Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 34
 að miðla þekkingu á gildi daglegrar líkamsþjálfunar og rétt mataræði. Verkleg kennsla fer frarn í matreiðslu og vistmenn elda sjálfir undir leiðsögn til að öðlast færni í að töfra fram gómsætar fitu- og saltsnauðar máltíðir. Mikið er lagt upp úr því að fólk, sein dvelur á deild- inni, nýti sér helgarleyfi til að viðhalda tengslum við fjöl- skylduna og laga sig að breyttum lífsstíl í sínu eigin um- hverfi. Haldnir hafa verið kynningar- og fræðsludagar fyrir aðstandendur. Þá gefst þeim tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í þjálfun og fræðsln í einn dag. Ef aðstand- endur skilja eðli sjúkdómsins og mikilvægi endurhæfing- arinnar aukast líkur á að sjúklingurinn geti með stuðn- ingi þeirra haldið áfram á sömu hraut á heimavelli. Mibtaugakerfíssvib Algengast er að sjúklingar komi til dvalar á miðtauga- kerfissviði vegna heilasjúkdóma, Parkinsonsveiki, aflim- ana (amputationir) eða heila- og mænusiggs (MS). Aldur sjúklinganna er frá unghngsárum og fram á elliár og vandamálin markast af aldri og virkni þeirra. Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar (auk annarra starfsmanna) sem hafa sérþekkingu á endurhæfingu sjúk- linga sem fengið hafa heilaáföll (blóðtappa, blæðingu eða æxb). Sérhæfð hjúkrun og endurhæfing þessa sjúkbnga- hóps byggist á samvinnu við sjúkbnginn og aðstandendur hans. Samvinnan byggist á stuðningi og fræðslu um endurhæfinguna og þann sjúkdóm sem takast þarf á við. Fjölskyldufundur er haldinn þegar útskrift nálgast, en stundum einnig skömmu eftir innlögn, til að mynda tengsl og afla upplýsinga. Sjúkbngurinn þarf yfirleitt að takast á við breytta sjálfsmynd ásamt skerðingu á tekju- og starfsmöguleikum. Hjúkrun á miðtaugakerfissviði l'elur í sér stöðugt inat á bðan einstakbngsins. Tryggja |>arf næga hvíld og góðan svefn og að verkir séu hnaðir. Meta þarf áhrif lyfja og hvort aukaverkanir koma fram. Lömuðum sjúkbngum eru kenndar aðferðir til að ná tökum á daglegum athöfn- um. Strax við komu er byrjað að kenna stig af stigi þá tækni sem þarf til að setjast upp, fara úr/í stól, klæða sig, meðhöndla lamaðan útbm o.s.frv. í upphafi þarf oft að veita mikla aðstoð en hún minnkar síðan stig af stigi eftir því sem sjúkbngurinn lærir og þjálfast. Þjálfun belftar- lamaðra fer að miklu leyti fram á deildinni sjálfri og er þar í höndum hjúkrunarfræðinga og sjúlcrahða. Þeltking og hæfni sjúkbngsins til að vinna úr og taka við leiðbein- ingum er afgerandi þáttur í árangri endurhæfingarinnar. Takast þarf á við áhættuþætti sem geta verið til staðar, t.d. hækkun á blóðþrýsingi. Strax við innlögn er horft til útskriftar og er yfirleitt þörf á áframhaldandi þjálfun og heimahjúkrun eftir að dvöbnni á Reykjalundi sleppir. Meta þarf hvort breyta á húsnæði vegna fötlunar eða hvort þörf er á að skipta um húsnæði eða að fá vistunarmat. Hjúkrunarfræðingur sér síðan um að ræða við heimahjúkrun og samræma þá þjónustu sem fengin er og að gefa upplýsingar um hjúkrunina bæði símleiðis, nokkru fyrir útskrift, og með hjúkrunarbréfi við útskrift, til að tryggja samfellda þjónustu. Verkjasvib A verkjasviði eru vistaðir sjúkbngar sem þjást af verkjum sem ekki láta undan venjulegri verkjameðferð. Hjúkrunarfræðingur, sem tekur komuviðtal, reynir að finna skýringar á þrálæti verkjanna. Auk almennra upp- lýsinga er sérstaklega spurt um ofneyslu lyfja, áfengis eða matar, félagsleg tengsl, fjölskyldusögu og fjölskyldu- mynstur, andlega og bkamlega misbeitingu, starfsþol og lireyfigetu. Ut frá þessum upplýsingum eru veikleiki og styrkleiki sjúklings metnir ásamt þörf fyrir hjúkrun og fræðslu. Loks eru sett skammtíma- og langtímamarkmið í samráði við sjúkbng. Hjúkrunarfræðingur sér um fræðslu í verkjaskólan- um. Þar hittir hann 7 manna stuðningshóp verkjasjúkl- inga sem eru í skólanum, tvisvar í viku í þrjár vikur. Markmið með fræðslunni í stuðningshópnum er að sjúkbngurinn verði meðvitaður um tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu. Ahersla er lögð á að tala um eftirfar- andi efnisþætti: A. Verkjavítahringinn B. Þunglyndi C. Kvíða D Svefn og svefntruflanir E. Áhrif ýmissa efna á líkamann (t.d. kaffis, lyfja, áfengis, tóhaks og fæðu) á andlega og líkainlega líðan. Langvarandi verkir geta haft víðtæk áhrif á líf þol- enda, t.d.vinnugetu, fjármál, samskipti við fjölskyldu, sjálfsmynd, sjálfsábt, kynlíf, kvíða og /eða svefn. Auk einstakbngsbundinnar meðferðar hjá öðrum aðilum verkjateymis tekur fólk m.a. þátt í eftirfarandi: 1. Lfkamsvitundarnámskeið. Margir einstakbngar með langvinna verki hafa mjög lélega líkamsvitund. Á námskeiðinu er reynt að auka hana. í 10 - 12 manna hópum er unnið með hreyfingar og athygbnni beint að hvað viðkomandi gerir og hvað hann skynjar. 82 TÍMARIT IUÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.