Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 13
Hildur Helgadóttir, Rudolf Adolfsson, Erna Einarsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir og Erna Hrefna Sveinsdóttir Áfallah jálparþjónusta Borgarspítalans Á undanförnum vikum og mánuðum hefur hugtakið áfallahjálp oftsinnis verið nefnt ífjöl- miðlum og rœtt manna á meðal. Hugtak sem var nánast óþekkt nema í þröngum hópi fag- fólks og björgunarsveita er nú á allra vörum. Það er vel, en það kallar jafnframt á skil- greiningu á því hvað áfallahjálp er, í hverju slík hjálpfelst og hver tilgangur hennar er. I þessari grein verður leitast við að varpa Ijósi á livernig og hvenœr áfallahjálp er veitt, í hvaða tilgangi, hverjir koma að slíkri aðstoð, hvenœr henni lýkur og annars konar vinna tekur við. Við skoðum það fyrirbæri sem verið er að fyrirbyggja með því að veita áfallahjálp, en það er áfallahugsýki (Post Traumatic Stress Disorder). Við leiðum lesandann inn á vettvang hjálparstarfsins með því að nota dœmi frá þeirri aðstoð sem veitt var í kjölfar snjóflóðanna í Sáðavík. Að lokum skoðum við þátt hjúkrunarfrœðinga í áfallalijálp m.t.t. menntunar þeirra og e.ðlis hjúkrunarstarfsins. Greinarhöfundar hafa mismunandi bakgrunn á sviði áfallahjálpar úr störfum sínum sem hjúkrunarfrœðingar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa ko?nið að hjálpar- starfinu á Vestfjörðum í janúar sl. á einn eða annan hátt. Höfundar greinarinnar starfa ailir á Borgarspítalanmn. Hildur Helgadóttir og Erna Einarsdóttir eru hjúkrunar- frainkvæmdastjórar, Rudolf Adolfsson er deildarstjóri dagdeildar geðdeildar í Templarahöll, Kristín Gunnarsdóttir deildarstjóri gjörgæsludeildar og Erna Hrefna Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur á slysadeild. Hva& er áfallahjálp (ekki)? Orðið ófallahjálp hefur í nokkur ár verið notað yfir norska hugtakið „katastrofe psykiatri” en Norðmenn standa mjög framarlega á þessum vettvangi. Áfallahjólp byggir á vitneskju um eðlileg viðbrögð einstaklinga og hópa við alvarlegum áföllum, sem valda sólrænu umróti og streituviðbrögðum hjá þeim sem hlut eiga að máli. Áfallahjálp miðar að því að fyrirbyggja alvarleg og lang- vinn sálræn eftirköst í kjölfar áfalla af ýmsum toga. Það sem einkum einkennir slík áföll er hversu óvænt þau eru og án fyrirboða. I*au eru skammvinn, kröftug og við- brögð þolenda einkennast af skelfingu og hjálparleysi. Dæmi um slík áföll eru náttúruhamfarir, slys, það að verða vitni að voveiflegum dauða, koma að slysstað, lenda í gíslatöku eða upplifa aðsteðjandi hættu sem ógnar líí'i viðkomandi eða nánustu fjölskyldu. Áfallahjálp er forvarnarstarf með það eina markmið að fyrirbyggja alvarleg, langvinn eftirköst sálrænna áfalla. Hjálpin er afmörkuð, fylgir ákveðnu ferli og felur í sér þá ábyrgð að þeir sem hana veita aíbendi öðrum framhaldsvinnuna þegar búið er að skima þá einstaklinga sem eru í hættu að fó óeðlileg geðræn einkenni sem þurfa lengri meðferð. Áfallahjólp má skipta í sálræna skyndihjólp og kerfis- bundna tilfinningalega úrvinnslu. Áfallahjálp er ekki sorgarúrvinnsla, handleiðsla, sólgæsla, meðferð eða stuðningur við starfsfólk. Bakgrunnur Áfallahjálp hefur vissulega verið veitt með ýmsu inóti í tengslum við voveiflega atburði þó aðstoðin hafi ekki verið skilgreind og skipulögð með formlegum hætti. A Borgarspítalanum hefur ófallahjálp verið veitt um langa hríð, sérstaklega á slysadeild og gjörgæsludeild, án þess að starfið hafi verið kallað sínu rétta nal’ni eða gefinn sá gaumur sem því ber. Um síðustu áramót var tekin sú ókvörðun innan hjúkrunarstjórnar Borgarspítalans að gera úttekt á raunverulegri þörf fyrir skipulagða áfalla- hjálparþjónustu á vegum spítalans. Þetta var gert ekki síst vegna fjölda ábendinga frá hjúkrunarfræðingum á slysadeild spítalans. Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunar- fræðingur og deildarstjóri dagdeildar geðdeildar í Templárahöll, var fenginn til að sinna þessu verkefni sérstaklega, halda nákvæma skrá yfir starfið og skila skýrslu um umfangið 1. maí 1995. Verkefnin eru nú þegar orðin fjölmörg í tengslum við slys, sjálfsvíg og björgunarstörf. Þau hafa snúist um hjálp við eftirlifend- ur, slysavalda, sjónarvotta, björgunarmenn og starfsfólk spítalans. Rudolf hefur sinnt þessum verkefnum ýmist einn eða í samstarfi við hjúkrunarfræðinga og sjúkra- húspresta. Tilviljun réði því að atburðirnir í Súðavík gerðust daginn eftir að verkefnið hófst fonnlega og ein- kenndu starfið framan af. Það er hins vegar ljóst að hin daglegu verkefni sem fylgja bráðahlutverki spítalans eru fjölmörg og brýn. Hugmyndal'ræði þeirrar áfallahjálpar sein Borgar- spítalinn býður, er að miklu leyti sniðin að norskri fyrir- mynd. Eins og áður hefur komið fram eru Norðmenn mjög framarlega í áfallahjálp og þangað hafa íslendingar sótt sérþekkinguna að mestu leyti. Þar hefur áfallahjólp verið kennd á háskólastigi í 20 ár og gildi hennar sem for- TIMARIT HJUKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.