Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 49
Þankastrik Þankastrik erfastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum fœri á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjákrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir getafjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Sigríður Antonsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur sem hér tekur upp þráðinn. Ofið úr mörgum þráðum Ingibjörg Guðmundsdóttir M ■ Vlér hefur alltaf fundist hygmyndin um hjúkrun sem fræðigrein ákaflega heillandi. Þekkingin, sem hjúkrunarfagið byggir á, er sótt mikið til annarra fræðigreina sem hafa verið að móta og prófa kenn- ingar sínar á mislöngum tíma og eru sífellt að bæta nýrri þekkingu við. Nú höfum við fengið að upplifa að hjúkrunarfræðingar eru farnir að sannprófa sínar eigin aðferðir, aðferðir sem eru byggðar á þekkingu frá öðrum fræðigreinum og hjúkrunarreynslu kynslóðanna. Hjúkrun er farin að tala máli vísindanna og bæta við þekkingu. Hjúkrunarrannsóknir hafa mikið beinst að hjúkrunarfræðingum sjálfuin sem manneskjum og fagmönnum og að hjúkrunarmenntuninni. Við höfum þegar lært mjög mikið af þeim rannsóknuin. Nú beinist athyglin að klínískum rannsóknum, rannsóknum á því sem við erum að gera, árangri verka okkar og viðbrögðum sjúklinga við því sem við veljum að gera. Hugmyndir um shkar rannsóknir fáum við oft í daglegum störfum okkar. Við ættum að æfa okkur í að segja sögur úr starfinu; sögur sem vekja okkur til umhugsunar og skapa tilgátur. Með því að hjálpast að, spyrja spurninga, hlusta hverjir á aðra og vinna vísindalega vinnu í störium okkar, tekst okkur að fá svör við spurningum og skapa fræðimennsku í hjúkrun. Við skulum VEFA VEF ÚR MÖRGUM ÞRÁÐUM. Við erum að koma á laggirnar sérgreinadeild um fræðslu, rannsókna- og menntamál innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Hún mun trúlega fá nafn sem tengist fræðimennsku og rannsóknum. Látið það ekki hræða ykkur frá þátttöku, hún er öllum opin. Eg hvet alla hjúkrunarfræðinga, sem hafa áhuga á að stunda eða fylgjast með klínískum rannsóknum og fræðimennsku í störfum sínum, að koma á fund í deildinni og athuga hvort þeir finni ekki eitthvað við sitt hæfi og til að leggja inn hugmyndir um aðferðir og leiðir. Við eigum einnig ýmislegt tiltækt efni. Við skulum kynna öðrum það. Gerum Tímarit hjúkrunarfræðinga að enn þá stærri vettvangi fyrir kynningu á því sem við erum að gera í hjúkrunarstarfinu og fyrir athuganir og vísindalega vinnu. Eigum við ekki að kasta af okkur „hæverska hamnum“ og fara að segja frá því sem við erum að gera? Við getum öll tekið þátt í því ævintýri. Ingibjörg skorar ó Kristínu Norðmann að skrifa næsta þankastrik. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.