Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 54
HJUKRUNARFRÆÐINGAR A NORÐURLONDUM BERJAST FYRIR BÆTTUM KJORUM Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum hafa undanfarin ár barist fyrir því að bæta kjör sín. Þeir benda á að niikill launamunur er á milli hjúkrunarfræðinga og annarra starfshópa sem bera sambærilega ábyrgð í starfi og hafa svipaða menntun og krefjast þess að starf þeirra sé metið að verðleikum í launum. Hjúkrunarfræðingar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi eru til- búnir að nota öll tiltæk og lögleg vopn í baráttunni fyrir bættum kjörum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem er að gerast í kjaramálum hjúkrunar- fræðinga á hinum Norðurlöndunum. Noregur I Noregi hafa hjúkrunarfræðingar barist hart fyrir því að hækka laun sín til jafns við aðrar starfsstéttir sem bera sambæri- lega ábyrgð í starli og hafa svipaða mennt- un. Norskir hjúkrunarfræðingar segja skýringuna á lágum launum hjúkrunar- fræðinga vera þá að hjúkrunarfræðingar eru kvennastétt, þeir hafa haldið því fram að launin væru ekki svona lág ef meirihluti hjúkrunarfræðinga væru karlmenn. Norskir hjúkrunarfræðingar fóru í verkfall í júní í fyrra (1994). Eftir þrjá daga var verkfallið afnumið með lögum og hjúkrunarfræðingum var gert skylt að koma aftur til starfa. Norskir hjúkrunar- fræðingar fóru aftur í verkfall 31. maí sl. ásamt öðrum háskólamenntuðum opinber- um starfsmönnum í Noregi. Það verkfall var einnig afnumið með lögum viku seinna. I síðasta tölublaði af Sykepleien Journalen (tímarit norska hjúkrunarfélagsins) eru birtar niðurstöður úr samanburði á meðal- talslaunum hjúkrunarfræðinga og verk- fræðinga sem starfa hjá hinu opinbera í Noregi. Niðurstaðan leiðir í ljós að mánað- arlaun verkfræðinga eru að meðaltali 29.000 ísl. kr. hærri en mánaðarlaun hjúkrunarfræðinga. Samkvæmt upplýsing- um frá norska hjúkrunarfélaginu myndi það kosta um 10 milljarða íslenskra króna á ári að leiðrétta laun norskra hjúkrunar- fræðinga þannig að þau verði sambærileg launum verkfræðinga í opinberri þjónustu. Verkfall norskra hjúkrunarfræðinga í ár og í fyrra hefur ekki enn skilað þeim mjög mörgum krónum en barátta þeirra og áróður þess efnis að greiða beri jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf hefur samt sem áður haft töluverð jákvæð áhrif. í des- ember 1994 og janúar 1995 fóru fram samningaviðræður um sérsamninga milli einstakra sveitarfélaga í Noregi og stéttar- félaga starfsmanna. Niðurstaða þessara samninga var góð fyrir hjúkrunarfræðinga, þeir fengu um 20% af þeirri fjárhæð sem var til ráðstöfunar í þessum samningum á meðan Iaunaútgjöld til hjúkrunarfræðinga nema um 10% af heildarlaunaútgjöldum sveitarfélaga í Noregi. Vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga í Noregi hafa nú lagt fram tilboð þess efnis að launahækkun „dæmigerðra kvennastétta” (starfsstétt þar sem hlutfall kvenna er yfir 75%) skuli vera um 1.800 ísl. kr. á mánuði umfrarn það sem aðrir hera úr býtum á þessu samnings- tímabili. Hjúkrunarfræðingar hafa hins vegar ekki sætt sig við þetta tilboð og benda á að ef þessi leið yrði farin myndi það taka um 10-15 ár fyrir hjúkrunarfræð- inga að ná sönnx launum og aðrir starfs- hópar (t.d. verkfræðingar) og svo lengi geti hjúkrunarfræðingar ekki beðið. Svíþjóð Þessa dagana eiga sér stað samningavið- ræður milli sænskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekenda um gerð nýs kjarasamn- ings. Sænskir hjúkrunarfræðingar eru staðráðnir í því að ná fram verulegum launahækkunum í þessum samningum og benda á það að laun þeirra eru umtalsvert lægri en laun annarra starfshópa sem bera sambærilega ábyrgð í starfi og hafa svipaða menntun. Einnig benda þeir á að hjúkrun- arfræðingar eigi verulegan þátt í sparnaði og hagræðingu á sænskum hedbrigðisstofn- unum og þeim beri því hærri laun. Það eru liðin níu ár frá því að sænskir hjúkrunar- fræðingar fóru síðast í verkfall (1986), nú er hins vegar mikill hugur í sænskum hjúkrunarfræðingum og þeir virðast vera tilbúnir að grípa til aðgerða til að ná kröf- um sínum fram. Sænsku heilbrigðissamtök- in (Svenska Halso- och Sjukvárdens Tjan- stemannaförbund) hafa nú undir höndum undirskriftir frá nærri fimmtán þúsund sænskum hjúkrunarfræðingum sem krefj- ast þess að Iaun þeirra hækki um 50.000 ísl. kr. á mánuði. í sænskum jafnréttislögum er kveðið á um það að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn- verðmæt störf. Sænskir hjúkrunarfræðing- ar ætla í sinni kjarabaráttu m.a. að nýta sér þessi ákvæði laganna. Sem dæmi má nefna að um 200 gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingar hafa lagt fram kæru til sænsku jafn- réttisnefndarinnar þar sem þeir bera laun sín saman við laun verkfræðinga. Þessir hjúkrunarfræðingar hafa látið meta störf sín með starfsmati sem unnið var af hjúkrunarfélaginu í Ontario í Kanada en sænsku heilbrigðissamtökin hafa látið þýða það og staðfæra. L_ I— Danmörk Verkfall danskra hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti 1. maí sl. og stóð það í 4 vikur. Þetta er í annað skipti sem danskir hjúkr- unarfræðingar nýta sér verkfallsvopnið til að freista þess að ná fram sínum kröfum. Síðast fóru danskir hjúkrunarfræðingar í verkfall árið 1976. Verkfalli danskra hjúkrunarfræðinga nú lauk með laga- setningu á danska þinginu 24. maí sl. og hjúkrunarfræðingum var gert skylt að koma aftur til starfa. Samkvæmt þessum lögum eiga lijúkrunarfræðingar að fá sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfs- menn til að byrja með. I lögunum er einnig 102 TÍMAKIT HJÚKRUNAKFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.