Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 17
Helga Jónsdóttir, lektor Frá námsbraut í hjúkrunarfræái í HÍ Um sérskipulagt B.S. nám Fjögur ár eru nú síðan sérskij)ulagt B.S. nám fyrir lijúkrunarfræðinga hófst í námsbraut í hjúkrunarfræði. Eins og kunnugt er hefur námið tekið ýmsum breytingum og er nú 45 einingar, þar af 5 einingar í vali. Nemendur með viðbótarnám að loknu hjúkrunarprófi fá styttingu á námi, allt að 5 einingum, sem byggt er á einstaklings- bundnu mati. Þá eru ekki talin með námskeið á háskóla- stigi sem kunna að verða metin til frekari styttingar. Eftir að nemendur hafa hafið nám geta þeir farið fram á mat á fyrra námi. Leggja ber áherslu á að það er á ábyrgð nemenda sjálfra að leggja fram tilskilin gögn og góðar umsóknir ílýta afgreiðshi mála. Fjiildi hjúkrunarfræðinga í námi óx verulega á yfir- standandi skólaári og eru nú tæplega 60 nemendur skráðir í námið. Hluti þessara nemenda er í fullu námi en stærsti hlutinn sækir nokkur námskeið hverju sinni samhliða vinnu. A 219. fundi námsbrautarstjórnar 13. janúar 1993 var samþykkt að kenna sérskij)ulögð nám- skeið einungis annað hvert ár. Á skólaárinu 1994-95 voru öll námskeið í hoði. Á næsta skólaári er gert ráð fyrir að bjóða öll námskeiðin nema Sjálfstceð meðferðarform. Ytarleg kennsluskrá er gefin út á hverju ári þar sem í eru m.a. upplýsingar um námið almennt og síðan lýsingar á hverju námskeiði fyrir sig. Mikilvægt er að kynna sér kennsluskrána vel í uj)])hafi náms. Að lokum má benda á að margir hjúkrunarfræðingar hafa ekki endilega í hyggju að taka B.S. próf en vilja geta tekið þátt í mikilvægum endurmenntunarnámskeiðum. Viss kjarni námskeiða, sem nú eru kennd í sérskijmlagða náminu, s.s. Hjúkrun sem frœðigrein og Sjúklinga- frœðsla og flokkunarkerfi hjúkrunarviðfangsefna, eru nú þegar orðin undirstaða ákveðinna viðbótar- og/eða endurmenntunarnámskeiða í námsbrautinni. Slíkur kjarni mun verða mikilvæg undirstaða fyrir endurmennt- un í framtíðinni. Eftirfarandi tafla sýnir uj)j)hyggingu námsins: Sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræöinga 02.03.75-946 Hjúkrun sem fræðigrein 4 ein H 02.03.71-920 Sjálfstæð meðferðarform í hjúkrun 4 ein V (ekki kennt 1995-96) 02.03.77-946 Sjálfstæð hjúkrunarverkefni 3 ein H+V 02.03.76-946 Sjúklingafræðsla og flokkunarkerfi hjúkrunarviðfangsefna 3 ein H 02.03.08-926 Lífeðlisfræði I 3 ein H 02.03.09-930 Lífeðlisfræði II 3 ein V 02.03.10-803 Heimspekileg forsjijallsvísindi 3 ein II 02.03.24-936 Aðferðafræði 2 ein H 02.03.33-936 Tölfræði 2 ein V 02.03.79-956 Hjúkrunarstjórnun 1 1 ein H 02.03.48-950 Hjúkrunarstjórnun II 2 ein V 02.03.70-960 Heilsugæsla samfélagsins 4 ein H+V 02.03.52-946 Lokaverkefni í hjúkrunarfræði 6 ein II+V Valnámskeið til 5 eininga H+V Námskeiö í aðfer&afræái á framhaldsstigi Á vormisseri 1996 mun dr. Susan Benedict, prófessor við hjúkrunardeild Medical University of South Carolina, starfa við námsbraut í hjúkrunarfræði. Prófessor Benedict kemur hingað í boði Fulbrightstofnunarinnar og mun kenna nokkuð umfangsmilcið námskeið í megindlegri aðferðafræði. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi til boða öllum hjúkrunarfræðingum sem hafa B.S. próf. Kennslubók í námskeiðinu er Nursing research: Principles and methods, 4. útgáfa. Höfundar eru Denise F. Polit og Bernadette P. Hungler og útgefendur eru J.B. Lij)j)incott Comp., Philadelphia, PA. Bókin verður íljót- lega til sölu í Bóksölu stúdenta. Vonast er til að námskeiðið geti víða nýst hjúkrunar- fræðingum sem hyggja á framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Pó mun þátttaka í þessu námskeiði ekki tryggja hjúkrun- arfræðingum aðgang að meistaranámi í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands sem stefnt er að að hefjist innan fárra ára. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að rifja upp tölfræði og aðferðafræði til undirbúnings fyrir námskeið- ið. Má þar benda á námskeiðið Aðferðafrœði 02.03.24 í námsbraut í hjúkrunarfræði og einnig námskeið í að- ferðafræði og tölfræði í ýmsum deildum háskólans. Frekari upplýsingar um námskeiðið fást í haust á skrifstofu námsbrautarinnar í síma 5254960/69. Einnig má geta þess að prófessor Benedict var þátttakandi á al- þjóðlegu hjúkrunarráðstefnunni hér í júní sl. TÍMAKIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árs-. 1995 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.