Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Side 24
ALÞJOÐADAGUR HJUKRUNARFRÆÐINGA MAI 12. AlJ)jóðadagur hjúkrunarfræðinga er 12. maí. Á þeim degi fyrir 175 árum fæddist Florence Nightingale. Hverju sinni helgar Aljijóðasamhand hjúkrun- arfræðinga daginn einhverju málefni. I ár var heilbrigði kvenna sett á oddinn. Hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga var ákveðið að gera meira úr deg- inum en venja er til og bjóða almenn- ingi í afmælið hennar Florence með því að halda almenna fyrirlestra, skrifa greinar, stunda heilbrigðiseflingu eða hvað annað sem hjúkrunarfræðingum hugkvæmdist í tilefni dagsins. Utkoman var fjölbreytt dagskrá í ráðhúsi Reykjavíkur og víða um land. Fræðslu- og menntamálanefnd félagsins hafði veg og vanda að undirbúningnum. Dagskráin var auglýst í Morgun- blaðinu og Jiar birtust einnig viðtal við Ástu Möller, formann félagsins, og greinar eftir hjúkrunarfræðinga. I Ríkisútvarpinu var fjallað um alj)jóðadag hjúkrunarfræðinga í þætt- inum „Samfélagið í nærmynd“ og í morgunþætti Rásar 2. Dagskráin í ráðhúsi Reykjavíkur hófst með ávarpi Ástu Möller. Eftir það voru flutt erindi og leikj)áttur sem gefa áttu hugmynd um hvernig hjúkrun fléttast inn í lífshlauj) kvenna: Stúlkubarnið og heilbrigði Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Heilsugæslustöð Seltjarnarness Hvað veldur lystarstoli hjá ungum stúlkum? Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunar- fræðingur á geðdeild Borgarsj)ítala Listrœn uppfœrsla: Stúlka í hvítum kjól Höfundur texta: Rósa 0. Svavars- dóttir, hjúkrunarfræðingur Höfundur tónlistar: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Guðrún Asmundsdóttir Upjdestur: Guðrún Asmundsdóttir og Ilelga Þ. Stephensen, leikarar Fiðluleikari: Bryndís Pálsdóttir Dansari: Ásta Arnardóttir Aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu Marga Thome, dósent í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands Oldrun kvenna og heilbrigðishœttir Matthildur Valfells, hjúkrunar- deildarstjóri, Hátúni Uin 150 manns, flest hjúkrunar- fræðingar, lögðu leið sína í ráðhúsið til að fylgjast ineð dagskránni og Jiiggja hollar veitingar í boði Borgarspítalans, Osta- og smjörsölunnar og Innness hf. Margir komu einnig í ráðhúsið til að fá mældan blóðj)rýsting hjá hjúkrunar- fræðingum sem starfa á heilsugæslustöð Miðbæjar. A Húsavík hlýddu nærri 70 manns á erindi Herdísar Sveinsdóttur, dósents í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands, sem hún kallaði „Konan í kroppnum“ -Sjálfsmynd og heilbrigði kvenna. Hjúkrunarfræðingar þar stóðu í ströngu við að mæla blóðþrýsting hjá viðskiptavinum Kauj)félags Suður- Þingeyinga fyrr um daginn. Hjúkrunarfræðingar stóðu víða annars staðar fyrir blóðþrýstingsmæl- ingum og ýmsum ujipákomum í tilefni dagsins. Má sem dæmi nefna að í Nettó á Akureyri var veitt ráðgjöf um tóbaks- varnir og á Selfossi tóku um 300 konur J)átt í skyndikönnun á heilbrigði kvenna á Suðurlandi. Blóðþrýstings- mælingar reyndust alls staðar mjög vin- sælar og einn og einn mældist með blóð- Jirýsting sem ástæða þótti til að athuga nánar. Þ.R. Myndirnar sem fylgja voru teknar í ráðhúsi Reykjavíkur 12. maí sl.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.