Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 29
Oftast er auðvelt að þekkja þá sjúklinga sem komnir eru á síðustu stig sjúkdómsins, en það þarf skarpa athyglisgáfu og markvisst hjúkrunarmat til að finna sjúklinga sem leynast með áfengissýki á byrjunarstigi. sem leynast með áfengissýki á byrjunarstigi. Mikilvægt er að þekkja fyrstu einkennin til að geta greint ástandið fyrr en seinna, því batalíkur sjúklinga, sem greinast snemma og áður en félagsleg staða þeirra hefur raskast, eru taldar vera 68-85% (Tweed, 1989; Alexander, Morello, Gould og Peterson, 1993). Enn þá er ofneysla áfengis og annarra vímuefna algengari meðal karla en kvenna en þær sækja fast á. Aldraðir hafa hæstu tíðni dauðsfalla af völdum sjúkdóma er tengjast neyslunni. Áfengissýki er ekki stéttbundinn sjúkdómur en fólk sem hefur langa neyslusögu færist oftar nær fátæktarmörkum. I Bandaríkjunum voru flestir þeirra sein komu á bráðasjúkrahús vegna áfengis- sýki árið 1985 á aldrinum 25-44 ára (Schenk, 1991; Anderson, 1990; Tweed, 1989; Alexander o.fl., 1993). Flestir þeirra sem farið hafa í áfengismeðferð á Islandi undanfarin 10 ár eru á þrítugsaldri (Tómas Helga- son,1988; Theódór Halldórsson og Þórarinn Tyrfings- son,1992). Blönduð neysla áfengis og lyfja er tahn nokkuð algeng en rannsóknir sýna að 60% þeirra sem misnota áfengi nota einnig önnur vímuefni, svo sem róandi eða örvandi lyf (Schenk, 1991). Hingað til hafa konur verið algengari neytendur róandi og vöðvaslakandi lyfja eins og af benzodiazepam flokki. Nýlegar rannsókn- ir sýna hins vegar að sú neysla hefur aukist mest hjá ung- um karlmönnum og er samldiða neyslu áfengis og ólög- legra vímuefna (Cole og Chiarello, 1990; Ettorre, 1992; Seivewright og Dougal, 1992). Óöryggi og vankunnótta heilbrigðis- þjónustunnar Þótt umönnun alkóhólista hafi hin síðari ár mætt mikið á bráðasviði heilbrigðisþjónustunnar hefur innan hennar gætt vankunnáttu og óöryggis í meðhöndlun þessara sjúklinga (Alexander, Morello, Gould, Peterson, 1993; Schenk, 1991; Tweed, 1989). Jack (1989) hendir á að hluta vandans geti verið að finna í sögulegri hefð þar sem áfengissjúklingar hafi tilheyrt einangruðu sviði geð- læknisfræðinnar. Sumners (1990) telur að skipulagsleysi (confusion) hafi ríkt um það hver hæri ábyrgð á meðhöndlun þessara sjúklinga. Ein afleiðing þessa er að menntun heilhrigðis- stétta um alkóhólisma og skyld ofneysluvandamál hefur setið á hakanum allt fram á þennan dag. Nám lækna og hjúkrunarfræðinga um þetta efni er enn þá lítið að umfangi og þannig skipulagt að fræðslan beinist að sjúkdómum tengdum neyslunni frekar en að ástandinu sjálfu, einkennum þess og þróun (Long, 1990; Tweed, 1989; Beasley, 1991). Breytinga er þó að vænta því að sögn Jóhönnu Bernharðsdóttur, lektor við Háskóla Islands, er fyrirhugað að auka fræðslu til handa hjúkrunarnemum um ofneyslu á komandi misserum. Skráning sjúkdómsins í sjúkraskýrslur virðist auk þess enn vera ófullnæjandi og tilviljunarkennd og fara helst eftir viðhorfum þeirra sem taka slcýrsluna af sjúkl- ingnum hverju sinni. I bandarískri rannsókn kom fram að 39% þeirra sjúkraskýrslna sem skrifaðar voru um TÍMAliIT HJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 urg. 1995 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.