Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 23
VETRARORLOF 1 UthSutunarregSur ■■■ orlofssióðs Nýjar úthlutunarreglur orlofssjóðs hafa verið teknar í notkun og eru þær birtar hér á síðunni. Stjórn orlofssjóðsins auglýsir eftir umsóknum um styrk til orlofsferða sem farnar verða á tímabilinu 1. október - 31. desemher 1994. Umsóknir um orlofsstyrk skulu berast fyrir 20. septemher 1994. Um er að ræða 20 styrki að upphæð 20.000 kr. hver, sem verða greiddir gegn framvísun kvittana fyrir útlögðum kostnaði vegna orlofsferðar. Staðfesting verður að vera vegna kaupa á gistingu eða farmiða innanlands eða utan. Frádráttur fyrir orlofsstyrk er alltaf 36 punktar skv. nýjum úthlutunarreglum. Bent skal á að þeir sem fá úthlutað orlofsstyrk þurfa að nota hann innan þess orlofstímabils sem hann er veittur fyrir ella fellur hanit niður. Sumar- orlofstímabil er frá 15. maí til 1. október 1994. Haustleiga í orlofshúsum félagsins Orlofssjóður festi sl. vetur kaup á tveimur orlofshúsum í landi Húsafells í Borgarfirði. Húsin, sem sjóðurinn hef- ur haft á leigu undanfarin ár, huðust á sérstaklega góðum kjörum, eða 6 milljónir fyrir bæði húsin. Að athuguðu máli reyndist ódýrara að kaupa og reka þau en að hafa þau á leigu áfram. Þau eru 34 og 40 fm að stærð með sjónvarpi, útigrilli og annað er með heitum potti. Fyrir átti sjóður- inn Bláskóga við Úlíljótsvatn og Kvennabrekku við Reykjalund. Orlofshúsin í Húsafelli og Blá- skógar eru til leigu í vetur. Sótt er um helgar- eða vikuleigu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 5687575. Verð er 1200 kr. á sólarhring. Ilaust og vetur dragast 3 punktar frá fyrir helgarleigu og 6 punktar fyrir vikuleigu samkvæmt nýju úthlutunar- reglunum. Hægt er að sæltja um haust- og vetrardvöl í orlofshúsunum óháð úthlutun orlofsstyrks. Fyrir göngugarpa Orlofssjóður á tvo bakpoka og eitt göngutjald. Þeir sem óska eftir að nota áðurnefndan búnað hafi samband við skrifstofuna. Gjald fyrir afnot af bak- poka er 500 kr. og 500 kr. fyrir tjaldið. Hámarkslánstími er ein vika. íbúð a& Su&urlandsbraut Ibúð Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga að Suðurlandsbraut 22 er leigð hjúkrunarfræðingum yfir helgi eða í viku allt árið. Hafið samband við skrif- stofuna til að fá nánari upplýsingar. Verð: 1200 kr. nóttin. Salur ab Su&urlandsbraut Salur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga er leigður félagsmönnuin til funda- og veisluhalda. Salurinn rúmar 70 - 80 manns og allur nauðsynlegur borð- búnaður fylgir. Verðið er 8000 kr. á dag/kvöld. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins. Ný verkefni A fulltrúaþinginu 18. - 19. maí sl. komu fram nýjar hugmyndir og óskir frá full- trúum um starfsemi orlofssjóðs. Spurt var um möguleika á að festa kaup á tjaldvagni, íhúð á Akureyri, samstarfi við útlönd með íbúðaskipti í huga o.fl. Ný orlofsnefnd mun taka þessar hug- myndir til athugunar á starfsárinu. Uthlutun úr orlofssjóði reiknast út frá áunnum punktum skv. eftirfarandi reglum: Pkt Reglur 12 Við stofnun félagsins (stofnfélagar, þ.m.t. ellilífeyrisþegar) 12 Að loknu hverju starfsári. Fyrst í janúar 1995 (stofnfélagar og nýir félagar á árinu, t.d. útskrifaðir 1994). 12 Ellilífeyrisþegar að loknu hverju ári. Fyrst í janúar 1995. 2 Fyrir hvert fimni ára tímahil í lífaldri eftir 20 ár, við stofnun félagsins. Mest 16 punkt- ar. (Aðeins stofnfélagar, fært inn við kaup á kerfí). 12 Ef greitt er meðalgjald í orlofssjóð á árinu (þó viðkomandi sé ekki í starfi). 6 Fyrir ólaunaða vinnu fyrir orlofssjóð t.d. vinnuferð vegna húsa. Seta í nefndum á vegum félagsins þ.m.t. í orlofssjóði, gefur ekki punkta. Frádráttur vegna úthlutana 36 Sumarhús á tímab. 1. júlí -2. föstudagur í ágúst Páskar 24 Suinarhús á tímab. 1. júní - 30. júní 2. föstudagur í ágúst - 30. ágúst 12 Sumarliús á tímab. 1. maí - 30. maí 1. september - 30. september 4 Ilelgar á tímah. 1. maí - 30. maí 1. september - 30. september 36 Orlofsstyrkur Uthlutun á Suðurlandshraut og Kvennabrekku: Sami frádráttur og tímabil og fyrir sumarhús. Frádráttur skv. þessu gilti líka fyrir úthlutun árið 1994. Ef eftirspurn eftir húsum um lielgar eða í vikuleigu að vetri verður meiri en framboð, mun stjórn orlofssjóðsins skoða punktafrádrátt á því tímabili. Frádráttur fyrir viku að vetri er 6 punktar en helgar 3 punktar. Aunnir punktar vegna lífaldurs við stofnun félagsins: (A aðeins við um stofnfélaga). Ekki er hægt að fá fleiri en 16 punkta vegna lífaldurs. Punktar Aldur á stofnfundi 2 21-25 4 26-30 6 31-35 8 36-40 10 41-45 12 46-50 14 51-55 16 56-60 Anrtað Uthlutun samkvæmt hlutkesti er hætt. Ef umsaikjendur um sama tíma hafa jafnmarga punkta. [)á ræður lífaldur. Hjúkrunarfræðingur sem hættir tímahundið að greiða í orlofssjóð getur ekki áunnið sér punkta á meðan en getur sótt um úthlutun og ra;ður þá fjöldi áunninna punkta hvort hann fær úthlutun. Ekki er haigt að kaupa réttindi afturvirkt í orlofssjóðnum. Fyrstu eitt til tvö árin getur verið að þeir sem fá úthlutað fái mínuspunkta. Greiða skal fyrir sumarúthlutun húsa fyrir 15. maí til staðfestingar á leigu. Samþykkt áfundi orlofssjóðs 15. 2. 1995 og staðfest á fulltráaþingi félagsins 18.-19. 5. 1995. Umsókn um orlofsstyrk haustid 1995 Nafn:____________________________________ Kt.:__________________ Heiinilisfang:__________________________________________________ Póstnúmer:____________ Sveitarfélag:____________________________ Vinnustaður:____________________________________________________ Heimasími:_________________ Vinnusími:__________________________ TÍMARIT HJÚKRUNARKHÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 ár(-. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.