Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 15
gegnum atburðarásina og undirstrika að allar tilfinningar eru eðlilegar. Pátttakendur fá staðfestingu á að þeir eru ekki einir í sinni upplifun. Þannig fjarlægjast þeir at- burðina og geta horft á þá sem heild og lífsreynslu sem nýtist á jákvæðan hátt. Ef vel tekst til myndast samkennd í hópnum og menn fara með þá vissu að þeir séu mann- legir og hafi eðlilegar tilfinningar. Sé þessari íhlutun ekki beitt þá er víst að einhverjir munu ævilangt finna fyrir streituviðbrögðum sem þeir geta hvorki stjórnað né skýrt (Rubin, 1990). Sumir geta ekki farið aftur að leita eða sinna fyrri störfum. Aðrir verða fyrir áfaUi mörgum ár- um síðar sem vekur upp gamlar óþægilegar minningar og tilfinningar. Ekki er unnt að fyrirbyggja langvinn streituviðbrögð hjá öllum með úrvinnslu sem þessari. Hins vegar fær fag- fólkið tækifæri til að finna þá sem eru næmir fyrir slíku og þátttakendur fá upplýsingar um möguleg lirræði ef um langvarandi vanlíðan er að ræða. Oft gera vanlíðan, breytingar á hegðun og ýmsir líkamlegir kvillar vart við sig liingu eftir áfallið og viðkomandi tengir oft einkennin þessari reynslu. Hópúrvinnsla dregur úr Hkum á sHkum viðbrögðum sem annars gæti reynst torvelt að meðhöndla og getur orðið einstaklingnum og samfélaginu dýrt. Misjafnt er hversu margir fundir eru haldnir með hverjum hópi, en oftast eru þeir 1-4. Það fer eftir eðli og styrk áfallsins og aðstæðum liverju sinni. Stnndum koma björgunarmenn úr mörgum sveitarfélögum og Jmrfa að hverfa sem fyrst heim. Eins nöturlegt og það lcann að virðast, J)á vann óveðrið sem geisaði á Vestfjörðum eftir snjóflóðin með okkur í þessu tilUti. Björgunarmenn voru veðurtepptir á ísafirði og komust hvergi J)ó verkefni biðu heima fyrir. Því var unnt að skipuleggja fundi fyrstu sólarhringana og ná öllum saman. Þeir sem hurfu fljótt af vettvangi fengu sína fundi síðar. Um mikilvægi tíma- setningar fyrir úrvinnslufundi er lítið vitað að öðru leyti en því að eftir J)ví sem lengra líður frá áfalli minnka lík- urnar á að ná til allra sem hlut eiga að máli. Hvað tekur við? Þegar fyrstu hjálp á vettvangi er lokið er eftirmeðferð í höndum heilbrigðisstarfsfólks á viðkomandi stað, sem síðan leitar ráðgjafar hjá sérfróðum aðilum eftir þörfum og vísar þeint áfram sem þurfa sérhæfða aðstoð. Venjan er að halda 1-4 viðtöl eða hópfundi fyrir fóllc sem fær áfallahjálp í tengslum við slysadeildina eða aðrar deildir spítalans. Ef í ljós kemur að einstaklingar eða hópar þurfa á meiri aðstoð að halda ber hjálparaðilanum að vísa máhnu til viðeigandi fagfólks. Eftirmeðferð hefur verið með tvennu móti hvað Súð- víkinga varðar. Annars vegar tók starfsfólk heilsu- gæslunnar á Isafirði við þegar áfallahjálparhóparnir úr Reykjavík fóru heim og hins vegar tóku nokkrir aðilar úr þeim hópi að sér að vísa þeim Súðvíkingum, sem fluttust til Reykjavíkur, til viðeigandi fagfólks úr röðum geð- lækna og sálfræðinga. Einn úr okkar hópi (Rudolf) hefur fylgt eftir nokkruin einstaklingum sem óskuðu J)ess sér- staklega að J)urfa ekki að skipta um hjálparaðila. Þegar |>etta er ritað er engan veginn séð fyrir endann á J)essu hjálparstarfi þar sem fjöldi þeirra sem tilheyrðu áhættu- hópum var á bilinu 600-700 manns, snjóflóðahætta var vikum saman á Vestfjörðum og reyndar víðar á landinu og afleiðingar þessa hörmulega slyss eru engan veginn til lykta leiddar. Þess má geta að héraðslæknir Vestfjarða hefur fengið vilyrði heilbrigðisráðherra fyrir sérstakri fjárveitingu til rannsóknarverkefnis á afdrifum J)essa hóps. Áfallahugsýki AfaHahugsýki er þýðing á enska hugtakinu Post Tramn- atic Stress Disorder sem hefur lengi verið lýst sem afleið- ingu sálrænna áfalla einkum vegna ófriðar, s.s. Víetnam- stríðsins, og í tengslum við eftirlifendur úr útrýmingar- búðum nasista. Afallahugsýki er sjúklegt ástand sem skapast vegna langvarandi streituviðbragða í kjölfar áfalls sem einstaklingurinn er ófær um að vinna úr án aðstoðar (Parkinson, 1993). Venjuleg bjargráð einstakl- ingsins duga J)ar ekki til. Meðal áhættuþátta fyrir áfallahugsýki er veruleg ógnun, t.d. alvarleg Hfshætta, langvinnt hættuástand, endurtekin hætta með stuttu millibiH, vissa um að láta lífið eða naumleg björgun, nálægð við látna og björgun barna, vina og ættingja (Lewis, 1993). Einkenni áfalla- hugsýki eru margvísleg og má J)ar nefna endurupplifun áfallsins í svefni og vöku, að forðast áreiti sem tengist áfallinu, doði og sinnuleysi, taugaveiklun, Jnmglyndi og truflað hugarstarf. Meðferð áfallahugsýki er fyrst og fremst í höndum sérfræðinga og felst í viðtals- og lyfja- meðferð við hinum djúpstæðu geðrænu einkennum sem hafa náð að J)róast vegna ófuUnægjandi úrvinnslu. Þeir sem J)jást af áfallahugsýki lenda gjarnan á þvælingi um heilbrigðiskerfið vegna óljósra líkamlegra kvartana, svefntruflana, misnotkunar áfengis eða annarra vímuefna. Þá er hætta á að einkenni séu meðhöndluð án þess að orsökin sé ljós og lagt sé út í dýrar og erfiðar rannsóknir, lyfjagjöf og aðra meðferð sem læknar ekki hina raunverulegu orsök. Skipulag Borgarspítalans AfaUahjálp er veitt á Borgarspítalanum daglega. Þeir sem veita þessa hjálp eru hjúkrunarfræðingar, sjúkrahús- prestar og geðlæknar. Þessi hjálp er hluti af bráðaþjón- ustu spítalans og er í stöðugri endurskoðun og þróun. Afallahjálp utan spítalans er nýrra verkefni sem hefur á útmánuðum þessa árs verið skipulögð nákvæmlega, ekki síst í ljósi þeirrar reynslu sem starfið á Vestfjörðum veitti okkur. Þegar Almannavarnir óskuðu eftir að Rudolf Adolfs- son færi td Súðavíkur með áfaUahjálparhóp var ekki til nákvæm áætlun um hvernig ætti að bregðast við shkri bón. Hins vegar tókst, á einni klukkustund, að kalla TIMAIiIT IIJUKIiUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 úrg. I'J95 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.