Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 20
1 f' E
pliii IT]"’
• i * i
4/tsr
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
annast heilsuvernd í almennings-
hlaupum sumarsins ineð hlóðþrýst-
ingsmælinguin, heilbrigðisráðgjöf og
aðhlynningu hlaupara sem þurfa
hennar með. Byggist þátttaka félagsins
á sjálfboðaliðastarfi hjúkrunarfræð-
inga og er hugsuð sem liður í kynningu
á störfum hjúkrunarfræðinga og fram-
lagi þeirra til heilsueilingar lands-
manna. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, annaðist skipu-
lagningu á starfi hjúkrunarfræðing-
anna.
Nú þegar hafa hjúkrunarfræðingar
verið viðstaddir tvö almenningshlaup í
Reykjavík, miðnæturhlaup á
Jónsmessu 23. júní og Viðeyjarhlaup 1.
júlí.
Þátttakendur í miðnæturhlaupinu
voru um 1200 og voru 12 hjúkrunar-
fræðingar mættir til að mæla blóðþrýst-
ing og veita heilbrigðisráðgjöf við
Sundlaugarnar í Laugardal, upphafs-
og endastöð hlaupsins. Læknir var
einnig á staðnum til að sinna alvarlegri
tilfellum og tveir fótaaðgerðafræðingar
sem ráðlögðu hlaupurum um skó-
fatnað. Iljúkrunarfræðingarnir mældu
hlóðþrýsting hjá um 1000 manns. Blóð-
þrýstingsgildin voru skráð á eyðublöð
merktum Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og virkaði tiltækið því einnig
sem kynning á félagsmerkinu. Nokkrir
mældust með of háan blóðþrýsting.
Peim var ráðlagt að fara sér hægt í
hlaupinu og að leita læknis við fyrsta
tækifæri. Þá var tveimur hlaupurum
sem liðu lit af veitt nauðsynleg
aðhlynning.
Til Viðeyjarhlaups mættu um 200
manns og 3 hjúkrunarfræðingar
önnuðust starfsemina þar. Einhverjir
mældust þar einnig ineð háþrýsting en
hlaupið sjálft fór áfallalaust fram.
Reykjavíkurmaraþonið í ágúst er
næsta verkefni hjúkrunarfræðinga á
höfuðborgarsvæðinu af þessu tagi.
Hanna Ingibjörg Birgisdóttir segir að
forráðamenn Reykjavíkurmaraþons
hafi látið í ljós ánægju með framtak
hjúkrunarfræðinga. Vonandi mun slíkt
starf þó ekki einangrast við Reykjavík
og nágrenni heldur verða sjálfsagður
þáttur í almenningshlaupum um allt
land.
Þá má geta þess að Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga annaðist slysagæslu
á áhorfendapöllunum á HM 95. Herdís
Storgaard athugaði svæðið fyrir mótið
og kom ineð nokkrar ábendingar sem
var tekið tillit til. Hjúkrunarfræðing-
arnir sem önnuðust gæsluna starfa alhr
á slysadeild Borgarspítalans. Ekkert
hættulegt bar til tíðinda, sem þeir
þurftu að hafa afskipti af, en vissulega
er aukið öryggi í því að hafa heil-
brigðisstarfsfólk innan seilingar alls
staðar þar sem mikill mannsöfnuður
er.
ÞR
Golfmót heilbrigóisstétta
Áhugahópur um golfíþróttina hefur
gengist fyrir golfmótum fyrir heil-
brigðisstéttir og starfsfólk heilbrigðis-
stofnana sl. 5 ár. Mótið hefur verið
haldið á Svarfliólsvelli við Selfoss.
Glaxo á íslandi hafa verið svo vin-
sainlegir að styrkja mótið þannig að
veitt hafa verið vegleg verðlaun sem
yfírleitt haí'a verið nytsainlegir hlutir
fyrir kylfinga s.s. golfkerrur, golf-
pokar, hanskar, regnhlífar, töskur,
lcúlur og fleira.
Samhliða þessu hefur svo verið
haldin sveitakeppni og keppt um
farandhikar sem gel'inn er al'
Sjúkrahúsi Suðurlands. Til þess að
hafa fullgilda sveit Jmrfa að vera
minnst 3 frá sama vinnustað.
Golfmót heilbrigðisstétta verður
hahlið fyrsta sunnudag eftir verslunar-
mannahelgi á Svarfhólsvelli við Selfoss.
Goljliópur heilbrigðisstétta
Sjúkrohúsi Suðurlands
Selfossi
68
TÍMARIT IiJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tl.l. 71 árK. 1995