Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 46
UNNIÐ MÁL í FÉLAGSDÓMI Hjúkrunarfræðingur sein starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurhorg á rétt á því að vera í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stefndi Reykjavíkurborg og Starfs- mannafélagi Reykjavíkurhorgar til að viðurkenna samningsrétt Félags íslenslcra hjúkrunarfræðinga vegna Eddu Hjaltested, hjúkrunarfræðings og forstöðumanns Félags- og þjónustu- miðstöðvar aldraðra á Lindargötu í Reykjavík. Málið var rekið f.h. félags- ins af Bandalagi háskólamanna - BHMR. Þegar starf forstöðumanns Félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra á Lindargötu var auglýst var tekið fram að æskileg menntun í þetta starf væri á sviði félags- og/eða heilbrigðisþjónustu. Alls sóttu 14 inanns um starfið og var Edda Hjaltested eini umsækjandinn með menntun í hjúkrunarfræði. Edda Hjaltested taldi sig liafa samið um Jiað, strax við upphaf ráðningar hjá Reykja- víkurhorg, að vera í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og greiða í Lífeyris- sjóð hjúkrunarkvenna. Reykjavíkur- borg og Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar ákváðu hins vegar að henni bæri að greiða í Starfsmannafélag Reykja- víkurborgár og í Lífeyrissjóð starfs- manna Reykjavíkurborgar. Starfs- mannafélag Reykjavíkurhorgar hélt því frain að fagstéttarfélög geti einungis haft samningsumhoð fyrir þau störf hjá Reykjavíluirborg þar sem ákveðinnar fagmenntunar er beinlínis krafist en Starfsmannafélag Reykjavíkurhorgar hafi samningsaðild vegna allra annarra starfa hjá Reykjavíkurborg. Bandalag háskólamanna - BIIMR og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga litu hins vegar svo á að það væri ekki á valdi Reykjavíkurborgar og Starfsmanna- félags Reykjavíkurhorgar að ákveða hvernig félagsaðild Eddu Hjaltested væri háttað. Það væri ósk Eddu Hjaltested að vera í Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga og hún eigi fullan rétt á því lögum samkvæmt. Dómur var kveðinn upp í þessu máh 14. júlí sl. Félagsdómur féllst á kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um að það fari með samningsaðild fyrir Eddu Hjaltested við gerð kjarasamninga við Reykjavíkurborg vegna starfa hennar sem forstöðumaður við félags- og þjónustumiðstöð og þjónustuíbúðir aldraðra við Lindargötu. I dómnum kemur m.a. fram að samningsréttur fagstéttarfélaga skv. 3. tl. 5. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna tekur ekki einungis til þeirra lélags- manna stéttarfélags sem gegna störfum þar sem starfsmenntun er áskilin. Ljóst sé að menntun og starfsreynsla Eddu Hjaltested nýtist henni í starfi sem forstöðumaður við félags og þjónustu- miðstöð aldraðra við Lindargötu í Reykjavík og því eigi hún rétt á að vera í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. VJ Námskeið The British Council International Seminars in Britain Nursing care of people with HIV disease Staður: London, Englandi Tími: 10. - 23. september 1995 Cambridge 1995 English for Nurses Enskunámskeið fyrir hjúkrunar- fræðinga sem hyggjast starfa í enskumælandi landi. N3 18. - 29. september 1995 (fyrir lengra komna) N4 6.- 17. nóvember 1995 Nómskeib ó vegum Stjórnunarfélagsins næsta vetur Beint í mark Tímstjórnun Fundarstjórnun og þátttaka Arangurssmiðj an Leiðbeinendur eru Ragnheiður E. Guðmundsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir Frá Nordiska hiilsovárdshögskolan bls. 70. Fræðslufundir - ofkæling hls. 86 LAUN í AFLEYSINGUM Aó gefnu tilefni vill Félag ís- lenskra hjúkrunarfræóinga vekja athygli ó eftirfarandi: Samkvæmt gr. 9.1.1 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þá þarf að jafnaði ekki að fela starí's- manni sérstaklega að gegna starfi yfir- manns, í fjarveru hans, nema að fjarvera lians vari lengur en 5 daga samfellt. í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hins vegar ekkert starfsheiti launað sem staðgengilsstarf yfirmanns. Þetta þýðir að ef hjúkrunarfræðingur leysir yflr- niann sinn af í meira en 5 daga sam- fellt, t.d. ef aðstoðardeildarstjóri leysir af deildarstjóra eða ef hjúkrunarframkvæmdastjóri leysir af hjúki'iinarforstjóra, þá ber að greiða Iionuni laun samkvæmt launaílokki yfirmanns strax frá fyrsta degi afleysmgar. VJ Vigdís Jónsdóttir, hagfræbingur Félags íslenskra hjúkrunarfræbinga, er med símavibtalstíma á þribjudögum, mibvikudögum og fimmtudögum frá kl. 9 - 12. 94 TIMAIiIT lI.IUKltUNAIÍFUÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árK. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.