Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Qupperneq 18
Bréf til blaðsins Tilefni hréfs þessa er grein Hildar Sigurðardóttur, Hrafnhildar Scheving, Irisar Rutar Hilniarsdóttur, Sveinlaug- ar Árnadóttur og Yildísar Bergþórs- dóttur, Þœttir á vökudeild er valda foreldrum streitu, í Tímariti hjúkr- unarfræðinga, 1. tbl. 71. árg. 1995. Vil ég hyrja á að þakka þeim áhugaverða og fræðandi grein. I um- fjöllun um niðurstöður benda þær stöllur á þrjá þætti sem hugsanlega gætu reynst hjálplegir í þeim tilgangi að minnka streitu foreldra sem eiga barn á vökudeild. Einn þessara þátta er að koina á sjálfshjálpar- eða stuðningshópum á meðal foreldra sem eiga eða hafa átt barn á vökudeild. Bent skal á að þegar eru til aðilar sem myndað hafa vísi að slíkum hópi. Tvær mæður fyrirhura, sem tilbúnar eru að veita stuðning, eru tilgreindar í upplýsingabæklingi vöku- deildar Landspítala til foreldra og Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, er í samvinnu við stuðnings- hóp foreldra fyrirbura, ásamt félögum og hópum foreldra barna með önnur heilsufarsvandamál. Innan skamms mun Umhyggja dreifa lista yfir stuðn- ingsforeldra til sjúkrastofnana og heilsugæslustöðva og ætti það að auðvelda fólki að hafa upp á foreldrum með reynslu. Annar úrbótaþáttur sem nefndur er, er að boðið sé upp á sólarhringsað- stöðu fyrir foreldra og barn einum til tveimur dögum fyrir útskrift þannig að foreldrar geti öðlast aukið sjálfstraust og öryggi við umönnun barnsins fyrir útskrift heim. Á barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri er starfrækt vökustofa þar sem fyrirburum og veik- um nýburum er sinnt. Komist barnið ekki til móður sinnar á sængurkvenna- deild áður en hún útskrifast dvelur móðirin með barninu á barnadeildinni 1-2 sólarhringa fyrir útskrift barnsins til þess einmitt að öðlast öryggi í að sinna því allan sólarhringinn. Með þökk fyrir birtinguna. Helga Bragadóttir, deildarstjóri á barnadeild FSA, lektor við Háskólann á Akureyri og meðstjórnandi í Um- hyggju, félagi til stuðnings sjúkum börnum. DOKTOR GUÐRÚN MARTEINSDÓTTIR Dr. Janet Hirsch afhendir doktorsgráðu Guðrúnar við athöfn í Eirbergi 24. júní sl. Guðrúnn Marteinsdóttur, dósent í hjúkrunarfræði, var veitl doktorsgráða frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum 22. maí sl. Guðrún lést í nóvember 1994, þá Iangt komin með doktorsritgerð sína sem félagar hennar luku síðan við að henni látinni. Dr. Janet Hirsch, prófessor við University of Rhode Island, afhenti fjöl- skyldu Guðrúnar pról'skírteini hennar við athöfn sem haldin var laugardaginn 24. júní sl. á vegum náms- brautar í hjúkrunarfræði. Ritgerð Guðrúnar fjallar um gildi sjálfsákvörðunar í heilsueílingu. Guðrún lagði fram mælitæki í þeim tilgangi að kanna hvað hvetur fólk til heilbrigðra lifnaðarhátta, sérstaklega reglulegrar líkamsþjálfunar. Foreldrar Guðrúnar eru Marteinu Friðriksson og Ragnlieiður Bjarman. Ilún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972, lauk BS prófi í hjúkrunar- fræði frá HÍ 1977, MS prófi í heilsugæslu frá Boston University í Bandaríkjunum 1980. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Haraldur Þór Skarphéðinsson, skrúð- garðyrkjumeistari, og áttu þau fimm börn. ÞR 66 TÍMARIT ItjflKHUNARFRÆDINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.