. Eftir stendur þakklæti til allra sem stóðu ineð okkur jiessa dimmu daga fyrir vestan. Heimildir Henderson, V (1964). The nature of nursing. American Journal of Nursing, 64(8), 62-68. Lewis, G.W., (1993). Managing crisis and trauma in the work- place: How to respond and intervene. AAOHN Journal 41(3), 124-130. Mitchell, J.T. (1983). Wlien disaster strikes...the critical stress debriefing process. Journal of the Emergency Medical Services 8, 30-36. Parkinson, F. (1993). Post Trauma Stress. Arizona: Fisher Books. Rubin, J.G. (1990). Critical incident stress debriefing: Helping the helpers. Journal of Emergency Nursing 16(4), 255- 258. Taiminen, T., Tuominen, T., Strandberg, J., Sourander, A., og Salokangas, R.K. (1995). Akut psykiatrisk behandling av överlevande efter Estonia-katastrofen. Nordisk Medicin, 110(2), 62-64. 64 TÍMAHIT HJÚKRUNAKFRÆÐINGA 2.-3. thl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.