Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 45
yfirhjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu, er fulltrúi félagsins í Euroquan, en hún tók við af Ragnheiði Haraldsdóttur, deildarstjóra hjá heilbrigðisráðuneytinu, síðla árs 1994. Stjórn félagsins ákvað að styrkja starfsemi WENR næstu fimm árin með 20.000 króna árlegu framlagi. Pá hefur verið skipað í undirbúningshóp fyrir ráðstefnu WENR sem haldin verður á íslandi árið 2000. Magna Birnir er formaður nefndarinnar en aðrir eru Gunnhildur Valdimarsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir frá fræðslu- og menntamálanefnd félagsins, Herdís Sveinsdóttir frá fagdeild hjúkrunarfræðinga, sem stunda rannsóknir og fræðimennsku, og Anna Birna Jensdóttir, fyrrv. fulltrúi hjúkrunarfræðinga í WENR. Kynning á störfum hjúkrunarfræöinga Stjórn félagsins ákvað að verja 300 þúsund krónum á árinu til kynningar á störfum hjúkrunarfræðinga með það að leiðarljósi að hjúkrunarfræðingar kynntu sig best sjálfir með störfum sínum. Skiptir mestu að gera störl hjúkrunarfræðinga sýnilegri. I þeim tilgangi hefur m.a. verið lögð áhersla á kynn- ingu á merki félagsins meðal hjúkrunarfræðinga og alinennings eins og hér að framan hefur verið skýrt. Á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí var alnienningi boðið til afmælisveislu Florens Nightingale að tilstuðlan félagsins og fjölluðu hjúkrunarfræðingar með ýmsu móti um þema dagsins sem var heilbrigði kvenna. Félagið stóð fyrir dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur sem um 200 manns sóttu en einnig voru haldnir fyrirlestrar víða uin land og boðið upp á blóðþrýsingsmælingar og heil- brigðisráðgjöf í verslunarmiðstöðvum. Auk þess voru fyrirlestrar fyrir starfsfólk inni á sumum sjúkra- stofnunum og kynningar með veggspjöldum á Landakots- spítala og Borgarspítala. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði samkomulag við HM95 um að sjá um heilsugæslu í Laugardalshöll við leiki HM95 og var hún aðallega hugsuð fyrir áhorfendur. Tveir hjúkrunarfræðingar voru á vakt hvern leikdag og fengu þeir greitt fyrir vinnuframlag sitt frá HM95. Vegg- spjöld félagsins héngu uppi á þremur stöðum í Höllinni og hjúkrunarfræðingarnir skörtuðu bolum með merki félagsins. Herdís Storgaard, verðlaunahafi norrænu heilsuverndarverðlaunanna 1995, var fengin til að gera úttekt á íþróttahúsunum m.t.t. slysavarna. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var opinber styrktaraðili að alþjóðlegu ráðstefnunni „Nursing Schol- arship and Practice“ í Reykjavík 20.-23. júní sl. í sam- vinnu námsbrautarinnar og þriggja erlendra háskóla. Ráðstefnustjórn tók boði stjórnar félagsins um að Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri félagsins, sæi um fjöl- miðlakynningu á ráðstefnunni með það að markmiði að kynna framlag hjúkrunar til bættrar heilsu almennings. Einnig vann fræðslu- og menntamálanefnd félagsins töl- uvert við ráðstefnuna. Uppbygging trúna&armannakerfis Nýtt kerfi trúnaðarmanna hefur verið byggt upp um allt land og settar reglur um starfsemi þess. Hátt á annað hundrað aðal- og varatrúnaðarmenn hafa verið kosnir á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga og hafa þeir vel flestir sótt trúnaðarnámskeið á vegum félagsins og BIJM. Samstarf við menntastofnanir hjúkrunar- fræöinga Á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og mennta- stofnana hjúkrunarfræðinga var samstarfsnefnd sett á laggirnar til að skapa formleg tengsl milli þessara aðila og vinna að menntunarmálum hjúkrunarfræðinga. Nefndin hefur haldið tvo fundi og er starf hennar enn í mótun. Fulltrúar félagsins í nefndinni eru Ásta Möller, formaður félagsins, og tveir fulltrúar frá fræðslu- og mennta- málanefnd félagsins. Tengsl við nemendur í hjúkrunarfræði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðið 4. árs nemendum til kynningarfundar um starfsemi félagsins og um kjaramál. Stjórn félagsins styrkti hjúkrunarnema til að sækja þing norrænna hjúkrunarnema sem haldið var í Finnlandi í tengslum við SSN-jiingið sl. haust. Kjarajaxlar: Hildur Einarsdóttir, formaður kjaranefndar og Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.