Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 14
varnarstarfs löngu viðurkennt. Á síðustu árum hefur Borgarspítahnn í samvinnu við Rauða kross Islands staðið l'yrir þremur mjög fjölsóttum námsstefnum um áfallahjálp og fengið til liðs við sig norska geðlækninn Steinar Ersland. Hann hlaut sína eldskírn í áfallahjálp- arstarfi í kjölfar þess er olíuborpallinum Alexander Kjelland hvolfdi úti fyrir ströndum Noregs áriðl980 með skelfilegum afleiðingum. Hér á landi hafa nokkrir aðilar verið í forsvari fyrir þróun áfallahjálparstarfs. Má þar nefna Sigmund Sigfús- son, geðlækni, sjúkrahúspresta Borgarspítalans; séra Sigfinn Þorleifsson og séra Birgi Ásgeirsson og hjónin Borghildi Einarsdóttur, geðlækni og Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðing. Þau hjón hafa verið frumkvöðlar í að veita og kenna áíallahjálp. Þau hafa umtalsverða reynslu á þessu sviði í kjölfar ýmissa atburða víða um land á síðustu fjórum árum. Þau hafa haldið fjölmörg námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk á höfuðborgarsvæð- inu og víðar. Þau héldu námskeið fyrir lækna og hjúkr- unarfræðinga á ísafirði sl. haust sem kom sér vel þegar snjóflóðin féllu á Súðavík. Ágúst Oddsson, héraðslæknir Vestfjarða, hefur um nokkurt skeið verið samstarfsmaður þeirra Borghildar og Rudolfs og hefur bæði með þeim og einn veitt áfallahjálp. Ágúst óskaði eftir liðsauka frá Reykjavík til að veita áfallahjálp nokkrum klukkustund- um eftir að snjóflóðið féll á Súðavíkló. janúar sl. Að skipulagi þess starfs verður komið nánar síðar. Hverjir veita áfallahjálp? Afallahjálp krefst þess fyrst og fremst að sá sem veitir hana hafi þekkingu og reynslu í mannlegum samskiptum og kunni skil á eðlilegum, sterkum viðbrögðum í kjölfar áfalla. Viðkomandi þarf að vera yfirvegaður, útsjónar- samur, nærgætinn, hlýr og þolinmóður. Hann þarf að þola að vera nærri þeim sem líður illa og þekkja eigin takmörk. Auk þess þarf sá sem veitir áfallahjálp að hafa úthald til að vera í sviðsljósinu án þess að ofmetnast eða missa sjónar á verkefninu. Algengast, og að okkar mati heppilegast, er að viðkomandi sé hjúkrunarfræðingur, læknir, prestur eða sálfræðingur. Þessar starfsstéttir sáu um áfallahjálparstarfið á ísafirði undir forystu héraðs- læknis Vestfjarða. Hverjir fá áfallahjálp? Einn af hornsteinum árangursríkrar áfallahjálpar er að ná sem fyrst til allra þeirra sem líklegt er að upplifi sterk sálræn viðhrögð í kjölfar áfalls. Til þessa hóps heyra eftirlifendur, nánustu aðstandendur, sjónarvottar, björgunarfólk, stjórnendur aðgerða á vettvangi, yfirmenn í byggðarlagi og heilbrigðisstarfsfólk sem að atburðinum kemur. Þeir sem hjargast naumlega og Jieir sem missa sina nánustu Jmrfa 1 upphafi annars konar aðstoð en hinir sem eru í hjörgunar- og skipulagsstarfi. Hvernig er áfallahjálp veitt? Líkja má hugmyndafræði áfallahjálpar við skilgreiningu Henderson (1964) á hjúkrun en þar segir að hlutverk hjúkrunarfræðingsins sé að aðstoða skjólstæðinginn við að uppfylla grundvallarþarfir sínar enda skorti hann til þess kraft, þekkingu eða vilja. Að sjálfsögðu hefur líkamleg aðhlynning alltaf for- gang. Líkamlegum meiðslum eða lífshættulegum afleiðing- um áfallsins er sinnt áður en sálræn skyndihjálp er veitt. Slík aðhlynning veitir góða möguleika á að nálgast við- komandi og meta sálrænt ástand. A. Sálrœn skyndihjálp. Sálræn skyndihjálp felst í að hjálparaðili verður að vilja og þora að vera nálægt þeim sem ghmir við vanlíðan, reiði, hræðslu og sorg. Sá sem veitir sálræna skyndihjálp Jjarf að þekkja hinar ýmsu myndir sem viðbrögð við sál- rænum áföllum taka á sig og geta fumlaust veitt fyrstu hjálp. Aðstoðin felst í nálægð, að vera til reiðu, ldusta, leiða saman fjölskyldumeðlimi og tryggja öryggi. Á þessu stigi þarf að huga að frumþörfum, s.s. fæði, kla-ði og skjóli auk þess að vernda Jiolendur fyrir forvitnum veg- farendum og ágengni fjölmiðla. Hjálparaðili leysir úr nauðsynlegum viðfangsefnum sem lúta t.d. að flutningi og skoðun látinna, undirbúningi kistulagninga og útfara og viðtölum við syrgjendur sem eru af einhverjum ástæðum fjarri atburðarásinnil Oryggi og fumleysi í athöfnum ásamt nálægð og snertingu er besti stuðningurinn. I kjölfar Súðavíkursnjóflóðanna var öflu ofangreindu sinnt á sjúkrahúsinu á ísafirði. Auk þess var tekið á móti Jieim sem leituðu til sjúkrahússins vegna vanhðanar eftir erfiða reynslu. Sálræn skyndihjálp er veitt á vettvangi í víðri nterk- ingu Jiess orðs. Vettvangur getur verið slysstaður, slysa- deild eða tilgreindur staður eins og Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði var eftir snjóflóðin. B. Tilfinningaleg úrvinnsla (psychological debriejing) Annar hluti áfallahjálpar, sem nýtist bæði gagnvart þolendum, björgunarsveitarmönnum, sjónarvottum og viðkoinandi yfirvöldum, er annars eðlis en sálræna skyndihjálpin. Þetta eru svonefndir úrvinnslufundir (critical incident stress debriefing) (Lewis, 1993; Mitchell, 1983; Rubin, 1990). Þessir fundir eiga helst að vera fyrir u.Ji.b. 12-14 manns. Á Isafirði urðu þeir oft mjög stórir, allt að 40 manns. Fundunum stjórna tveir aðilar þar sem annar gegnir hlutverki hópstjóra en hinn er til aðstoðar og grípur inn í eftir þörfum. Aðstoðarmaðurinn sinnir m.a. þeim sem hður illa og kunna að þurfa að yfirgefa fundinn um stund. Markmið þessara funda er að gefa fundarmönnum tækifæri til að orða hugsanir sínar, tilfinningar og við- hrögð. Það er ekki gert til að gagnrýna Jiað sem gert var eða leggja mat á hvernig til tókst, heldur leiða menn í 62 TIMARIT II.IUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. thl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.