Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 33
A fyrra tímabilinu voru hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn stofnunarinnar fáir. Pað var í mörg horn að líta, heimilið stórt, vinnustaðirnir margir og vinnudagur- inn langur. Hjúkrunarfræðingarnir gegndu ekki aðeins 8 klukkustunda vöktum heldur voru samvistum við vist- mennina frá fótaferð fram að háttatíma. Oft var útkall að nóttu því að ekki var föst næturvakt. Þeir höfðu afskipti af vinnu vistmanna, tóku þátt í lausn félagslegra vanda- ntála og létu sig varða manneldismál. Þeir sáu um lyfin, ekki aðeins útdeilingu þeirra, heldur líka um lyfja- aðdrætti og lyfjabúrið. I stuttu máli má segja að þeir hafi gengið í flest þau störf sem nú tilheyra öðrum starfs- greinum innan endurhæfingarteymanna. A Reykjalundi ríkti frá upphafi sérstakt andrúmsloft og snyrtimennska var í fyrirrúmi. Staðinn prýddi ein- hvers konar sambland af virðuleika, kyrrð og friði, en þó lá glaðværðin í loftinu og mannleg samskipti voru með ágætum. Allir þekktu alla. Börn starfsmanna, sem þá bjuggu á staðnum, féllu vel inn í þetta heimilislega umhverfi. Mörg þeirra lærðu að lesa hjá Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, kennara, sem lengi dvaldi á Reykjalundi og hélt uppi vísi að smábarnaskóla. Aðfangadagskvöld í samvistum við vistmenn og starfsmenn eru ógleymanleg þessum börnum. Allir mættu í sínu fínasta pússi til sam- eiginlegs kvöldverðar, síðan var gengið í kringum jólatré í dagstofunni og jólasveinnin kom með jólagjafir. Kvöld- vökur voru tíðar, þar var spilað og sungið og jafnvel brugðið upp bíósýningum. Þó að viss eftirsjá sé eftir þessu andrúmslofti var óumflýjanlegt að starfsemi Reykjalundar tæki stakkaskiptum í takt við nýja tíma, breyttar þarfir, tækni og vinnubrögð endurhæfingar. Nútíminn á Reykjalundi Endurhæfingarhjúkrun ntá skilgreina á mismunandi vegu, en sameiginlegt markmið er að hjálpa þeim ein- staklingum, sem eru með skerta líkamlega eða andlega getu, að setja sér markmið við hæfi, líkamleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg og að stuðla að því að hver ein- staklingur nái besta mögulega árangri sem sjúkleiki og almenn lífskilyrði leyfa. Mikil áhersla er lögð á góða samvinnu við skjólstæð- ing og fjölskyldu hans. Þannig eru mestar líkur á að árangur náist í endurhæfingu og að auðveldara verði fyrir fólk að halda áfram þegar heim er komið. Þessum markmiðum er erfitt að ná nema með sam- vinnu fagfólks (hjúkrunarfræðinga, lækna, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, talmeina- fræðinga, næringarfræðinga og sjúkraliða).(Mynd 1). Endurhæfingarstofnunin Reykjalundur er deilda- skipt í sex sérhæfðar einingar. Innan hverrar einingar eru samstarfshópar fagfólks sem kallast fagteymi og annast þau starfsemi sinnar deildar. Upplýsingasöfnun og skráning hjúkrunar gefur yfir- sýn yfir alla þætti endurhæfingar. Hjúkrunarfræðingar á hverri deild gegna því mikilvægu hlutverki við að sam- ræma vinnu teymisins svo hún nýtist skjólstæðingum þeirra sem best. Fræðsla, bæði einstaklingsfræðsla og fyrirlestrar, gegnir veigamiklu hlutverki á hverju stigi meðferðar. Við fræðsluna er tekið mið af hæfileikum ein- staklinga og þeirri þjálfun sem þeir taka þátt í. Nánari útskýring á hjúkrun og upphyggingu hverrar deildar fylgir hér á eftir. Hver deild er sérstök heild þar sem tillit er tekið til mismunandi þarfa sjúklinga til end- urhæfingar. Deildaskipting á endurhælingarmiðstöð Reykjalundar. A Deild Hjartasvið - hjartateymi. B Deild Miðtaugakerfissvið - hemiteymi ( heilaáfall ). C og F Deild Geðsvið - geðteymi. Verkjasvið - verkjateymi. D Deild Gigtarsvið - gigtarteymi og hæfingarteymi. E Deild Lungnasvið - lungnateymi. Mynd 1. Hjartasvið Hjartasjúklingar koma til þjálfunar á hjartasviði sex til átta vikum eftir að hafa fengið hjartaáfall eða eftir hjartaaðgerð. Endurhæfingardvöl stendur yfirleitt í fjórar vikur. Líkamleg þjálfun fer frarn fimni daga vikunnar. Hjúkrunarfræðingar ásamt öðru teymisfólki halda sér- hæfða fyrirlestra fyrir þennan hóp. Aðaláhersla er lögð á TÍMAHIT IIJÚKKUNAHFHÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995 81

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.