Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 8
Bráðahjúkrun í snjóflóði f A vettvangi hamfara Viðtal við Þóru Þráinsdóttur og Birnu Ólafsdóttur Þ óra Þráinsdóttir og Birna Ólafsdóttir Iuku báðar hjúkrunarnámi frá námsbraut í hjúkrmiarfræði / / við HI vorið 1994. Uin haustið réðu þær sig til starfa við Fjórðmigssjúkraliúsið á Isafirði. Stuttu eftir áramót, nánar tUtekið 16. janúar, voru þær sendar til Súðavíkur, ásamt þremur læknum, til að annast fyrstu hjálp þeirra sem lent höfðu í snjóflóðinu snemma mn morguninn. Þóra og Birna eru báðar Reykvíkingar. Þær fóru tU ísafjarðar vegna kjaranna sem buðust og tU að öðlast reynslu. Undirbúningur og viðfangsefni A Isafirði er ein legudeild þar sem tekið er á móti fæðandi konum og hand- og lyílækningasjúklingum á öllum aldri. Það eru því æði fjölbreytt viðfangsefni sem starfsfólkið fæst við á hverjum degi. Birna og Þóra hafa þurft að takast á við barnsfæðingu og dauðsfall sama daginn og Birna komst í fréttir þegar hún tók á móti barni í bU fyrir utan sjúkrahúsið. Stöllurnar eru sammála um að námið hafi verið góð undirstaða fyrir hjúkrunarstarfið. Sérstaklega segjast þær hafa verið vel búnar undir að takast á við ýmis and- leg vandamál og að tæknileg þekking á ýmsum tækjum og tólum, sem þær öðluðust í náminu, hafi einnig komið sér vel. Þær eru einar á kvöld-, nætur- og helgarvöktum og segja það auka sjálfstraustið að finna hvað þær geta gert margt á meðan beðið er eftir lækni. Sjóferö Daginn, sem snjóflóðið féll, áttu þær báðar að vera á morgunvakt. Birna var mætt tU vinnu klukkan hálfátta og frétti fljótlega hvað gerst hafði í nágrannabyggðinni. „Þegar ég var beðin uin að fara til Súðavíkur hugsaði ég út í áhættuna en fannst að ég ætti að fara frekar en mæðurnar og þær sem eru giftar hérna,“ segir hún. Það þurfti tvo hjúkrunarfræðinga til fararinnar og því var einnig haft samband við Þóru. Síðan var siglt tU Súðavíkur. Ilvorki Birna né Þóra eru vanar á sjó. Reynsla þeirra fram að þessu takmarkaðist við siglingu með Akraborginni í sól og blíðu. TU að fyrirbyggja sjó- veiki höfðu þær tekið ógleðistUlandi lyf sem dugði þó skammt. A leiðinni var haugasjór og meira að segja hörðustu sjómenn ældu og spúðu. Sighng, sem venjulega er hálftíma skottúr, tók helmingi lengri tíma við þessar óvenjulegu aðstæður. „A leiðinni í skipinu skipulögðum við vinnuna sem var í vændum, “ segir Birna, „og fórum yfir ýmislegt eins og hvernig ætti að meta lífsmörk. Ef fólk er mjög kalt er erfitt að finna púls. Síðan var yfirfarið hvað hefði forgang. Læknarnir ræddu einnig um ýmislegt sem við máttum búast við að lenda í.“ Súóavík Fagranesið lagðist loks að bryggju í Súðavík. Þá tók við ganga upp í frystihúsið Frosta. „Það var alveg brjálað veður, “ segir Birna, „og maður mátti þakka fyrir að takast ekki á loft og feykjast út í sjó. Við sáum bara hvítt og vissum ekkert hvert við vorum að fara.“ I Frosta voru heimamenn að hlúa að þeim sem þegar voru fundnir. Þóru og Birnu var sagt livað búið væri að gera og það hjálpaði þeim af stað. „Aðalatriðið var að halda lífi í fólki, annað varð svo mikið smámál og maður hætti að horfa á það,“ segir Þóra og heldur áfram: „Fyrir utan var fólk að vitja um ættingja sína, óvisst um afdrif þeirra. Heimamenn voru ótrúlega hjálpsamir og duglegir, t.d. stúlkurnar í eldhúsinu. Þær aðstoðuðu okkur eins lengi og Jiær gátu. Þær voru þarna að taka á móti vinum, 56 TÍMARIT HJÚKRUNARFKÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.