Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 20
 1 f' E pliii IT]"’ • i * i 4/tsr Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga annast heilsuvernd í almennings- hlaupum sumarsins ineð hlóðþrýst- ingsmælinguin, heilbrigðisráðgjöf og aðhlynningu hlaupara sem þurfa hennar með. Byggist þátttaka félagsins á sjálfboðaliðastarfi hjúkrunarfræð- inga og er hugsuð sem liður í kynningu á störfum hjúkrunarfræðinga og fram- lagi þeirra til heilsueilingar lands- manna. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, annaðist skipu- lagningu á starfi hjúkrunarfræðing- anna. Nú þegar hafa hjúkrunarfræðingar verið viðstaddir tvö almenningshlaup í Reykjavík, miðnæturhlaup á Jónsmessu 23. júní og Viðeyjarhlaup 1. júlí. Þátttakendur í miðnæturhlaupinu voru um 1200 og voru 12 hjúkrunar- fræðingar mættir til að mæla blóðþrýst- ing og veita heilbrigðisráðgjöf við Sundlaugarnar í Laugardal, upphafs- og endastöð hlaupsins. Læknir var einnig á staðnum til að sinna alvarlegri tilfellum og tveir fótaaðgerðafræðingar sem ráðlögðu hlaupurum um skó- fatnað. Iljúkrunarfræðingarnir mældu hlóðþrýsting hjá um 1000 manns. Blóð- þrýstingsgildin voru skráð á eyðublöð merktum Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga og virkaði tiltækið því einnig sem kynning á félagsmerkinu. Nokkrir mældust með of háan blóðþrýsting. Peim var ráðlagt að fara sér hægt í hlaupinu og að leita læknis við fyrsta tækifæri. Þá var tveimur hlaupurum sem liðu lit af veitt nauðsynleg aðhlynning. Til Viðeyjarhlaups mættu um 200 manns og 3 hjúkrunarfræðingar önnuðust starfsemina þar. Einhverjir mældust þar einnig ineð háþrýsting en hlaupið sjálft fór áfallalaust fram. Reykjavíkurmaraþonið í ágúst er næsta verkefni hjúkrunarfræðinga á höfuðborgarsvæðinu af þessu tagi. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir segir að forráðamenn Reykjavíkurmaraþons hafi látið í ljós ánægju með framtak hjúkrunarfræðinga. Vonandi mun slíkt starf þó ekki einangrast við Reykjavík og nágrenni heldur verða sjálfsagður þáttur í almenningshlaupum um allt land. Þá má geta þess að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga annaðist slysagæslu á áhorfendapöllunum á HM 95. Herdís Storgaard athugaði svæðið fyrir mótið og kom ineð nokkrar ábendingar sem var tekið tillit til. Hjúkrunarfræðing- arnir sem önnuðust gæsluna starfa alhr á slysadeild Borgarspítalans. Ekkert hættulegt bar til tíðinda, sem þeir þurftu að hafa afskipti af, en vissulega er aukið öryggi í því að hafa heil- brigðisstarfsfólk innan seilingar alls staðar þar sem mikill mannsöfnuður er. ÞR Golfmót heilbrigóisstétta Áhugahópur um golfíþróttina hefur gengist fyrir golfmótum fyrir heil- brigðisstéttir og starfsfólk heilbrigðis- stofnana sl. 5 ár. Mótið hefur verið haldið á Svarfliólsvelli við Selfoss. Glaxo á íslandi hafa verið svo vin- sainlegir að styrkja mótið þannig að veitt hafa verið vegleg verðlaun sem yfírleitt haí'a verið nytsainlegir hlutir fyrir kylfinga s.s. golfkerrur, golf- pokar, hanskar, regnhlífar, töskur, lcúlur og fleira. Samhliða þessu hefur svo verið haldin sveitakeppni og keppt um farandhikar sem gel'inn er al' Sjúkrahúsi Suðurlands. Til þess að hafa fullgilda sveit Jmrfa að vera minnst 3 frá sama vinnustað. Golfmót heilbrigðisstétta verður hahlið fyrsta sunnudag eftir verslunar- mannahelgi á Svarfhólsvelli við Selfoss. Goljliópur heilbrigðisstétta Sjúkrohúsi Suðurlands Selfossi 68 TÍMARIT IiJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tl.l. 71 árK. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.