Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 10
Bráðahjúkrun í snjóflóði Neyðar- móttaka á ísafírái Viðtal við Hörð Högnason M ™ * ■lorguniiin, sem snjóflóðið féll á Súðavík, niissti Hörður Högnason, hjúkrunarforstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði, af hópnum sem hélt til Súðavíkur. Vegna ófærðar og veðurhams var hann klukkustund að komast til vinnu sinnar, um 3 km vegalengd. Verkefnið, sem beið hans loks þegar liann komst td vimiu, var að undirbúa, ásamt öðru starfsfólki sjúkrahúss og hedsugæslu, komu Súðvíkinganna til ísafjarðar. Undirbúningur á ísafir&i „Við höfðum góðan tíma til að undirliúa okkur,“ segir hann, „einar 5 klst. til að fara í gegnum hópslysaáætlun og sníða aðstæður okkar að því sem við áttum von á að við þyrftum að annast.“ Miðað við hópslysaáætlunina átti aðstaðan á sjúkra- húsinu einungis að vera fyrir slasaða. En það var raf- magnslaust á Isafirði og ekki gott fyrir Rauðakrossdeild staðarins að taka á móti rúmlega 100 manna hópi í fjöldahjálparstöðinni í Framhaldsskólanum þar sem ekki var einu sinni hægt að hita vatn í katli. Því var brugðið á það ráð að nota aðstöðuna á sjúkrahúsinu í staðinn. Gestagangur þar og vinnuálag varð því mun meira en hópslysaáætlun gerði ráð fyrir. Annað verkefni Rauðakrossdeildarinnar var að finna öllum Súðvíkingunum dvalarstað. Rúið var að kanna gistirými í Framhaldsskólanum, á hótelinu og á gisti- heimilum en það pláss nægði engan veginn fyrir þann fjölda fólks sem búist var við. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og þegar upp var staðið voru langflestir hýstir í heimahúsum. „ísfirðingar hringdu unnvörpum og buðu húspláss,“ segir Hörður. „Þeir sem urðu eftir á sjúkrahúsinu voru nokkrir þeir sem höfðu lent í flóðinu og þar að auki misst ástvini sína í því. Fyrir þá var sett upp aðstaða á nýrri legudeild sem stóð tilbúin en ónotuð. Þar fekk áfallahjálparhópurinn frá Reykjavík einnig inni þegar hann kom.“ Matsalur sjúkrahússins var greiningarstöð samkvæmt áætlun. Þar gat greiningarhópurinn athafnað sig noltkurn veginn í rólegheitum við umönnun og upphitun fórnarlamba. Hörður segir að það hafi verið lán í óláni að fólkið, sem fyrst kom,var ekki mikið slasað. Það hefði verið erfitt að bregðast við ef fleiri en einn hefðu þurft á bráðaskurðaðgerð að halda því að annar af tveimur skurðlæknum sjúkrahússins, var í Súðavík. Súðvíkingarnir, sem komu síðar, þurftu miklu meiri læknisaðstoð. Þá var gott að fyrri hrinan var að mestu afstaðin því þá gafst tími til að sinna þeim. Sjúkrahúsið var eins og félagsheimili „Fyrir utan að vera venjuleg stjórnunarstöð fjöldahjálp- ar þá varð sjúkrahúsið eiginlega félagsheimili,“ segir Hörður. „Td að halda fólkinu saman og átta sig betur á þörfum þess og innbyrðis tengslum tók Rauðakross- deddin á móti Súðvíkingunum í dagstofu sjúklinga. Þar gat okkar starfsfólk sest niður með þeim, spjallað og gert þeim frekar td góða. A meðan annaðist Rauðakrossdedd- in skráningu eins og lög gera ráð fyrir og fann þeim húsa- skjól í bænum.“ Herði er þetta samstarf hugleikið því hann er einnig formaður Rauðakrossdeildarinnar. „Aðstaðan á sjúkrahúsinu var mjög vel nýtt,“ heldur hann úfram. „A legudeildinni voru þeir sem voru mest slasaðir og á nýju deildinni áfallahjálparhópurinn og þeir sem höfðu misst ástvini sína í snjóflóðinu. Fólkið hafði stuðning hvað af öðru og það var handhægt fyrir áfalla- hjálparfólkið að halda utan um hópinn sem þurfti aðstoð. Síðan var stöðug umferð Súðvíkinga utan úr bæ td að koma við og hedsa upp á þá sem voru hérna hjá okkur 58 TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.