Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 17
Helga Jónsdóttir, lektor Frá námsbraut í hjúkrunarfræái í HÍ Um sérskipulagt B.S. nám Fjögur ár eru nú síðan sérskij)ulagt B.S. nám fyrir lijúkrunarfræðinga hófst í námsbraut í hjúkrunarfræði. Eins og kunnugt er hefur námið tekið ýmsum breytingum og er nú 45 einingar, þar af 5 einingar í vali. Nemendur með viðbótarnám að loknu hjúkrunarprófi fá styttingu á námi, allt að 5 einingum, sem byggt er á einstaklings- bundnu mati. Þá eru ekki talin með námskeið á háskóla- stigi sem kunna að verða metin til frekari styttingar. Eftir að nemendur hafa hafið nám geta þeir farið fram á mat á fyrra námi. Leggja ber áherslu á að það er á ábyrgð nemenda sjálfra að leggja fram tilskilin gögn og góðar umsóknir ílýta afgreiðshi mála. Fjiildi hjúkrunarfræðinga í námi óx verulega á yfir- standandi skólaári og eru nú tæplega 60 nemendur skráðir í námið. Hluti þessara nemenda er í fullu námi en stærsti hlutinn sækir nokkur námskeið hverju sinni samhliða vinnu. A 219. fundi námsbrautarstjórnar 13. janúar 1993 var samþykkt að kenna sérskij)ulögð nám- skeið einungis annað hvert ár. Á skólaárinu 1994-95 voru öll námskeið í hoði. Á næsta skólaári er gert ráð fyrir að bjóða öll námskeiðin nema Sjálfstceð meðferðarform. Ytarleg kennsluskrá er gefin út á hverju ári þar sem í eru m.a. upplýsingar um námið almennt og síðan lýsingar á hverju námskeiði fyrir sig. Mikilvægt er að kynna sér kennsluskrána vel í uj)])hafi náms. Að lokum má benda á að margir hjúkrunarfræðingar hafa ekki endilega í hyggju að taka B.S. próf en vilja geta tekið þátt í mikilvægum endurmenntunarnámskeiðum. Viss kjarni námskeiða, sem nú eru kennd í sérskijmlagða náminu, s.s. Hjúkrun sem frœðigrein og Sjúklinga- frœðsla og flokkunarkerfi hjúkrunarviðfangsefna, eru nú þegar orðin undirstaða ákveðinna viðbótar- og/eða endurmenntunarnámskeiða í námsbrautinni. Slíkur kjarni mun verða mikilvæg undirstaða fyrir endurmennt- un í framtíðinni. Eftirfarandi tafla sýnir uj)j)hyggingu námsins: Sérskipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræöinga 02.03.75-946 Hjúkrun sem fræðigrein 4 ein H 02.03.71-920 Sjálfstæð meðferðarform í hjúkrun 4 ein V (ekki kennt 1995-96) 02.03.77-946 Sjálfstæð hjúkrunarverkefni 3 ein H+V 02.03.76-946 Sjúklingafræðsla og flokkunarkerfi hjúkrunarviðfangsefna 3 ein H 02.03.08-926 Lífeðlisfræði I 3 ein H 02.03.09-930 Lífeðlisfræði II 3 ein V 02.03.10-803 Heimspekileg forsjijallsvísindi 3 ein II 02.03.24-936 Aðferðafræði 2 ein H 02.03.33-936 Tölfræði 2 ein V 02.03.79-956 Hjúkrunarstjórnun 1 1 ein H 02.03.48-950 Hjúkrunarstjórnun II 2 ein V 02.03.70-960 Heilsugæsla samfélagsins 4 ein H+V 02.03.52-946 Lokaverkefni í hjúkrunarfræði 6 ein II+V Valnámskeið til 5 eininga H+V Námskeiö í aðfer&afræái á framhaldsstigi Á vormisseri 1996 mun dr. Susan Benedict, prófessor við hjúkrunardeild Medical University of South Carolina, starfa við námsbraut í hjúkrunarfræði. Prófessor Benedict kemur hingað í boði Fulbrightstofnunarinnar og mun kenna nokkuð umfangsmilcið námskeið í megindlegri aðferðafræði. Gert er ráð fyrir að námskeiðið standi til boða öllum hjúkrunarfræðingum sem hafa B.S. próf. Kennslubók í námskeiðinu er Nursing research: Principles and methods, 4. útgáfa. Höfundar eru Denise F. Polit og Bernadette P. Hungler og útgefendur eru J.B. Lij)j)incott Comp., Philadelphia, PA. Bókin verður íljót- lega til sölu í Bóksölu stúdenta. Vonast er til að námskeiðið geti víða nýst hjúkrunar- fræðingum sem hyggja á framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Pó mun þátttaka í þessu námskeiði ekki tryggja hjúkrun- arfræðingum aðgang að meistaranámi í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands sem stefnt er að að hefjist innan fárra ára. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að rifja upp tölfræði og aðferðafræði til undirbúnings fyrir námskeið- ið. Má þar benda á námskeiðið Aðferðafrœði 02.03.24 í námsbraut í hjúkrunarfræði og einnig námskeið í að- ferðafræði og tölfræði í ýmsum deildum háskólans. Frekari upplýsingar um námskeiðið fást í haust á skrifstofu námsbrautarinnar í síma 5254960/69. Einnig má geta þess að prófessor Benedict var þátttakandi á al- þjóðlegu hjúkrunarráðstefnunni hér í júní sl. TÍMAKIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árs-. 1995 65

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.