Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 24
ALÞJOÐADAGUR HJUKRUNARFRÆÐINGA MAI 12. AlJ)jóðadagur hjúkrunarfræðinga er 12. maí. Á þeim degi fyrir 175 árum fæddist Florence Nightingale. Hverju sinni helgar Aljijóðasamhand hjúkrun- arfræðinga daginn einhverju málefni. I ár var heilbrigði kvenna sett á oddinn. Hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga var ákveðið að gera meira úr deg- inum en venja er til og bjóða almenn- ingi í afmælið hennar Florence með því að halda almenna fyrirlestra, skrifa greinar, stunda heilbrigðiseflingu eða hvað annað sem hjúkrunarfræðingum hugkvæmdist í tilefni dagsins. Utkoman var fjölbreytt dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur og víða um land. Fræðslu- og menntamálanefnd félagsins hafði veg og vanda að undirbúningnum. Dagskráin var auglýst í Morgun- blaðinu og Jiar birtust einnig viðtal við Ástu Möller, formann félagsins, og greinar eftir hjúkrunarfræðinga. I Ríkisútvarpinu var fjallað um alj)jóðadag hjúkrunarfræðinga í þætt- inum „Samfélagið í nærmynd“ og í morgunþætti Rásar 2. Dagskráin í ráðhúsi Reykjavíkur hófst með ávarpi Ástu Möller. Eftir það voru flutt erindi og leikj)áttur sem gefa áttu hugmynd um hvernig hjúkrun fléttast inn í lífshlauj) kvenna: Stúlkubarnið og heilbrigði Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Heilsugæslustöð Seltjarnarness Hvað veldur lystarstoli hjá ungum stúlkum? Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunar- fræðingur á geðdeild Borgarsj)ítala Listrœn uppfœrsla: Stúlka í hvítum kjól Höfundur texta: Rósa 0. Svavars- dóttir, hjúkrunarfræðingur Höfundur tónlistar: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Guðrún Asmundsdóttir Upjdestur: Guðrún Asmundsdóttir og Ilelga Þ. Stephensen, leikarar Fiðluleikari: Bryndís Pálsdóttir Dansari: Ásta Arnardóttir Aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu Marga Thome, dósent í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands Oldrun kvenna og heilbrigðishœttir Matthildur Valfells, hjúkrunar- deildarstjóri, Hátúni Uin 150 manns, flest hjúkrunar- fræðingar, lögðu leið sína í ráðhúsið til að fylgjast ineð dagskránni og Jiiggja hollar veitingar í boði Borgarspítalans, Osta- og smjörsölunnar og Innness hf. Margir komu einnig í ráðhúsið til að fá mældan blóðj)rýsting hjá hjúkrunar- fræðingum sem starfa á heilsugæslustöð Miðbæjar. A Húsavík hlýddu nærri 70 manns á erindi Herdísar Sveinsdóttur, dósents í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, sem hún kallaði „Konan í kroppnum“ -Sjálfsmynd og heilbrigði kvenna. Hjúkrunarfræðingar þar stóðu í ströngu við að mæla blóðþrýsting hjá viðskiptavinum Kauj)félags Suður- Þingeyinga fyrr um daginn. Hjúkrunarfræðingar stóðu víða annars staðar fyrir blóðþrýstingsmæl- ingum og ýmsum ujipákomum í tilefni dagsins. Má sem dæmi nefna að í Nettó á Akureyri var veitt ráðgjöf um tóbaks- varnir og á Selfossi tóku um 300 konur J)átt í skyndikönnun á heilbrigði kvenna á Suðurlandi. Blóðþrýstings- mælingar reyndust alls staðar mjög vin- sælar og einn og einn mældist með blóð- Jirýsting sem ástæða þótti til að athuga nánar. Þ.R. Myndirnar sem fylgja voru teknar í ráðhúsi Reykjavíkur 12. maí sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.