Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.1995, Blaðsíða 38
21. ÞING ICN Fyrsta heinisþing Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga (ICN) eftir samein- ingu íslenskra hjúkrunarfræðinga í eitt félag verður haldið í Vancouver, Kanada 15. - 20. júní 1997. Yfirskrift þingsins er „Sharing the Health Challenge“. Á síðasta þingi, sem var haldið í Madrid á Spáni 1993, var aðeins einn íslenskur hjúkrunarfræðingur með erindi. Allir hjúkrunarfræðingar sem eru að fást við rannsóknir geta freistað þess að komast með erindi um rannsóknir sínar á þingið. Hér fara á eftir fyrstu upplýsingar uin tilhögun þingsins. Kynningar á nýjum rannsóknum Félagsmenn aðildarfélaga Alþjóða- sambands hjúkrunarfræðinga geta sent útdrætti úr nýjum rannsóknum til kynn- ingar í fyrirlestri eða með veggspjöldum. Gert er ráð fyrir 20 mínútum fyrir hvert efni og verður það að tengjast eftir- farandi efnisþáttum: 1. Stjórnun heilbrigðismála með breyttar kröfur til heilbrigðis- kerfisins að leiðarljósi. 2. Betri hjúkrunarmenntun og þjónusta 3. Lög og reglur 4. Siðfræði og mannréttindi á líðandi stund 5. Menntun á tímamótum 6. Hjúkrunarrannsóknir eftir árið 2000 7. Flokkun hjúkrunarviðfangsefna og upplýsingatækni í hjúkrun 8. Klínisk hjúkrun á 21. öldinni, alþjóðleg þátttaka 9. Fjölbreytt menning og hjúkrun 10. Geðheilsa og hjúkrun 11. Heilhrigði kvenna: Forgangsröðun og framkvæmd 12. Heilbrigðishvatning: F ramtíðaráætlun 13. Að minnka áhættuhegðun: Stefnumörkun og íhlutun 14. Heilsusamfélög 15. Umhyggja fyrir þeim sem veita umönnun: Framtíðarsýn 16. Breytingar á framvindu starfsferils 17. Félög hjúlcrunarfræðinga að verki 18. Frumkvæði sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga Allir útdrættir verða metnir nafn- laust af þremur ritrýnum út frá skýr- leika, alþjóðlegu gildi þeirra, aðaláhersl- um þingsins, vísindalegu gildi og þekking- arlegu mikilvægi fyrir hjúkrun og/eða heilbrigði. Oskum um málfundi (symposium) um ákveðin málefni skal beint til Alþjóða- sambands hjúkrunarfræðinga sem fyrst. Máll’undirnir verða í tvær klukkustundir hver og munu þrír fyrirlesarar flytja framsöguerindi um sama efni frá mis- munandi sjónarhornum. Málfundirnir verða ákveðnir í þeirri röð sem óskir um þá berast. Skilafrestur fyrir útdrætti er tU 15.janúar 1996. Flytjendur erinda verða að vera félagar í aðildarfélagi samtakanna. Al- þjóðasamtökin greiða ekki þóknun fyrir erindi, eða kostnað vegna skráningar, ferða eða annars. Aðeins er tekið við útdráttum á ensku, frönsku eða spænsku. Skila þarf fruinriti að útdrætti erinda og fjórum afritum. Ekki er tekið við útdráttum um myndrita. Fyrir vegg- spjaldakynningu skal skilað einu frumriti af útdrætti og einu afriti. Eyðublað fyrir upplýsingar um höfunda þarí' að útfyUa fyrir alla höf- unda verkefnanna. Samskipti verða ein- ungis liöfð við fyrsta höfund. Einungis þrír höfundar verða skráð- ir í dagskrá og útdráttabók. Utdráttur þarf að rúmast á þar til gerðu blaði og letur má ekki vera minna en 8,5 punkta eða stærra en 9 punkta. Utdráttur sendist til: 21st ICN Quadrennial Congress Administrative Office SYMPORG S.A. 7, av. Pictet-de-Rochemont CH - 1207 GENEVA Switzerland Sími: 00 41 22 786 37 44 FRETTIR FRA VESTMANNAEYJADEILD Ilaldin var 2ja daga ráðstefna um hjúkr- un deyjandi sjúklinga í Vestmannaeyjum dagana 29. - 30. apríl. Fyrirlesarar voru Nanna Friðriksdóttir og Erna Haralds- dóttir. Fyrirlestrar þeirra voru vel undir- búnir og færum við þeirn okkar bestu þakkir fyrir. Þátttaka var mjög góð og allir voru mjög ánægðir með fyrirlestrana seni voru in.a. um hugmyndafræði hos- pice, hlutverk hjúkrunarfræðinga í líkn- andi hjúkrun, viðbrögð og þarfir fjöl- skyldu deyjandi sjúklinga, sorg og sorgar- viðbrögð og vonina og mikilvægi hennar. Hjúkrunarfræðingar frá Akranesi heimsóttu Vestmannaeyjar 12. - 14. maí 1995. Margt var liaft fyrir stafni til að gera þessa heimsókn sem ánægjulegasta fyrir alla. Siglt var um eyjarnar og snæddur kvöldverður í helli meðan á siglingunni stóð, ekið í rútu um eyjarnar og keppt uin þrenn verðlaun á golfmótinu Florence Open við mikinn fögnuð við- staddra. Að lokum var haldin skemmtileg kvöldskemintun með mat og heimatilbún- um skemmtiatriðum. Þátttakendur virtust skeminta sér konunglega þessa helgi. Díana j. Svavarsdóttir, formaður Vestmannaeyjadeildar EFTIRLAUNAÞEGAR MEÐ VORFUND A vorfundi deildar eftirlaunaþega innan Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, við undirleik Jóns Stefáns- sonar, organista. Má ineð sanni segja að þau hafi með list sinni fært vorið inn í húsakynni félagsins þennan dag. Á dagskrá voru innlend og erlend lög sem niinntu á vorið - og sólin skein. 86 TlMAIilT IIJUKRUNARFltÆÐINGA 2.-3. tbl. 71 árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.