Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 37
Súrefnisþjónusta SÍBS ó Reykjalundi -
súrefnisþjónusta í heimahúsum ó íslandi
Ymislegt getur haft áhrif á súrefnisþrýsting í slagæðablóði
en almennt má segja að lungnasjúklingar þurfi súrefnis-
meðferð ef þeir hafa súrefnisþrýsting í slagæðahlóði < 55
mmHg (Sa02 < 85%). Auk þess koma til greina þeir sem
liafa súrefnisþrýsting < óOmmHg ef einnig finnast hjá
þeim einkenni um hægri—hjartabilun. Súrefnismeðferð er
aldrei hafin nema samkvæint tilvísun frá lækni.
Súrefnismeðferð í heimahúsum hefur staðið sjúkling-
um, sem þurfa á henni að halda, til boða hérlendis síðan
um 1970. Frá árinu 1987 hefur Reykjalundur verið mið-
stöð þessara sjúklinga og frá 1991 hefur hjúkrunarfræð-
ingur skipulagt þessa starfsemi og sinnt eftirliti með sjúk-
lingunum. Þeir eru nú um 90 talsins, á aldrinum 8-88
ára og búsettir víðs vegar um landið. Súrefnisþjónustan
er að mestu greidd af Tryggingastofnun ríkisins en
Reykjalundur hefur hlaupið undir bagga með það sem
upp á vantar. Tengiliður milh skjólstæðinga súrefnisþjón-
ustu og Tryggingastofnunar er súrefnisnefnd, en hana
skipa tveir lungnasérfræðingar, fulltrúi SIBS og hjúkrun-
arfræðingur súrefnisþjónustu.
Súrefnisskortur veldur hærri þrýstingi í lungnablóð-
rás og stundum hægri hjartahilun. Þol minnkar og minn-
ið getur daprasl.
Súrefni, sem gefið er í nös 16-24 klst. á sólarhring,
getur dregið úr ofangreindum einkennum súrefnisskorts
og þannig aukið lífslíkur og lífsgæði sjúklinga verulega.
I meðferðinni er súrefni notað sem áhrifaríkt lyf.
Skammtastærð er reiknuð út frá niðurstöðu hlóðgasmæl-
inga og skal ekki breyta út frá því nema sýnt sé með slíkri
mæhngu að ástæða sé til þess. Of lítið súrefni getur leitt
til þess að sjúkdómurinn versnar en of mikið súrefni get-
ur truflað stjórnstöð öndunar í heila og valdið uppsöfnun
á koltvísýringi í blóðinu. Það gerir sjúklinginn syfjaðan
og ruglaðan og hann getur misst meðvitund og jafnvel
dáið ef ekkert er að gert.
Fáist samþykki Tryggingastofnunar fyrir því að sjúk-
hngur fái tæki til súrefnismeðferðar sér hjúkrunarfræð-
ingur súrefnisþjónustu um að afhenda honum súrefnis-
tækin og kenna á þau. Ef sjúkhngurinn er staddur utan
Stór-Reykjavíkursvæðisins er búnaður venjulega sendur
á staðinn og skriflegri fræðslu síðan fylgt eftir símleiðis.
Hjúkrunarfræðingur súrefnisþjónustu vitjar sjúkl-
inga á Stór-Reykjavíkursvæðinu á u.Ji.l). 3ja mánaða
fresti. Landsbyggðarfólk hefur til þessa fengið stopulli
þjónustu en stefnt er að |)ví að bæta úr J)ví. I vitjun er
farið yfir súrefnistækin, mæld súrefnismettun sjúklings-
ins í hvíld og við venjulega áreynslu. Mikilvægt er að
finna út hvort súrefnisgjöfin fullnægir daglegum J)örfum
sjúklingsins.
Langflestir, sem eru í meðferð, nota súrefnissíu en
það er rafmagnstæki sem tekur inn lol't úr umhverfinu,
hreinsar hurt óhreinindi, einangrar súrefnið og j)jappar
J)ví saman svo notandinn fær u.þ.b. 95% súrefni. (Hlut-
fall súrefnis í andrúmslol’ti er um 21%). Margir eru einn-
ig með ferðakúta til að grípa til ef j)eir vilja bregða sér af
bæ. Þá hafa reynst vel kútar með skammtara sem sparar
súrefnið með því að hleypa af snöggum súrefnisskammti
um leið og sjúkhngurinn andar að sér en lokar síðan fyrir
flæðið }>ar til næsta innöndun hefst. Einstaka sjúklingar
nota eingöngu stóra súrefniskúta. Þeir Jiurfa meira súr-
efni en súrefnissía getur annað (þ.e. flæði umfram 4 1 á
mín.).
Tryggingastofnun ríkisins á súrefnissíur, skammtara,
grindur og aðra nauðsynlega fylgihluti og greiðir einnig
leigu á kútum, súrefnisáfyllingu og súrefnisslöngur, |)ann-
ig að sjúklingurinn sjálfur á ekki að bera af þessu neinn
kostnað utan aukins rafmagnskostnaðar, vegna súrefnis-
síunnar (að meðaltali um 1500 kr. á mánuði).
Starf hjúkrunarfræðings súrefnisþjónustu er gefandi.
Fróðlegt er að sjá hvernig sjúkhngum gengur að takast á
við lífið við þær fjölbreyttu aðstæður sem þeir búa við.
Súrefnismeðferð hefur bætt líðan margra sjúklinga, bæði
andlega og líkainlega. Þó ekki séu enn til tölur Jiví til
staðfestingar er J)að álit aðstandenda súrefnisþjónustunn-
ar að hún hafi fækkað innlögnum sjúklinga, sem hennar
njóta, á sjúkrahús.
Lokaoró
Sérhæfð starfsvið Reykjalundar eru deildaskipt. Gott
samstarf er milli deilda og frekari breytingar miða að enn
ineiri sérhæfingu og er það til góðs. Sjúkhngar geta vænst
þess að fá hágæðaþjónustu og treyst því að sérfræðingar í
öllum starfsstéttum fjalli um sín mál.
Með von um að áfram verði blómlegt starf á Reykja-
lundi sem bæti árum við líf og lífi í ár skjólstæðinga stofn-
unarinnar.
Heimild
WHO (1987). International Classification of Precedures in
Medicine (bindi 1 - 2). Genf:World Health Organisation.
Lesefni
Björn Magnússon (ritstj.). (1992). Ondum léttar. Reykjalundur.
Kersten, L.D. (1989). Comprehensive Respiratory Nursing.
W.B. Saunders Company.
Petty, T.L., og Nett, L.M. (1984). Enjoying life with
Emphysema. Philadelphia: Lea og Febiger.
Wasserman, K., et. al. (1987). Principles of Exercise Testing and
Interpretation. Philadelphia: Lea & Febiger.
Zavala, D.C.(1985). Manual on Exercise Testing: A Training
Handbook. Press of the University of Iowa 1985. '
TÍMARIT IIJÚKRUNARFRÆÐINGA 2,-3. tbl. 71 árg. 1995
85