Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 33
A fyrra tímabilinu voru hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn stofnunarinnar fáir. Pað var í mörg horn að líta, heimilið stórt, vinnustaðirnir margir og vinnudagur- inn langur. Hjúkrunarfræðingarnir gegndu ekki aðeins 8 klukkustunda vöktum heldur voru samvistum við vist- mennina frá fótaferð fram að háttatíma. Oft var útkall að nóttu því að ekki var föst næturvakt. Þeir höfðu afskipti af vinnu vistmanna, tóku þátt í lausn félagslegra vanda- ntála og létu sig varða manneldismál. Þeir sáu um lyfin, ekki aðeins útdeilingu þeirra, heldur líka um lyfja- aðdrætti og lyfjabúrið. I stuttu máli má segja að þeir hafi gengið í flest þau störf sem nú tilheyra öðrum starfs- greinum innan endurhæfingarteymanna. A Reykjalundi ríkti frá upphafi sérstakt andrúmsloft og snyrtimennska var í fyrirrúmi. Staðinn prýddi ein- hvers konar sambland af virðuleika, kyrrð og friði, en þó lá glaðværðin í loftinu og mannleg samskipti voru með ágætum. Allir þekktu alla. Börn starfsmanna, sem þá bjuggu á staðnum, féllu vel inn í þetta heimilislega umhverfi. Mörg þeirra lærðu að lesa hjá Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, kennara, sem lengi dvaldi á Reykjalundi og hélt uppi vísi að smábarnaskóla. Aðfangadagskvöld í samvistum við vistmenn og starfsmenn eru ógleymanleg þessum börnum. Allir mættu í sínu fínasta pússi til sam- eiginlegs kvöldverðar, síðan var gengið í kringum jólatré í dagstofunni og jólasveinnin kom með jólagjafir. Kvöld- vökur voru tíðar, þar var spilað og sungið og jafnvel brugðið upp bíósýningum. Þó að viss eftirsjá sé eftir þessu andrúmslofti var óumflýjanlegt að starfsemi Reykjalundar tæki stakkaskiptum í takt við nýja tíma, breyttar þarfir, tækni og vinnubrögð endurhæfingar. Nútíminn á Reykjalundi Endurhæfingarhjúkrun ntá skilgreina á mismunandi vegu, en sameiginlegt markmið er að hjálpa þeim ein- staklingum, sem eru með skerta líkamlega eða andlega getu, að setja sér markmið við hæfi, líkamleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg og að stuðla að því að hver ein- staklingur nái besta mögulega árangri sem sjúkleiki og almenn lífskilyrði leyfa. Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu við skjólstæð- ing og fjölskyldu hans. Þannig eru mestar líkur á að árangur náist í endurhæfingu og að auðveldara verði fyrir fólk að halda áfram þegar heim er komið. Þessum markmiðum er erfitt að ná nema með sam- vinnu fagfólks (hjúkrunarfræðinga, lækna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, talmeina- fræðinga, næringarfræðinga og sjúkraliða).(Mynd 1). Endurhæfingarstofnunin Reykjalundur er deilda- skipt í sex sérhæfðar einingar. Innan hverrar einingar eru samstarfshópar fagfólks sem kallast fagteymi og annast þau starfsemi sinnar deildar. Upplýsingasöfnun og skráning hjúkrunar gefur yfir- sýn yfir alla þætti endurhæfingar. Hjúkrunarfræðingar á hverri deild gegna því mikilvægu hlutverki við að sam- ræma vinnu teymisins svo hún nýtist skjólstæðingum þeirra sem best. Fræðsla, bæði einstaklingsfræðsla og fyrirlestrar, gegnir veigamiklu hlutverki á hverju stigi meðferðar. Við fræðsluna er tekið mið af hæfileikum ein- staklinga og þeirri þjálfun sem þeir taka þátt í. Nánari útskýring á hjúkrun og upphyggingu hverrar deildar fylgir hér á eftir. Hver deild er sérstök heild þar sem tillit er tekið til mismunandi þarfa sjúklinga til end- urhæfingar. Deildaskipting á endurhælingarmiðstöð Reykjalundar. A Deild Hjartasvið - hjartateymi. B Deild Miðtaugakerfissvið - hemiteymi ( heilaáfall ). C og F Deild Geðsvið - geðteymi. Verkjasvið - verkjateymi. D Deild Gigtarsvið - gigtarteymi og hæfingarteymi. E Deild Lungnasvið - lungnateymi. Mynd 1. Hjartasvið Hjartasjúklingar koma til þjálfunar á hjartasviði sex til átta vikum eftir að hafa fengið hjartaáfall eða eftir hjartaaðgerð. Endurhæfingardvöl stendur yfirleitt í fjórar vikur. Líkamleg þjálfun fer frarn fimni daga vikunnar. Hjúkrunarfræðingar ásamt öðru teymisfólki halda sér- hæfða fyrirlestra fyrir þennan hóp. Aðaláhersla er lögð á TÍMAHIT IIJÚKKUNAHFHÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.